Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 2
2 27. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR SPURNING DAGSINS HEYRNARSTÖ‹IN Læknastö›in, Kringl unni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is LÖGREGLUMÁL Karlmaður viður- kenndi við yfirheyrslur hjá lög- reglu í fyrradag að hafa fals- að þúsund króna seðla og keypt ýmsar vörur fyrir. Lögreglunni bárust fyrir nokkrum dögum tilkynningar frá fyrirtækjum um að falsað- ir þúsund króna seðlar væru í umferð. Seðlarnir voru illa gerðir samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, þannig að auð- velt var að sjá að þeir væru fals- aðir. Það breytti því þó ekki að maðurinn gat verslað fyrir þá á tíu til fimmtán stöðum. Hann keypti sér smáræði, aldrei fyrir meira en þúsund krónur. - jss Keypti fyrir falsaðar krónur: Peningafalsari handtekinn VIÐSKIPTI Skilanefnd Glitnis er að kanna hvort nokkuð sé því til fyr- irstöðu að birta upplýsingar um styrkveitingar Glitnis til stjórn- málamanna með sama hætti og skilanefndir Kaupþings og Lands- banka Íslands hafa gert. Í siðferðishluta skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis kemur fram að ekki sé hægt að birta upplýsingar um styrki Glitnis til stjórnmálamanna. „Frá Glitni bárust gögnin mjög seint og þau voru mun verr flokk- uð en frá hinum bönkunum,“ segir í skýrslunni. Birtar eru upp- lýsingar Landsbankans og Kaup- þings til bæði stjórnmálamanna og stjórnmálasamtaka á árunum 2003-2008. Hvað varðar Glitni fékk rannsóknarnefndin aðeins nothæfar upplýsingar um styrki til stjórnmálasamtaka. Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, sagði við Frétta- blaðið að hann hefði ekki skýring- ar á þessari afgreiðslu Glitnis á beiðni rannsóknarnefndarinnar um upplýsingar. Eftir samtal við Fréttablaðið lét Árni afla upplýs- inga um málið og sagðist síðan vera að kanna hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu að birta þessar upplýsingar með sama hætti og hinir bankarnir hafa gert. -pg Rannsóknarnefndin fékk ónógar upplýsingar frá Glitni um stjórnmálastyrki: Skilanefnd kannar hvort birta megi styrki til stjórnmálamanna GLITNIR Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, kannar möguleika á að birta upplýsingar um styrki bankans til stjórnmálamanna líkt og skilanefndir hinna föllnu viðskiptabankanna hafa gert. STJÓRNMÁL Þingmenn eru á þingi fyrir kjósendur sína. Telji grasrót flokksins að þingmaður eigi ekki erindi á þing þá á hann einfaldlega ekki erindi þar. Svo segir Katrín Júlíusdóttir, iðn- aðarráðherra Samfylkingar, spurð álits á tillögu flokkssystur sinnar, Steinunnar Valdísar Óskarsdótt- ur. Steinunn hefur sagt að komist nýskipuð umbótanefnd flokksins að þeirri niðurstöðu „að menn hafi brugðist á þessum tíma“ eigi allir þeir þingmenn flokksins sem sátu á þingi fyrir hrun að segja af sér. Krafa um þetta hafi heyrst innan flokksins. „Ég er ekki á því að allir sem einn eigi að víkja. Það er mismunandi í hverju menn hafa staðið. En það eru kjósendurnir sem ráða þessu. Það eru kjósendurnir sem völdu mig í forvali. Ef grasrótin í mínum flokki gerði þá kröfu þá myndi ég að sjálfsögðu víkja,“ segir Katrín. Fyrrnefnd umbótanefnd teljist til grasrótar flokksins. Aðspurð segist ráðherra ekki hafa hugsað um að segja af sér, enda sé hún á bólakafi í verkefn- um. „En auðvitað kemur manns tími einhvern tíma. Ég er ung og á eftir að gera heilmikið annað en að vera í þessu. Ég verð að á meðan ég geri gagn og síðan taka aðrir við,“ segir Katrín. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ekki sammála hug- mynd Steinunnar: „Ég tel að það sé mjög mikil- vægt að inni á þingi sé fólk með reynslu og hef verið þeirrar skoð- unar að endurnýjunin á þingi hafi jafnvel verið of hröð. Þar eru innan við tuttugu þingmenn með þriggja ára reynslu eða lengri. Ég vil hafa ferskt blóð í bland við reynslumikið fólk,“ segir hún. Ásta vill ekki ræða umbótanefnd- ina og segist ekki hafa hugsað um að segja af sér. „Ég hef nýlega feng- ið endurnýjað umboð í kosningum,“ segir hún. Guðbjartur Hannesson, formað- ur fjárlaganefndar, segir þessi mál í farvegi bæði umbótanefndar flokksins og sérstakrar þingnefnd- ar. Þeim farvegi eigi að fylgja. „Það er mjög mikilvægt að þess- ar nefndir komi með niðurstöður og tillögur og síðan metum við þær. Ég tel eðlilegt að við bíðum eftir því. Annars þyrftum við ekki þessar nefndir,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi leitt hugann að því að hætta, segir Guð- bjartur: „Ég hef alveg síðan ég kom á þing velt því fyrir mér hvort ég sé að gera gagn þar eða ekki og ég var auðvitað að meta það fram til 2009 hvort ég ætti að fara í slag- inn. En rannsóknarskýrslan hefur engu breytt um það. Hún bara hvet- ur okkur til dáða.“ klemens@frettabladid.is Þingmenn sitji ekki í óþökk grasrótarinnar Iðnaðarráðherra segist ekki hafa annað umboð en kjósenda. Forseti Alþingis telur að þingmenn sem voru á þingi 2008 eigi ekki endilega að hætta. Endurnýj- un hafi jafnvel verið of hröð. Formaður fjárlaganefndar vill bíða tillagna. PÓLLAND Jaroslaw Kaczynski lýsti því yfir í gær að hann hygð- ist bjóða sig fram til embættis forseta landsins. Tvíburabróð- ir hans, Lech Kaczynski, sat á forsetastóli er hann lést í flugslysi 10. apríl ásamt fjölda pólskra ráðamanna. „Pólland er okkar sameig- inlega og mikla ábyrgð,“ sagði í yfirlýsingu hans þar sem hann sagðist vilja axla þá ábyrgð þrátt fyrir sorglegar aðstæður. Jaroslaw Kaczynski sem er 60 ára varð forsætisráðherra árið 2006. Hann var þá í forsvari bandalags hægriflokka en þeir bræður stofnuðu flokkinn Lög og réttur árið 2001. Jaroslaw var einungis forsæt- isráðherra í eitt ár. Forsetakosningar í Póllandi: Tvíburabróðir- inn fer fram LECH KACZYNSKI REYKJAVÍK Unnið er að undirbún- ingi nýs framboðs til borgar- stjórnarkosninga 29. maí, Reykja- víkurframboðsins. Tilgangur framboðsins er að vinna að helstu verkefnum með hagsmuni borgarbúa að leiðar- ljósi, sem er vonlaust innan fjór- flokksins svokallaða, segir í til- kynningu. „Augljósasta dæmið er flug- völlurinn, sem Reykvíkingar kusu burt úr Vatnsmýri,“ segir þar. Fulltrúar fjórflokksins geti ekki farið eftir þessum vilja íbúa, því það fari gegn hagsmunum flokkanna á landsvísu. Formaður bráðabirgðastjórnar framboðs- ins er Örn Sigurðsson, arkitekt og einn stofnefnda Samtaka um betri byggð. - kóþ Nýtt Reykjavíkurframboð: Vill hagsmuni íbúa í forgang STJÓRNMÁL Stjórn fulltrúaráðs Samfylkingar- innar í Reykjavík lagði það til árið 2006, fyrir prófkjör vegna alþingiskosninga 2007, að prófkjörskostnaður mætti ekki fara fram úr einni milljón króna. Einnig áttu frambjóðend- ur að sýna háttvísi í baráttunni og gera grein fyrir kostnaði að henni lokinni. „Þessu var breytt eftir umræður á fulltrúa- ráðsfundunum tveimur og upphæðin tekin út. Stjórnin var með þessa tillögu um milljón og það var mikil umræða um þetta. En það voru ýmsir sem töldu að það yrði erfitt að fylgja því eftir,“ segir Páll Halldórsson, sem þá var formaður fulltrúaráðsins. Fólk hafi óttast að reglan yrði brotin. Páll segist aðspurður ekki muna hverjir hafi haft af þessu mestar áhyggjur. Samkvæmt samþykktu reglunum átti þó að stilla kostnaði í hóf og skila yfir- liti um tekjur og gjöld. Spurður hvort þessum reglum hafi verið fylgt eftir, segir Páll: „Ég var ekki í kjörstjórn- inni og veit ekki hvernig það var, en ég geri ráð fyrir því að menn hafi eitthvað skoðað þetta.“ Hann muni ekki eftir sérstakri umræðu um það. - kóþ Tillaga stjórnar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík um reglur í prófkjöri 2006: Hámarksupphæð var tekin út úr reglum Hrafn, eru lífeyrissjóðirnir stefnulausir? „Nei, þetta stefnir allt upp á við.“ Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær lífeyrissjóð- ina vilja leysa deilur um uppgjör gjald- eyrisskiptasamninga án þess að þurfa að stefna bönkunum. Stúlkurnar tvær sem létust í bílslysi á Suðurnesjum á laug- ardag hétu Unnur Lilja Stef- ánsdóttir, fædd árið 1991, og Lena Margrét Hinriksdóttir, fædd 1992. Þriðja stúlkan liggur enn alvarlega slösuð á gjörgæslu- deild Landspítalans. Sam- kvæmt upplýsingum frá lækni á gjörgæsludeild í gærkvöldi var henni enn haldið sofandi í öndunarvél. Létust í bílslysi AFSAGNIR Tveir stjórnmálafræðingar sögðu í viðtali við RÚV í gær að mikið lægi á því að styrkjamálin væru uppgerð. Grétar Þór Eysteinsson prófessor sagði að flokksforysta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ættu jafnvel að krefjast afsagna þingmanna áður en nefndir innan flokksins komast að niðurstöðu um hvort slíkt eigi að gera. PÁLL HALLDÓRSSON Sex núverandi þingmenn Samfylkingarinnar tóku þátt í prófkjörinu í Reykjavík 2006: kostnaður Ásta R. Jóhannesdóttir 1,4 millj. Helgi Hjörvar 5,6 millj. Jóhanna Sigurðardóttir 530.000. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 4,7 millj. Valgerður Bjarnadóttir 750.000. Össur Skarphéðinsson 3,6 millj. *Miðað við upplýsingar frá frambjóðendunum sjálf- um á vef Ríkisendurskoðunar. Tveir undir milljón Drakk stíflueyði Maður var fluttur á slysadeild um klukkan hálfníu í gærkvöldi eftir að hann hafði drukkið stíflueyði í Húsa- smiðjunni í Skútuvogi. Starfsmenn Húsasmiðjunnar kvöddu sjúkralið á vettvang. Maðurinn var mjög veikur enda um baneitrað efni að ræða sem getur brennt innyfli sé það innbyrt. LÖGREGLUMÁL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.