Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2010 29 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 24. mars 2010 ➜ Tónleikar 12.30 Pamela De Sensi flautuleikari og slagverksleikararnir Eggert Pálsson og Frank Aarnink flytja ný verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Anton- io Cocomazzi á hádegistónleikum í Norræna húsinu við Sturlugötu. Einnig kemur fram á tónleikunum Guðrún Ásmundsdóttir leikkona. 20.00 Ítölsku tónlistarmennirnir Natal- ia Benedetti á klarinett og Sebastiano Brusco á píanó, flytja kammertónlist á tónleikum í Norræna húsið við Sturlu- götu. 20.30 Í Salnum við Hamraborg í Kópavogi verður haldið tangókvöld helgað finnskum og íslenskum tang- óum. Fram koma: Ágúst Ólafsson, söng- ur, Ástríður A. Sigurðardóttir, píanó, Íris Dögg Gísladóttir, fiðla, Kristín Lárusdótt- ir, selló, og Matti Kallio, harmónika. 20.30 Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem á efnisskránni verða verk eftir Agnar Má Magnússon. Enginn aðgangseyrir. 20.30 Stórsveit Suðurlands heldur tónleika á Hótel Selfoss við Eyrarveg á Selfossi. Á efnisskránni verða hefðbund- in swinglög, samba og funk. Sérstakur gestur tónleikanna er Raggi Bjarna. 21.00 Villi Naglbítur og Andrea Gylfa- dóttir koma fram ásamt hljómsveit á tónleikum á Café Rosenberg við Klapparstíg. 23.00 Hljómsveitirnar OJBA RASTA og Crackers halda tónleika á Bakkus við Tryggvagötu. ➜ Skáld mánaðarins 17.00 Jóhann Jónsson (1896-1932) er skáld mánaðarins á Bókasafni Seltjarn- arness við Eiðistorg og verður í tilefni af því opnuð sýning og flutt dagskrá. ➜ Söngskemmtun 20.00 Söngfjelagið Góðir grannar heldur sína árlegu söngskemmtun í Sig- urjónssafni, Laugarnestanga 70. Stjórn- andi er Þuríður Vilhjálmsdóttir. ➜ Afþreying Rauðakrosshúsið að Borgartúni 25 býður upp á fjölbreytta dagskrá með fræðslu, ráðgjöf og frístundanámskeið- um. Nánari upplýsingar og dagskrá www.raudakrosshusid.is. ➜ Leiðsögn 12.10 Jakob Jakobsson gengur með gestum um ljósmyndasýningu sína sem nú stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykja- víkur við Tryggvagötu 15 (6. hæð). Sýn- ingin er opin alla virka daga kl. 12-19 og um helgar kl. 13-17. ➜ Sýningar Í i8 Gallery við Tryggvagötu 16 hefur sýningu Hreins Firðfinnssonar verið framlengt til 27. mars. Opið þri.-fös. kl. 11-17, lau. kl. 13-17. Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu hefur verið opnuð ljósmyndasýning Sig- urgeirs Sigurjónssonar „Íslendingar”. Þar stendur einnig yfir sýning á ljósmynda- verkum eftir Melkorku Huldudóttur. Opið alla daga kl. 11-17 og enginn aðgangseyrir á miðvikudög- um. Í Gallerí Ágúst við Baldurs- götu stendur yfir sýning á verkum Einars Garibalda Eiríkssonar. Opið mið.- lau. kl. 12-17. Síðasti sýn- ingardagur er laugardagur 27. mars. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@fretta- bladid.is. Þórdís Kjartansdóttir, sem er eini kvenkyns lýtalæknirinn á Íslandi, heldur sína fyrstu tónleika hér á landi á Café Rosenberg á föstu- dagskvöld. Þar ætlar hún að syngja létta og ástríðufulla djasstónlist með frönsku ívafi. „Það er mikið framboð af góðu tónlistar- fólki á Íslandi en þegar maður er með tónlist- ina í blóðinu verður maður að fá útrás fyrir sönginn,“ segir Þórdís. „Þetta er ekkert annað en ástríða.“ Þórdís lærði á píanó þegar hún var ung að árum og fékk þá að eigin sögn strangt klass- ískt tónlistaruppeldi. Þegar hún flutti til Frakklands til að læra að verða lýtalæknir fór hún að syngja fyrir hálfgerða tilviljun og á endanum var hún farin að syngja reglulega á fimmtudagskvöldum á djassklúbbi í Stras- bourg. „Þetta voru langir dagar. Ég kláraði að vinna klukkan 20, fór síðan í sturtu og svissaði alveg um gír. Það var dálítið „kikk“ að þora að gera eitthvað annað og kúpla sig frá öllu til að syngja,“ segir Þórdís. Hún flutti til Íslands í lok ársins 2006 eftir að hafa búið í Frakklandi í tíu ár og starfar bæði á Landspítalanum og í Glæsibæ. Hún segir það fara vel saman að stunda lýtalækningar og syngja djass. „Ef maður getur sinnt ástríðunni þá líður manni betur í lífinu. Ef það verður framhald á þessu held ég að þetta geri mig að betri lækni því ég verð ánægðari með lífið og tilveruna.“ Með Þórdísi á tónleikunum, sem hefjast klukkan 21.30, spila Tómas R. Einarsson, Gunnar Gunnarsson, Vilhjálmur Guðjónsson og Scott McLemore. - fb Lýtalæknir heldur tónleika ÞÓRDÍS KJARTANSDÓTTIR Þórdís segir að tónlistin og lýtalækningarnar eigi mjög vel saman. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Styrktartónleikar fyrir SÁÁ verða haldnir á fimmtudags- kvöld í Vonarsalnum í Efstaleiti. Fram koma Kristján Jóhannsson, Raggi Bjarna, Egill Ólafsson, Þorgeir Ástvaldsson, Íris Guð- mundsdóttir og Geir Ólafsson. „Það væri æðislegt ef allir þeir sem vettlingi geta valdið myndu koma,“ segir Geir og bætir við að það sé mikill heiður að fá að vinna með þeim tónlistarmönn- um sem koma þarna fram. Miða- sala á tónleikana, sem hefjast klukkan 20, fer fram í Von. Tónleikar til styrktar SÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.