Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 25
veljum íslenskt ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 5 Paratabs® – Öflugur verkjabani! Notkunarsvið: Paratabs®-Parasetamól 500 mg er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Paratabs® er m.a. notað við höfuðverk, tannverk og tíðaverk. Paratabs® er einnig notað við sótthita, t.d. af völdum inflúensu og umgangspesta. Skömmtun: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (>40 kg) 1–2 töflur á 4–6 klst. fresti, mest 8 töflur á sólarhring eða 4000 mg. Börn, 7–12 ára (25–40 kg), ½–1 tafla á 4–6 klst. fresti, mest 4 töflur á sólarhring eða 2000 mg. Börn, 3–7 ára (15–25 kg), ½ tafla á 4–6 klst. fresti, mest 4 sinnum á sólarhring eða 1000 mg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota Paratabs®. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi. Einstaklingar með áfengisvandamál skulu ekki nota Paratabs® án samráðs við lækni og alls ekki samhliða neyslu áfengis. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarks- skammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Lyfið má ekki nota ef um lifrarsjúkdóm er að ræða. Meðganga og brjóstagjöf: Engin þekkt áhætta er af notkun parasetamóls á meðgöngu. Parasetamól skilst út í brjóstamjólk en hættan á áhrifum á barnið er ólíkleg við ráðlagða skammta. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt, helst er að nefna ofnæmi, útbrot og lifrarskemmdir. Lifrarskemmdir við notkun parasetamóls hafa komið fram í tengslum við misnotkun áfengis, eins getur langvarandi notkun parasetamóls valdið nýrnaskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið ávallt þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. júní 2007. Ræðst gegn verkjum Sölumiðstöð með vörum hönnuða og handverksfólks verður opnuð á Egilsstöðum í byrjun júní, að Mið- vangi 1-3. Auglýst er eftir vörum þessa dagana og er þar meðal ann- ars leitað eftir vöruhönnun, nytja- list, skartgripum, fatnaði, keram- ik, textílhönnun og glerlist. Gæðaráð mun meta og velja vörur inn í sölumiðstöðina og skila þarf myndum af vörunni eða sýn- ishornum í síðasta lagi 3. maí en umsóknir eiga að berast á netfang- ið lv@tna.is eða í pósti á Þorpið, Tjarnarbraut 39, 700 Egilsstaðir með nákvæmri lýsingu á vörunni. Niðurstaða gæðaráðs mun liggja fyrir 11. maí. - jma Sölumiðstöð á Egilsstöðum Sölumiðstöðin hefur ekki enn þá fengið nafn en verður í hjarta bæjarins, með sölu á nytjalist og hönnun. Prentsmiðjan Oddi hefur tekið upp umhverfisstaðla og unnið að því að lágmarka neikvæð áhrif starfseminnar á umhverfi og heilsu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Prentsmiðjan Oddi hlaut á dögun- um Kuðunginn, umhverfisviður- kenningu umhverfisráðuneytisins, fyrir framlag fyrirtækisins til um- hverfismála árið 2009. Í tilkynningu frá umhverfis- ráðuneytinu kemur fram að Oddi hafi árum saman unnið eftir ákveðinni umhverfisstefnu, prent- smiðjan hafi tekið upp umhverfis- staðla og unnið að því að lágmarka neikvæð áhrif starfseminnar á umhverfi og heilsu. Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem prentsmiðjan er verðlaunuð fyrir framlag sitt til umhverfismála. Oddi hlaut þannig norrænu umhverfisvottun- ina Svaninn á síðasta ári. Vottunin nær yfir alla prentþjónustu Odda og er fyrirtækið fyrsta prent- smiðjan í heiminum sem hefur hlotið Svansvottun á framleiðslu bylgjukassa. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra afhenti Þóru Hirst, gæðastjóra prentsmiðjunnar Odda, Kuðunginn við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Oddi hlýtur Kuðunginn Flest bendir til að hægt verði að flytja út lifandi trollveiddan let- urhumar frá Hornafirði til Suður- Evrópu, að því er fram kemur í nið- urstöðum rannsóknaverkefnis sem Frumkvöðlasetur Austurlands, Skinney-Þinganes, Matís, Hafrann- sóknastofnun og Promens á Dalvík stóðu að á Hornafirði. Tilraunir voru gerðar til að hirða lifandi humar um borð í humarbát- um sem veiða með trolli, en líka til- raunir til að veiða humar í gildrur í Háfadýpi austan við Vestmanna- eyjar. Humarinn var sendur lif- andi til meginlands Evrópu og var í góðu ástandi við komu. Reikna má að með þessum aðferðum fáist allt að þrefalt verð fyrir humarinn ef miðað er við frosinn humar. Í grein- argerð AVS-sjóðsins segir að þess konar útflutningur sé áhugaverður ef tekst að koma á gildruveiðum á leturhumri sem standi undir sér. Frá þessu er greint í Fiskifrétt- um og á vefsíðu AVS. Humar fluttur lifandi til meginlands Evrópu Reiknað er með að mun hærra verð fáist fyrir lifandi en frosinn humar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.