Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2010 35 GOLF Degi eftir að Tiger Woods veitti sín fyrstu viðtöl á árinu var hann kominn út á Augusta- golfvöllinn að æfa sig. Á þess- um fræga velli fer Masters-mótið fram sem verður fyrsta mótið sem Tiger tekur þátt í síðan upp komst um framhjáhald hans í nóvember á síðasta ári. Tiger sagði í viðtölunum að hann biði spenntur eftir því að keppa á nýjan leik og hitta strák- ana aftur. Hann sagðist sakna vina sinna á golfvellinum sem og að keppa. Tiger segist ekki hafa hug- mynd um hvaða móttökur hann fái frá áhorfendum en viður- kennir að vera svolítið stressað- ur. Hann sagðist þó vona að hann fengi einstaka klapp. - hbg Tiger Woods: Byrjaður að æfa á Augusta TIGER WOODS Keppir ekki fyrir Masters en æfir á vellinum. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Ashley Cole leynir á sér á ýmsan hátt og hæfileikar hans á tónlistarsviðinu hafa ekki farið hátt þó svo Cole sé nýbúinn að vinna að tónlist með 50 Cent. Cole samdi lag með Fiddy á dögunum fyrir myndina Dead Man Running sem Cole framleið- ir ásamt Rio Ferdinand. „Ashley er flottur gaukur. Við höfum aðeins unnið tvisv- ar saman en hann hefur hagað sér eins og herramaður í bæði skiptin. Hann hefur mikla ástríðu fyrir tónlist og við sömdum eitt lag saman,“ sagði Fiddy. - hbg Ashley Cole leynir á sér: Vinnur tónlist með 50 cent ASHLEY COLE Vinnur með einni skær- ustu rappstjörnu heims. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Ítalska knattspyrnusam- bandið hefur opnað rannsókn á 1-1 jafnteflisleik Chievo og Cat- ania um helgina en grunur leikur á að úrslitum leiksins hafi verið hagrætt. Alls var veðjað 2,2 milljónum evra á að leiknum myndi lykta með jafntefli. Þar af var rúm- lega 240 þúsund evrum veðjað á úrslitin 1-1. The Sun greindi frá því að breskir veðmangarar hefðu hætt að taka við veðmálum á leikinn á fimmtudegi en leikurinn fór fram á sunnudegi. Þá var menn strax farið að gruna eitthvað misjafnt. Ítalskir veðbankar lækkuðu einnig stuðul á jafntefli þegar það dró nær leiknum. Ástæðan var óvenju mörg veðmál á jafn- tefli. - hbg Skandall í aðsigi á Ítalíu: Úrslitum aftur hagrætt? HANDBOLTI Erlingur Richardsson verður næsti þjálfari karlaliðs HK en hann tekur við starfinu af Gunnari Magnússyni sem tekur við liði í Noregi í sumar. Erlingur er vel kunnugur hjá félaginu enda er hann núverandi þjálfari kvennaliðs félagsins. „Við erum búnir að ná munn- legu samkomulagi um þriggja ára samning. Ég geri ekki ráð fyrir að það breytist neitt,“ segir Alex- ander Arnarsson, formaður hand- knattleiksdeildar HK. „Hann var okkar fyrsti kostur í starfið.“ Erlingur vildi lítið tjá sig um ráðninguna þegar Fréttablaðið leit- aði eftir því í gær enda vill hann fyrst sjá að búið sé að ráða þjálf- ara hjá stelpunum áður en hann skrifar undir hjá strákunum. „Mér þykir mjög vænt um stelp- urnar í liðinu og vil sjá þær fá hæfan þjálfara áður en ég skrifa undir,“ sagði Erlingur. Alexander staðfesti að viðræður væru þegar hafnar við þjálfara til að taka við kvennaliðinu. Kristinn Guðmundsson, sem hefur aðstoðað Erling með kvennaliðið, mun ekki taka við starfi Erlings þar. - hbg HK búið að finna arftaka Gunnars Magnússonar: Erlingur tekur við HK FRÁ STELPUNUM TIL STRÁKANNA Erlingur Richardsson tekur við karlaliði HK í sumar eftir að hafa stýrt kvennaliði félagsins. Hann sést hér í leik með ÍBV fyrir nokkru síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KLÁRAÐU LEIKINN –með nýju og endurbættu Soccerade Er byggt á Leppin Smart Energy Inniheldur flókin kolvetni Ekkert koffín, taurín eða önnur örvandi efni Náttúruleg litarefni Án Aspartam
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.