Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.03.2010, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 24.03.2010, Qupperneq 26
 24. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● fermingargjafi r SELDI ARÖBUM FERMINGARGJÖFINA „Ég fékk úr, sem var klass- ísk fermingar- gjöf þá, bækur og svefnpoka,“ segir Bjarni Harðarson, bók- sali og fyrrum alþingismaður, beðinn að rifja upp hvað hann fékk í fermingar- gjöf á sínum tíma. Bjarni, sem fermdist í Skál- holti árið 1975, segir svefnpoka hafa verið algenga fermingargjöf. „Hann var þykkur, nánast eins og vatteruð sæng og ég notaði hann á menntaskólaárunum. Svo þegar ég fór erlendis í fyrsta sinn til Ís- raels upp úr tvítugu hafði ég hann meðferðis. Þar vann ég í smátíma á samyrkjubúi en leiddist það og fór í bakpokaferðalag, mitt fyrsta af mörgum.“ Hann segir þá hafa komið í ljós hversu illa svefnpok- inn hentaði í hitanum og ákvað því að selja hann. „Fermingargjöf- in endaði í höndunum á aröbum í Nasaret,“ segir hann og hlær. SKÍÐAFERÐ TIL SVISS Sigfús Sigurðs- son handbolta- kappi fermdist í Háteigskirkju árið 1989. Hann segist ekki hafa gert óskalista fyrir ferming- una. Það hafi hreinlega ekki tíðkast á þeim tíma. Hins vegar hafi hann verið hæstánægður með fermingargjafirnar. „Ég fékk til dæmis gullvasaúr frá afa og ömmu og svo veiðigræjur, flugustöng og veiðihjól, frá móðurbróður mínum, sem ég nota enn þegar ég fer á veiðar,“ rifjar hann upp og bætir við að frá foreldrum sínum hafi hann svo fengið skíðaferð til Sviss sem vakti mikla lukku. „Þetta var alveg æðislegt, að fá tækifæri til að skíða í Sviss og reyndar í takt við annað á fermingardaginn sem var vel heppnaður í alla staði,“ segir Sigfús og man hversu mikið það gladdi hann að fá alla gestina í heimsókn. „Þetta var alveg frá- bært bara.“ ÆVINTÝRI Í KRINGLUNNI Rebekka Brynd- ís Björnsdótt- ir tónlistarkona kaus að fermast ekki af trúar- legum ástæðum en fékk þó engu síður gjafir frá sínum nánustu. „Foreldrar mínir eru sjöunda dags aðventist- ar en þeir hafa fyrir venju að ferm- ast ekki heldur skírast. Ég valdi að gera það ekki þótt ég væri í sjálfu sér ekkert á móti því,“ útskýrir Re- bekka og segir foreldra sína hafa verið sátta við þá ákvörðun. Fjölskyldan sá ekki ástæðu til annars en að gefa henni gjöf, pen- ingaupphæð að tíu þúsund krón- ur, þar sem flestir vinanna fengu fermingargjafir. „Ég er uppalin í Keflavík og fékk að fara í fyrsta sinn ein með vinkonunum í rútu í bæinn til að eyða peningunum. Við fórum í Kringluna og áttum þar góða stund en ég man reynd- ar ekki til þess að hafa keypt mér nokkuð,“ segir hún og brosir. Upprennandi tónlistarfólk fær gjarnan hljóðfæri sem er ætlað að endast fram á fullorðinsald- ur í fermingargjöf. „Hljóðfæri hafa verið afar vinsæl- ar fermingargjafir í gegnum tíðina og ekki virðist ætla að vera nein breyting þar á,“ segir Jón Kjartan Ingólfsson, verslunarstjóri Hljóð- færahússins og Tónabúðarinnar við Síðumúla. Jón Kjartan hefur verið í hljóð- færabransanum í tvo áratugi. Hann segir algengt að foreldrar og önnur náin skyldmenni barna sem verið hafa í tónlistarnámi í einhvern tíma, og sýni merki þess að þau hafi hug á að sinna því námi af al- vöru, grípi tækifærið þegar ferm- ingar beri að garði og gefi þeim hljóðfæri sem eru líkleg til að end- ast eitthvað fram á fullorðinsárin. „Það eru auðvitað tískubylgj- ur í þessu eins og öðru,“ segir Jón Kjartan. „Sum árin selst meira af hljómborðum en önnur og eitt árið eru trommusett vinsæl en seljast kannski illa næsta ár á eftir. Ég minnist til dæmis áranna í kring- um 1995 þegar varla seldist gítar, en flest hinna áranna hafa gítar- ar verið uppistaðan í sölunni hjá okkur, hvort heldur sem er kassa- gítarar eða rafmagnsgítarar.“ Hann segir tölvutengdar tónlist- arvörur hafa verið afar vinsælar síðustu árin. „Það eru tölvufor- rit, hljóðkort, hátalarar, hljóðnem- ar og fleira sem þarf til að koma sér upp litlu heimahljóðveri, sem er orðið ótrúlega ódýrt. Einhverj- ir spáðu því nú að trommusettin myndu deyja út með tölvunum, en raunin hefur ekki orðið alveg sú,“ segir Jón Kjartan og hlær. Magnús Eiríksson tónlistar- maður, sem rekið hefur hljóðfæra- verslunina RÍN í áraraðir, tekur í sama streng og segir vinsældir ákveðinna hljóðfæra þróast með straumum og stefnum popptónlist- arinnar. „Síðustu ár hafa marg- ir byrjað að vinna alla sína tónlist meira og minna í tölvum. Gítarinn er klassískur og heldur velli, meðal annars vegna þess að það er erfið- ara að líkja eftir honum í tölvum en mörgum öðrum hljóðfærum. Bransinn á eftir að breytast tölu- vert ef tölvurnar verða ofan á, en kannski verður tekin u-beygja og krakkarnir fara aftur að spila á fiðlu, klarínett og óbó. Það er erfitt að segja hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir hann. - kg Þróast með popptónlistinni Jón Kjartan Ingólfsson segir orðið ótrúlega ódýrt að koma sér upp litlu heimahljóðveri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Magnús Eiríksson í RÍN segir gítarinn ávallt klassískan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fermingargjafirnar geta verið eins misjafnar og þær eru marg- ar. Margir vilja þó gefa ferming- arbarninu gjöf sem nýtist því vel og hér eru nokkrar sem gætu enst fermingarbarninu alla ævi. ■ Biblían og ritsöfn eru vegleg gjöf sem munu endast ferming- arbarninu. Þótt það hafi kannski ekki brennandi áhuga á Íslend- ingasögunum akkúrat á ferm- ingardaginn þá eru þær ger- semi í bókahillunni þegar fram líða stundir. ■ Skartgripir. Ermahnappar, bind- isnælur, lokkar, men og hringar geta enst ævilangt. Fermingar- skartgripirnir geta jafnvel orðið að erfðagripum og gengið kyn- slóða á milli á fermingum. ■ Myndlist. Góð myndlist og sígild hönnun úreldist ekki. ■ Tré. Hægt er að gefa fermingar- barninu tré að gróðursetja sem það getur síðan fylgst með vaxa alla ævi. Tréð er fallegur minn- isvarði um fermingardaginn og þau tímamót sem fermingin er. ■ Námssjóður. Peningar í ferming- argjöf endast fermingarbarninu sjaldnast ævina á enda. Það fer þó eftir því í hverju er fjárfest og menntun er eitthvað sem við búum að alla ævi. Sniðugt er því að stofna námssjóð handa ferm- ingarbarninu. ■ Landakort. Heimskort eru falleg á vegg. Landamæralínur geta þó breyst í stríði milli landa en kortið er þá alltaf söguleg heim- ild. ■ Húsgögn. Vönduð húsgögn geta enst tímana tvenna. Stöndugt skrifborð, kommóður eða hæg- indastólar standa enn fyllilega fyrir sínu þegar kemur að því að fermingarbarnið stofnar eigið heimili. - rat Gjafirnar sem endast Vönduð hús- gögn og sígild hönnun geta enst ævilangt. Góð myndlist úreldist seint. Skartgripir geta jafnvel gengið í erfðir kynslóða á milli á fermingum. ● HVER GAF HVAÐ? Fermingargest- ir eru oft fjölmargir og þar af leiðandi gjaf- irnar jafn margar. Erfitt getur verið að halda utan um hver gaf hvað, og því upplagt að koma upp einhvers konar kerfi við það. Ýmsar leiðir eru færar við skrán- ingu gjafanna. Ef þær eru opnaðar jafn óðum er gott að skrifa í kortin hver gjöfin er, þannig er síðar hægt að skrá niður í bók gjafalistann, enda gaman að geta rifjað gjafirnar upp seinna. Algengast er í dag að hafa sérstakt gjafaborð sem gjöfum er safnað á. Síðan tekur fermingarbarnið upp allar gjafirnar í einu, annaðhvort í lok veislunnar eða þegar allir eru farnir heim. Þá getur einhver fjölskyldu- meðlimur tekið að sér að skrá niður hvað fermingarbarnið fékk frá hverj- um og einum. Annaðhvort má skrá það í sérstaka bók en einnig getur verið sniðugt að skrifa það aftast í gestabókina. HVAÐ FÉKKSTU Í FERMINGARGJÖF? Sigfús Sigurðsson Rebekka Bryndís Björnsdóttir Bjarni Harðarson

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.