Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 24
 24. mars 2010 MIÐ-4 Karlmannsskartgripalínan Berg var frumsýnd á Hönnunarmars um síðustu helgi. „Hún vísar í náttúruleg form sem raðað er saman og minna á kletta og íslensk fjöll,“ segir hönnuðurinn Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir og bætir við að skartgripirnir minni um margt á stuðlabergið sem sé sterklegt, kraftmikið og því karl- mannlegt. Guðbjörg lærði gullsmíði og skartgripahönnun við Institute for Precious Metals í Kaup- mannahöfn en stofnaði hönnunar- fyrirtækið og skartgripaverslun- ina Aurum árið 1999. Hún leitar fanga víða og finnur innblástur meðal annars í náttúrunni, í geo- metrísk form og íslenska hand- verksarfleifð. Guðbjörg hefur hannað skart- gripi fyrir karlmenn í gegnum tíð- ina en aldrei heildstæða herralínu fyrr en nú. „Ég hef lengi hugsað mér að búa til slíka línu en það var fyrst núna sem ég gaf mér tíma í það.“ En hafa karlmenn einhvern áhuga á skartgripum? „Já, áhuginn er alltaf nokkur,“ svarar Guðbjörg og heldur áfram: „Ermahnapparn- ir hafa alltaf verið vinsælir svo og hringar en bindisnælan hefur verið að detta inn og út.“ Guðbjörg hefur ekki búið til bindisnælu í mörg ár en fannst nú loksins tími til kom- inn enda hefði formið hentað vel í slíkan skartgrip. Í línu Guðbjargar er að finna alla helstu skartgripina, hálsmen, ermahnappa, bindisnælu, hringa og armbönd. solveig@frettabladid.is Fyrsta herralína Aurum Skartgripalínan Berg, sem hönnuð er fyrir karlmenn af Guðbjörgu Kr. Ingvarsdóttur hjá Aurum, vísar sterkt til kraftmikilla íslenskra náttúrufyrirbrigða eins og stuðlabergs og klettabelta. Karlmannlegt armband.Bindisnæla úr línunni Berg. Stuðlabergið var Guðbjörgu hugleikið þegar hún hannaði línuna Berg. Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir hefur hannað skartgripalínu fyrir karlmenn sem er kraft- mikil og minnir á íslensk fjöll. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Við fyrstu sýn virðast veski listakonunnar Kathleen Dustin vera eitthvað allt annað en veski. Kathleen Dustin er bandarísk leirlistakona sem hefur allsérstakan stíl. Hún hannar í líf- legum litum, bæði skart og skúlptúra en nýj- asta afurðin er þó langskemmtilegust en það eru hin frumlegustu veski og töskur. Veskin mótar hún í formi blóma, ávaxta og jafnvel stórgrýtis og er hvert veski frumlegra og ævintýralegra en það næsta. Þeim sem vilja kynna sér hönnun Kathleen Dustin er bent á vef- síðu hennar www.kat- hleendustin. com. Kaktusveski, rós og grágrýti Veskin eru mótuð í náttúrulegum formum hinna ýmsu ávaxta og grænmetis. LÍSA Í UNDRALANDI , kvikmynd Tim Burtons virðist hafa haft nokkur áhrif á tískuheiminn enda er víða á tískusíðum að finna fatn- að með vísun í myndina. Glæsilegir gjafa- haldarar í stærðum 32-40 skálar B-I Meðgöngu- og brjóstagjafahaldarar Móðurást, Hamraborg 9 s. 564 1451, www.modurast.is Bæjarlind 6 - Eddufelli 2 Sími 554-7030 Sími 557-1730 www.rita.is Kjóll/skokkur. Verð 5.900 kr. Nýjar vörur Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.