Fréttablaðið - 30.03.2010, Síða 34

Fréttablaðið - 30.03.2010, Síða 34
 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 Freyvangsleikhúsið er starfrækt í Eyjafjarðarsveit, í um tíu mín- útna akstursfjarlægð frá Akur- eyri en starfsemi leikhússins má rekja aftur til ársins 1957. Sýn- ingar félagsins hafa vakið mikla athygli í gegnum tíðina, þrisvar sinnum hefur sýning frá félag- inu verið valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins og sýning síðasta árs, Vínland eftir Helga Þórsson, var auk þess valin til sýn- ingar á alþjóðlegu leiklistarhátíð- inni NEATA sem haldin verður á menningarsetrinu Hofi í ágúst. Nú er það hins vegar barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi sem á hug og hjörtu Norðlendinga. „Aðsókn hefur farið fram úr björtustu vonum og uppsetningin fengið mjög góða dóma. Sýning- in verður að teljast til þeirra sem gengið hafa hvað best,“ segir Hall- dór Sigurgeirsson, formaður Frey- vangsleikhússins. „Uppselt hefur verið á meira en tuttugu sýningar í röð og við erum að reyna að þétta sýningardagskrána því við erum með mikið af ungu fólki í sýning- unni sem þarf að fara í próf í vor þannig að maður vill ekki halda því of lengi.“ Leikstjórn er í höndum Ingunnar Jensdóttur og leikmynd- in, sem vakið hefur mikla athygli, er eftir Hallmund Kristinsson. „Leikhópurinn samanstendur af reynsluboltum Freyvangsleikhúss- ins og svo tuttugu börnum og ungl- ingum en nokkur barnanna hafa einnig mikla reynslu og hafa leikið hjá Leikfélagi Akureyrar.“ Halldór segir það ótrúlegt að áhugaleikhúsið nái slíkri aðsókn. „Sérstaklega í ljósi þess að flest- allir sem koma að uppsetningunni eru vinnandi fólk og því nýtir það frístundirnar sínar í að sinna þessu tímafreka og jafnframt krefjandi áhugamáli. En svona er nú víst leik- húsbakterían.“ juliam@frettabladid.is Dýrin slá í gegn Freyvangsleikhúsið hefur sett upp barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi. Uppselt hefur verið á meira en tuttugu sýningar. Bakarameistarinn og bakaradrengurinn eru leiknir af Guðjóni Ólafssyni og Stefáni Tryggva Brynjarssyni. Lilli klifurmús sem leikinn er af Óðni Valssyni situr uppi í tré og Stefán Guðmunds- son í hlutverki Mikka refs bíður fyrir neðan. Arna Ýr Karelsdóttir leikur á fiðlu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.