Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 22
 24. mars 2010 MIÐ-2 „Þessi hugmynd spratt í raun upp fyrir tíu árum þegar ég var á leið- inni til Barcelona í fyrsta skipti. Ég ætlaði að velja mér góðan veit- ingastað til að fara á og las mér því til um borgina í Lonely Planet og Time Out-bókunum, sem hafa verið með þeim vinsælustu í þess- um bransa. Þegar ég kom svo á veitingastaðinn hafði honum verið lokað nokkrum mánuðum fyrr. Þetta voru vonbrigði, en bækurn- ar uppfæra sig ekki sjálfar,“ segir Jónas Tryggvi Jóhannsson tölv- unarfræðingur, sem þessa dag- ana vinnur að uppsetningu félags- og ferðavefsíðunnar Destination.is ásamt Haraldi Þorleifssyni hönn- uði og fleirum. Að sögn Jónasar er ætlunin að Destination.is verði tæmandi leið- arvísir fyrir höfuðborgarsvæðið varðandi hótel, veitingastaði, kaffi- hús, bari, verslanir og áhugaverða staði til að heimsækja á svæðinu. Allir hafa aðgang að upplýsingun- um sem er að finna á síðunni, en auk þess geta þeir sem skrá sig inn í gegnum Facebook gefið stöðum einkunnir og látið í ljós álit sitt á þeim. Jónas segir mikilvægt að almenningur hafi vettvang til að segja sínar skoðanir á ferðatengdri þjónustu umbúðalaust. Slíkt virki einnig hvetjandi á þjónustuað- ila, að gæta þess að boðið sé upp á það sem þörf er á hverju sinni. Það sé eitt af því sem geri Dest- ination.is svo spennandi. „Síðan er fyrst og fremst hugsuð fyrir erlenda ferðamenn og við einbeit- um okkur að höfuðborgarsvæðinu fyrst í stað, hvað svo sem síðar verður. Við viljum gefa þjónustu- aðilum á svæðinu tækifæri til að kynna sig betur á Netinu og bjóð- um upp á auglýsingar til að standa straum af kostnaði við síðuna, en við skráum alla, hvort sem þeir auglýsa eður ei. Með það að mark- miði munum við á næstu vikum og mánuðum setja okkur í samband við alla sem standa í ferðatengd- um rekstri á höfuðborgarsvæð- inu. Það hefur lengi verið úrbóta þörf í þessum málum og við ætlum einfaldlega að gera þetta almenni- lega,“ segir Jónas. kjartan@frettabladid.is Gerum þetta almennilega Jónas Tryggvi Jóhannsson og Haraldur Þorleifsson vinna nú að opnun vefsíðunnar Destination.is. Síðunni er ætlað að vera tæmandi leiðarvísir fyrir höfuðborgarsvæðið varðandi hótel, veitingastaði og fleira. Aðstandendur Destination.is, þau Geir Landrö, Haraldur Þorleifsson, Guðrún Dóra Steindórsdóttir, Jónas Tryggvi Jóhannsson og Elís Ingi Benediktsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GRÆNLANDSSETUR var stofnað í Bolungarvík á dögunum. www.bb.is Ferðavefsíðan www.destination.is Allar sumarflatir Hólmsvallar í Leiru voru opnaðar í byrjun þessarar viku. Þetta eru gleðitíðindi fyrir golfara á suðvesturhorni landsins sem vart geta beðið eftir að fá að munda kylf- urnar sem oftast og sem víðast. Völl- urinn í Leirunni er opinn öllum með þeim skilyrðum að kylfingar bóki rás- tíma á vefinn golf.is. og greiði vallar- gjald áður en leikur hefst. Leiran liggur við sjávarsíðuna miðja vegu milli Keflavíkur og Útskála. Auðveldasta holan þar er sú fyrsta en sú erfiðasta þriðja, eftir því sem næst verður komist. Æfingasvæði Golfklúbbs Suðurnesja var líka opnað á mánudaginn og stefnt er að því að halda mót næsta laugardag. Byrjað er að skrá á það. - gun Vorhugur í golfurum GOLFARAR GETA VART BEÐIÐ EFTIR AÐ MUNDA KYLFUNA. NÚ GETA ÞEIR ÞAÐ Á HÓLMSVELLI Í LEIRU. Góð sveifla á Hólmsvelli. Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og fl est annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. íslensk framleiðsla í 20 ár Rafhitarar fyrir heita potta Hjólhýsi - Fellihýsi - Aftanívagnar Allar almennar viðgerðir og viðhald. Standsetning fyrir sumarið. Skilum vagninum skoðuðum, ef óskað er. Verið klár fyrir sumarið. Sími 555 6670 - www.velras.is Rauðhellu 16 - Vagnhöfða 5 Vesturhrauni 1-210 Garðabæ Sími 535 5850-www.framtak.is Stillanlegar undirstöður fyrir vélar og vélbúnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.