Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 42
26 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég vil gjarnan halda í litlu höndina á þér þegar við förum saman út í nóttina og löbbum niður á strönd... ... og þar ætla ég að leggja þig niður í sandinn og kyssa allan fallega líkama þinn! Og svo ríðum við eins og villtar kanínur! Hún datt! Sá það! Gefðu mér eina góða ástæðu fyrir því að ég ætti að læra að þvo þvott! Ekki málið. Það er nokkuð sem allir verða að læra. Það eina sem ég verð að læra er að fá aðra til að gera svona hluti fyrir mig. Herra þvottavél, þetta er Palli. Palli, þetta er herra þvottavél. Þegar horft er á þenn- an þátt undir áhrifum sykraðs morgunkorns getur það leitt til óæski- legrar hegðunar. KOMDU MEÐ ÞAÐ! Oó... Jæja strákar, nú verð ég að fá sýni hjá ykkur. Blek- prufur heiðursskaskrá – tabula honoraria fyrir Ragnarsbók fræðirit um mannréttindi til heiðurs ragnari aðalsteinssyni, hæstaréttarlögmanni Ragnar Aðalsteinsson hefur um áratuga skeið verið atorkusamur lögmaður og unnið ómetan legt starf á sviði mannréttinda og stjórnskipunar íslensku samfélagi til hagsbóta. Í tilefni sjötugsafmælis hans ákváðu Mannréttinda- skrifstofa Íslands og Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri að beita sér fyrir útgáfu fæðirits á sviði mannréttinda og stjórnskipunar honum til heiðurs. Hið Íslenska bókmenntafélag gefur nú út Ragnarsbók með ritgerðum á sviðum tengdum þjóðarétti, mannréttindum og réttarríkinu eftir valin- kunna innlenda og erlenda fræðimenn. Ritið verður 540 bls., vandað og veglegt í alla staði. Ritnefnd skipa Bryn- hildur G. Flóvenz, Davíð Þór Björgvinsson, Guðrún Dögg Guðmunds- dóttir og Oddný Mjöll Arnardóttir. Þeir sem vilja heiðra Ragnar Aðalsteinsson að þessu tilefni, geta gerst áskrif- endur að bókinni og fá nafn sitt (og maka) eða stofnunar birt með nöfnum annarra áskrifenda á heiðursskrá. Senda má skráningu í netfangið hib@islandia.is eða hringja í síma 588-9060. Hið íslenska bókmenntafélag, Skeifunni 3b, 108 Reykjavík Ráðhús Reykjavíkur Miðvikudag 24. mars. kl. 20:30 Aðgangur ókeypis STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR & AGNAR MÁR MAGNÚSSON Stjórnandi, einleikari og höfundur tónlistar er píanóleikarinn Agnar Már Magnússon, en Stórsveitin mun frumflytja heila efnisskrá nýrra verka eftir hann. tónlist frumflutt í Ráðhúsinu Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Sérkennileg umræða hefur komið upp í kjölfar hugmynda um að hernaðar- fyrirtæki frá Hollandi hefji starfsemi á Suðurnesjum. Þeir sem hafa sett spurn- ingarmerki við komu fyrirtækisins hafa, í blöðum, á öldum ljósvakans og á hinu alltumlykjandi interneti, þurft að sitja undir því að vera á móti atvinnu- uppbyggingu, Suðurnesjum og gott ef nútímanum og framtíðinni var ekki hent með í pottinn. Þeir voru afturhald og kommar og gamaldags og skammsýn- ir og kreddufullir og ég veit ekki hvað og hvað. Og hvers vegna? Jú, þeir vog- uðu sér að setja spurningarmerki við það að græða fé á starfsemi tengdri hernaði. ÞAÐ er sérkennilegt að nú, svo skömmu eftir að þjóðin rak af höndum sér ríkisstjórn í fyrsta skipti í sögunni, séu hugsjónir orðnar að skammaryrði. Fólk sé snuprað fyrir að vilja láta hugsjónir stýra gerðum sínum. Einhvern veginn hefði maður fyrirfram búist við því að einn fylgifiskur hrunsins hefði verið breyttur hugsanahátt- ur, en svo er ekki. Óvirð- ing fyrir hugmyndum annarra tröllríður enn umræðunni. ÞEIR sem eru svo typpilsinna yfir hug- sjónum þessa dagana verða hins vegar að svara því hvort þeir dragi einhver mörk út frá hugsjónum eða siðferði. Ef ekki má vera á móti umsvifum hernað- arfyrirtækis hér á landi vegna þeirra peninga sem það skilar inn í samfélagið, er þá eitthvað sem má vera á móti? KJARNORKUVER? Olíuhreinsunar- stöð? Vopnaverksmiðja? Vændishús? Mansalsmiðstöð? Þrælakista? AUÐVITAÐ er hér verið að grípa til öfga í umræðunni, en aldrei þessu vant eiga þær nokkurn rétt á sér. Það er ekki einfaldlega hægt að blása þetta út af borðinu sem bull. Annaðhvort hefur siðferði fólks áhrif á afstöðu þess til hvernig peningar græðast, eða ekki. Hitt snýst svo bara um að finna línuna. MÖNNUM getur þótt hollenska fyr- irtækið ekki fara yfir þessi siðferðis- mörk, hver og einn verður að gera það upp við sig og hvar þau mörk liggja. En að gera lítið úr þeim siðferðismörk- um hjá öðrum sýnir eitt af tvennu; þá hræsni að þykja siðferðismörk annarra ómerkilegri en eigin, eða það að við- komandi hafi engin siðferðileg mörk. Sem er enn verra. Að snupra siðferðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.