Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 10
 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR Takk fyrir hjálpina! Áttu fyrir aukapoka? Þegar þú kaupir inn geturðu keypt þurrmat og aðrar nauðsynjar og sett í aukapoka. Pokanum komum við svo í hendurnar á þeim sem þurfa á hjálp að halda. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 00 70 5 Hér er tekið við aukapokanum: Krónan í Reykjavík, Mosfellsbæ og Hafnarfirði Nettó Mjódd, Hverafold, Akureyri, Reykjanesbæ og Grindavík Bónus á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Fitjum Reykjanesbæ Vissir þú... ...að framvegis verða afsláttarkort og greiðsluskjöl frá Sjúkratryggingum Íslands rafræn? ...að afsláttarkort og greiðsluskjöl eru send á þitt svæði í Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands? ...að einnig er hægt að greiða fyrir heilbrigðis- þjónustu án afsláttar og fá endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands sem millifærð er inn á bankareikning? + + + + + + + Frekari upplýsingar: www.sjukra.is Þjónustumiðstöð, sími 515-0000 Sendu póst á sjukra@sjukra.is Sýsluskrifstofa í þínu héraði SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS LAUGAVEGI 114-118 150 REYKJAVÍK Nú eru afsláttarkort og greiðsluskjöl rafræn www.sjukra.is DÓMSMÁL Helgi Magnús Gunnars- son, saksóknari efnahagsbrota, krefst fjögurra ára fangelsis- dóms yfir Hauki Þór Haraldssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landsbankans, sem ákærður er fyrir að draga sér 118 milljónir. Sækjandi og verjandi fluttu mál sitt fyrir dómi í gær. Haukur færði féð af reikningi félagsins NBI Holdings 8. október 2008 inn á eigin reikning. Félag- ið var í eigu sjálfseignarsjóðs á Guernsey og hafði á árum áður verið notað af Landsbankanum til fjárfestinga. Haukur var prókúru- hafi þess og eini Íslendingurinn í stjórn í seinni tíð. Hann hefur sjálfur sagst hafa ætlað að bjarga fénu frá því að brenna upp í hruninu. Helgi Magnús sagði að í miðju hruni hefðu verið „kjöraðstæður til að gera svona færslu án þess að nokkur tæki eftir henni“. Ringul- reiðin hafi verið mikil og illmögu- legt að fylgjast með öllum fjár- magnshreyfingum. Í því ljósi hafi áhættan af því að millifærslan kæmist upp ekki verið svo mikil að hún girti fyrir brotið, eins og verjandi Hauks hefur áður hald- ið fram. „Er eitthvað grunsamlegra fyrir bankastarfsmann en að færa pen- inga viðskiptamanns inn á eigin reikning? Það hlýtur að hafa hróp- að á hann að upplýsa samstarfs- menn sína um þetta,“ sagði Helgi Magnús. Það hafi Haukur hins vegar ekki gert. „Hann greindi engum frá þessu heldur lá á þess- um millifærslum – þessu fé – í mánuð.“ „Afstaða ákæruvaldsins í þessu máli hefur valdið mér nokkrum heilabrotum,“ sagði Gestur Jóns- son, verjandi Hauks, og benti á það sem hann sagði grundvallar- atriði í málinu: að Haukur hefði sem prókúruhafi haft fulla heim- ild til að millifæra féð að vild, og að ekkert benti til þess að hinn stjórnarmaður félagsins og eig- andi þess, sjálfseignarsjóðurinn The 1886 Trust, hefðu nokkuð við millifærsluna að athuga. „Ef þeir gera enga athugasemd við það þá er mjög skrítið að Haukur skuli sæta ákæru fyrir fjárdrátt,“ sagði Gestur. Þar fyrir utan hefði hann enga tilraun gert til að hylja slóð sína eða snerta á fénu þar sem það lá á sérgreindum bankareikningi hans. stigur@frettabladid.is Vill Hauk í 4 ára fangelsi Saksóknari krefst fjögurra ára fangelsisdóms í fyrsta málinu tengdu bankahruninu sem tekið er til dóms. Verjandinn segir málið valda sér heilabrotum. ALGJÖRLEGA ÚTILOKAÐ „Haukur vissi að hann væri að kalla á athygli með milli- færslunni. Var maður með þekkingu og greind Hauks Þórs svo heimskur að haga sér þannig? Ég held að það sé algjörlega útilokað,“ sagði Gestur Jónsson fyrir rétti í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mál Hauks Þórs er fyrsta sakamálið tengt hruni bankanna sem ákært er fyrir og tekið til dóms. Sérstakur saksóknari hefur sem kunnugt er ekki enn gefið út neina ákæru. Mál Hauks er þess eðlis að í raun hefði það átt heima á borði sérstaks saksóknara. Þangað fór það hins vegar ekki, vegna þess að þegar það kom upp í nóvember 2008 hafði embætti sérstaks saksóknara ekki verið stofnað. Þegar embættinu var síðan komið á laggirnar í desember var rannsókn málsins þegar komin á skrið hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra og var ákveðið að torvelda ekki rannsóknina með því að flytja málið til. Fyrsta málið tengt bankahruninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.