Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 29
fermingargjafi r ● fréttablaðið ●MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2010 5 Efst á óskalista flestra ferm- ingarbarna eru peningagjafir, enda í fyrsta sinn á ævinni sem efnahagur þeirra getur óvænt vænkast til muna í tilefni dagsins. „Fermingarpeningar eru ekki heil- agt fé, heldur fjármunir sem ferm- ingarbarnið ætti að fá að ráðstafa að vild,“ segir séra Guðmundur Karl Ágústsson, sóknarprestur í Hólabrekkuprestakalli við Fella- og Hólakirkju, þar sem 45 börn munu fermast í ár. Hann segir til- hlökkun búa í brjóstum fermingar- barnanna sem sótt hafa fermingar- undirbúning hjá presti sínum síðan á haustdögum. „Mér þykir líklegt að búið sé að ákveða með löngum fyrirvara í hvað fermingarpeningarnir eiga að fara. Hins vegar ber að minna á að táningar verða ekki fjárráða fyrr en átján ára og því þurfa þeir að ráðstafa fénu í samvinnu við foreldra sína og vitaskuld ótækt að þeim sé eytt í tóma vitleysu og dag- lega afþreyingu sem ekkert skilur eftir sig til langs tíma litið. Því er skynsamlegt að peningarnir fari í kaup á ákveðnum hlut sem ferm- ingarbarnið hefur lengi þráð að eignast en ekki haft ráð á, eins og hest, tölvu eða annað, eða þá leggja peningana til hliðar svo nýta megi þá upp í bílakaup eða annað seinna meir,“ segir séra Guðmundur Karl sem hefur þá tilfinningu að pen- ingagjafir hafi lækkað eftir að kreppa skall á íslensku þjóðina, enda hafi þær verið komnar út í öfgar. „Þegar góðærið stóð sem hæst söfnuðust bankarnir utan um fermingarbörnin með sérstaka ráðgjafa svo ráðstafa mætti pen- ingunum sem best, en svo fór sem fór. Því væri forvitnilegt að vita hversu mörg fermingarbörn misstu fermingarpeningana sína í bankahruninu, þar sem þau höfðu verið hvött til að láta þá í sjóði sem áttu að bólgna mjög hratt út.“ Að sögn séra Guðmundar Karls gera fermingarbörnin sér grein fyrir erfiðari efnahag fjölskyldna í landinu. „Börn skilja afskaplega vel ef þarf að spara og miklu betur en við gerum okkur grein fyrir. Þau tala um það sín á milli að eiga von á minna fé í fermingarfræðsl- unni og virðast sátt við það. Ég læt þau gangast undir próf þar sem ég spyr meðal annars hvers vegna þau láta ferma sig og ekki stend- ur á svarinu: Til að staðfesta skírn mína og trúna á Jesú Krist, en svo er ekki verra að fá peninga líka. Peningar virðast því vera drauma- gjöfin og vitaskuld alfarið þeirra hvernig henni verður varið sem best.“ - þlg Ekki heilagt fé á fermingardegi Séra Guðmundur Karl Ágústsson í Fella- og Hólakirkju segir fermingarbörn nú með- vituð um kreppu í buddum gesta sinna á fermingardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● EINN MJÚKUR Handklæði, annaðhvort stök eða í setti, henta vel til fermingargjafa hvort sem er til stúlkna eða drengja. Þau koma pott- þétt í góðar þarfir. Fáir nota sturtuna á heimilinu jafn mikið og unglingarnir og flestir þeirra eru auk þess í alls kyns íþróttaiðkun og leikfimitímum þannig að handklæð- in þeirra eru í stöðugri notkun. Ekki spillir ef handklæðið er merkt með upphafsstöfum eigandans á smekklegan hátt. Slíkt er hægt að láta gera hjá sérstökum merking- arfyrirtækjum sem sauma stafina í á stuttum tíma. ● ÚTILEGUDÓT VINSÆLT Svefnpokar eru vinsæl fermingargjöf og hafa verið það í marga áratugi. Tjöld má einnig stundum finna í pökk- unum en voru þó vinsælli áður, sérstaklega þegar Íslendingar fóru ekki svo gjarnan til útlanda. Árið 1979 birtist í Vísi viðtal við starfsmann sport- vöruverslunar sem sagði það vera orðið að hefð að gefa svefnpoka og tjöld í fermingargjafir. Tjöldin séu þá létt göngutjöld sem vegi ekki meira en þrjú til fjögur kíló. Svo gæti vel farið, miðað við þróun ferðavenja Íslendinga undan- farið, að tjöldin eigi endurkomu. Á sama tíma urðu bakpokar líka vinsælir til ferm- ingargjafa og hafa verið óslitið síðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.