Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 30
 24. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● fermingargjafi r ● ALLS KYNS NÁMSKEIÐ Í PAKKANN Nám í tungumálaskólum erlendis er vel þekkt fermingargjöf í gegn- um árin en einnig má huga að því að setja ann- ars konar námskeið í pakkann. Þannig væri hægt að gefa ferming- arbörnum með dansáhuga námskeið í einhverjum öðru- vísi dansi, flamengó eða salsa. Námskeið í skrautskrift, myndlist eða einhvers konar list- sköpun mætti gefa listrænu fermingarbörnunum og tíma í söng þeim sem hafa tónlistina í blóðinu. Þá er sniðugt að tengja námskeið fermingargjöfinni sjálfri og aðrir ættingjar gætu þá til að mynda gefið nám- skeið í tölvunotkun fermingarbarninu sem fær fartölvu í fermingargjöf. Margir búa yfir góðum handverksgáf- um til að leggja í gjafir og þar eru fermingargjafir ekki undanskildar. Falleg lopapeysa, heklað teppi og handsaumuð sængurver eru einstak- lega persónulegar gjafir sem tengja fermingarbarnið gefandanum sér- stökum böndum. Heimalagaðar fermingargjafir eru ekki eins og heimalagaðar jóla- eða afmælisgjafir því vanda þarf sérstaklega til verksins til að gjöfin geti orðið lífstíðareign. Prjóna- og efnavörubúðir hér í bæ bjóða upp á efnivið og áhöld til þeirra verka sem leggja á út í og vert er að hafa í huga að leita ráðlegginga með val á efni, svo það sé varanlegt og standist tímans tísku. Síðast en ekki síst er gott að áætla sér ágætan tíma til verksins, sérstaklega ef fólk er útivinnandi, og reikna út hve margar kvöld- stundir munu fara í hannyrðirnar. - jma Gefið af heilum hug Teppi eru góð gjöf. Þar geta marglit bútasaumsteppi sem og hekluð komið sterk inn. Hjá Bóthildi, Ferjubakka 12 eru til flott bútasaumsefni og uppskriftir. Falleg lopapeysa er eiguleg fermingargjöf. Fallegar eldri og nýrri prjónauppskriftir frá Ístex má til dæmis nálgast á vef þeirra: istex.is. Gömul mynstur og snið eru mjög vinsæl í dag og pottþétt að þrjátíu ára gömul uppskrift mun hitta í mark. Frönsk útlítandi sængurver fyrir fermingarbarnið gæti saumafólk útbúið með því að finna til dæmis fallegar pífur og sauma á. Efnavöru- verslanir hér í bæ eiga oft pífuefni á lager. Einföld box eða skartgripaskrín geta orðið að æðislegum gripum þegar eigið mark er sett á gripina með útsaumi. Þessi gripur er búinn til á námskeiði hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Krosssaumsmyndir eru sumar hverjar dásamlega fallegar eins og þessi Madonnu-mynd. Slíkar myndir má meðal annars finna hjá hannyrðaverslunni Erlu, Snorrabraut 36 og hjá Mólý í Hamraborg. ● PARTÍ FYRIR FERMINGAR- SYSTKININ Á fermingardaginn geta vinir sem fermast sama dag ekki mætt í veislur hver annars, en víst er að þá langar örugglega að gleðjast með vinum sínum á þessum stóru tímamót- um. Því er tilvalið fyrir foreldra að taka sig saman og hóa í fermingarsystkin barna sinna til að gera sér glaðan dag stuttu eftir ferminguna með til dæmis pitsuveislu, leikjum, sundlaugarferð eða grillveislu í nálægri útivistarpara dís, en þannig geta krakkarnir notið hátíð- legrar stundar saman og foreldrarnir spjallað við fólk sem það annars myndi ekki kynnast. ● RÆÐA Á FERMINGAR- DAGINN Fermingarbörn eru oft á tíðum bæði opin og óhrædd við að tjá sig. Því er um að gera að leyfa þeim að spreyta sig á stuttri ræðu í ferm- ingarveislu sinni þar sem þau bjóða fólkið velkomið. Þó talan sé ekki löng er þó betra fyrir barnið að undirbúa sig aðeins því það getur létt á kvíðanum ef einhver er. Foreldrar geta leið- beint börnunum með innihald ræðunnar og þjónað sem áheyr- endur ef barnið vill æfa sig og renna yfir textann daginn áður. ● FYRIR SKARTIÐ Skart- gripatré frá danska fyrirtæk- inu Menu fæst í Módern í Hlíð- arsmára 1 í Kópavogi. „Svona tré eru vinsæl fermingargjöf enda nokkuð sem stúlkurn- ar vaxa ekki upp úr,“ segir Úlfar Finsen starfsmaður þar. Trén eru úr pól- eruðu áli og fást í tvenns konar útfærsl- um. Sú eldri er lægri en með fleiri öngum. Sú nýrri kom á markað- inn á síðasta ári og kost- ar 10.900. Henni fylgir hringur fyrir pinnalokka. - gun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.