Fréttablaðið - 07.04.2010, Page 23

Fréttablaðið - 07.04.2010, Page 23
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 BOLUNGARVÍKURGÖNG verða opnuð fyrir almenning um miðjan júlí. Göngin verða 8,7 metra breið og 5,1 km að lengd. Einnig er verið að byggja um 310 metra langa steinsteypta veg- skála, 3 km langa vegi og tvær 15 metra langar steinsteyptar brýr. „Við skiljum yfirleitt eitthvað íslenskt eftir í ísskápnum handa fólkinu ef það lendir seint að kvöldi, eins og flatkökur, hangi- kjöt og skyr og stundum leiðbein- ingar með svo fólk viti hvað það er að borða,“ segir Ingrid sem hefur stundað íbúðaskipti undan- farin ár. Hún segir þennan ferða- máta sérstaklega fjölskylduvæn- an og fara vel með veskið. „Við höfum gert þetta átta sinnum undanfarin ár og höfum meðal annars farið til San Frans- isco, Ástralíu, Sviss, Spánar og Toronto í Kanada. Þessi ferða- máti hefur í rauninni gert okkur kleift að ferðast um allan heim- inn án þess það kosti mikið, nema flugfarið. Það er líka svo skemmtilegt að búa ekki í túr- istahverfi og hitta nágrannana meðan maður slær garðinn eða tæmir sundlaugina fyrir íbúa hússins. Við lentum til dæmis í því í Toronto að nágrannarnir slógu upp götupartíi til að bjóða okkur velkomin í hverfið.“ Á vefsíðum sem halda utan um íbúðaskipti er yfirleitt hægt að skrá inn hvaða lönd eru á óska- listanum að heimsækja og hve- nær. Ingrid hefur hins vegar haldið öllum möguleikum opnum og oftar en ekki látið tilvilj- un ráða hvert fjölskyldan fer í frí eftir því hvaða tilboð berst í gegnum síðuna. „Við höfum ekki skipt oftar en einu sinni við sama fólkið og látum það ráðast hvert við förum. Við ferðumst alltaf öll saman, fjölskyldan, en börnin okkar eru 15 og 17 ára í dag. Við segjum stundum að þetta sé eins og á sex stjörnu hóteli því þarna er allt til alls. Hægt að vakna þegar maður vill og þarf ekki að mæta í morg- unmat fyrir klukkan níu. Yfir- leitt má ganga í allt á heimilinu, leikföng fyrir krakkana, hjól og fleira. Bíllinn er yfirleitt innifal- inn líka sem er mjög þægilegt því það kostar sitt að leigja bíl.“ Aðspurð hvort ekki sé óþægi- legt að vita af ókunnugum inni á heimili fjölskyldunnar segist Ingrid aldrei hafa lent í vandræð- um með skiptin. Þvert á móti sé gott að vita af einhverjum í hús- inu og oft hafi tekist ágætis kynni með fjölskyldu hennar og fólkinu sem gistir í húsinu þeirra. „Við erum enn í sambandi við fólkið sem við skiptum við í San Fransisco. Þau lentu í miklu rign- ingarsumri hér á Íslandi en voru hæstánægð með það því það rign- ir aldrei þar. Mér finnst þetta frábær leið til að ferðast og til að kynnast fólki og ólíkum siðum í hverju landi.“ heida@frettabladid.is Má vakna þegar ég vil Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, hefur ferðast um allan heim með fjölskylduna en hún stundar svokölluð íbúðaskipti gegnum vefsíðuna www.intervac.com Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, segir íbúðaskipti vera bæði hagkvæman og fjölskylduvænan ferðamáta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON s g Mjódd UPPLÝSINGAR O Nýtt námskeið hefst 9. apríl n.k. Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. íslensk framleiðsla í 20 ár Rafhitarar fyrir heita potta Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.