Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 8
8 27. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR VIÐSKIPTI Sjö fyrrverandi stjórn- endur Íslandsbanka og einn fram- kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra fengu 564 milljóna króna lán hjá Milestone Import Export Ltd. til kaupa á hlutabréfum í Glitni í maí árið 2005. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er vakin athygli á hugsanlegum hagsmunaárekstrum tengdum lánveitingunum. Karl Werners- son, stjórnarformaður Milestone og Þáttar International, sat á þessum tíma í stjórn bankans. Þá hafði stjórn bankans samþykkt, rúmum mánuði áður en lánin voru veitt, að selja 66 prósenta hlut bankans í tryggingafélag- inu Sjóvá-Almennum fyrir 17,5 milljarða króna. Íslandsbanki hélt eftir afganginum. Ári síðar keypti Milestone allan hlut bank- ans fyrir 9,5 milljarða króna. Samtals lánaði Íslandsbanki fyrir rúmum helmingi kaupverðsins. Þrír stjórnenda bankans sátu jafnframt í áhættunefnd Glitnis og fjölluðu um lánamál Milestone Import Export. Í skýrslu rannsóknarnefndar- innar kemur fram að upphaflega hafi verið áformað að Íslands- banki fjármagnaði hlutabréfa- kaup stjórnendanna en frá því fallið vegna umræðu um málið í fjölmiðlum. Hlutabréfakaup- in munu þó hafa verið gangin í gegn áður en fjármögnun þeirra var tryggð að fullu. Stjórn bank- ans leitaði því hófanna hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Úr varð að Kaupþing fjármagnaði átta- tíu prósent kaupverðsins og rann það til einkahlutafélags í eigu áttmenninganna. Fjárfestingar- félagið Milestone Import Export Ltd. lánaði það sem upp á vant- aði. Lánin voru á markaðsvöxtum með álagi. Engar tryggingar voru fyrir lánunum. Sjö stjórnenda, sem keyptu bréf- in á markaðsvirði og seldu aftur þremur mánuðum síðar, högnuð- ust um rúmar þrjú hundruð millj- ónir króna. Bjarni Ármannsson, þá forstjóri Íslandsbanka, hagn- aðist um 184 milljónir króna en hinir um 31 milljón hver. Steinunn H. Guðbjartsdóttir í slitastjórn Glitnis, sagði þetta eitt þeirra mála sem séu í skoð- un í tengslum við fall bankans haustið 2008. Hægt verði að leita nokkur ár aftur í tímann. Telji slitastjórnin hugsanleg brot hafa verið framin takmarkast mögu- leikar hennar til aðgerða við gjaldþrotalög. jonab@frettabladid.is Fengu millj- ónir að láni hjá Milestone Félag Karls Wernerssonar lánaði stjórnendum Íslandsbanka hálfan milljarð á sama tíma og hann var að semja við bankann um kaup á Sjóvá. NÝJA STJÓRNIN EFTIR VIÐSKIPTIN Nýir eigendur skiptu um menn í brúnni hjá Sjóvá. Hér eru þeir Þór Sigfússon, þá verðandi forstjóri, Karl Wernersson, Helgi Bjarnason aðstoðarforstjóri og Þorgils Óttar Mathiesen, fráfarandi forstjóri tryggingarfélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL „Við vitum af þessu máli en höfum ekki komist í að vinna það,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir málin tengd Sjóvá mjög umfangsmikil og niðurstöðu ekki að vænta fljótlega. Embætti sérstaks saksóknara hefur haft mál Milestone og Sjóvár til skoðunar í um ár vegna gruns um að refsiverð háttsemi hafi þar átt sér stað. Félagið lenti í gríðar- legum rekstrarvanda í fyrra þegar upp komst að bótasjóður Sjóvár hefði verið misnotaður. Þá vantaði félagið tíu milljarða króna til að uppfylla lágmarkskröfur um gjaldþol. Eftir fjárhagslega endurskipulagningu lagði ríkið tryggingarfélaginu til 11,6 milljarða króna til að koma rekstrinum á réttan kjöl. Þór Sigfússon, sem tók við forstjórastólnum í kjölfar kaupa Milestone á félaginu, fór frá í fyrra og hafa tveir forstjórar stýrt því síðan þá. Íslandsbanki setti Sjóvá í söluferli um miðjan janúar á þessu ári. Sjóvá hjá sérstökum saksóknara Nafn Staða Bjarni Ármannsson forstjóri Þorgils Óttar Mathiesen framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra Tómas Kristjánsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Finnur Reyr Stefánsson framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Haukur Oddsson framkvæmdastjóri viðskiptabanka- og rekstrarsviðs Jón Diðrik Jónsson framkvæmdastjóri fjárfestinga- og alþjóðasviðs Frank Ove Reite framkvæmdastjóri Íslandsbanka í Noregi Einar Sveinsson formaður bankaráðs Stjórnendurnir Þarft þú að ná utan um verkefni? Alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun í umboði alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). Skemmtilegir nemendur og heimsþekktir kennarar. Opnar starfsvettvang víða í íslensku samfélagi og um allan heim. Tveggja ára nám samhliða starfi. Kynningarfundur um meistaranám í verkefnastjórnun miðvikudaginn 28. apríl kl. 17 í Námunni, sal Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7. Vor í íslenskri verkefnastjórnun Við vekjum einnig athygli á ráðstefnu um verkefnastjórnun sem fram fer á Hótel Sögu föstudaginn 21. maí kl. 13–17. Nánari upplýsingar um MPM-námið færðu á mpm.is www.mpm.is Spennandi kostur fyrir þá sem hafa áhuga á mjög hagnýtu stjórnunarnámi. MPM-nám: Inntökuskilyrði: B.A./B.S./B.Ed. eða sambærilegt. Minnst þriggja ára reynsla úr atvinnulífinu. Reynsla við verkefnavinnu æskileg. Umsóknarfrestur er til 17. maí PI PA R\ TB W A \ S ÍA 1 01 05 9 Félag atvinnurekenda boðar til ráðstefnu um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin á Grand hóteli fimmtudaginn 29. apríl kl. 8.30–12.00. Dagskrá: 1. Framtíð frumlyfja á íslenskum heilbrigðismarkaði  Robin Turner, forstjóri Roche í Danmörku 2. Mikilvægi heimamarkaðar fyrir Actavis Jónína Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Medís og Ólöf Þórhallsdóttir, markaðsstjóri Actavis á Íslandi 3. Ný tækifæri í heilbrigðisþjónustu Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri Primacare 4. LSH – stefnumótun og framtíðarsýn Björn Zoëga, forstjóri LSH 5. Lækningatæki á Landspítala Gísli Georgsson, deildarstjóri á Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild LSH 6. Ríkið í hlutverki kaupanda lyfja og heilbrigðistækja – útboðsmál á Íslandi Páll Rúnar M. Kristjánsson yfirlögfræðingur FA Boðið verður upp á léttan morgunverð og kaffiveitingar. Fundargjald: kr. 4.000,- Skráning á atvinnurekendur@atvinnurekendur.is eða í síma 588-8910. Heilbrigðisþjónusta á Íslandi Langtímahugsun eða skaðlegar skammtímareddingar? Félag atvinnurekenda er hagsmunasamtök fyrirtækja í inn- og útflutningi, heildsölu og smásölu. Innan vébanda félagsins eru m.a. fyrirtæki sem veita fjölda fólks atvinnu við innflutning, sölu og markaðssetningu á lyfjum og heilbrigðisvörum. FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.