Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 36
20 27. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR BAKÞANKAR Hólmfríður Helga Sigurðardóttir ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jæja, fimm mínútur þar til það lokar og ég hendi prikinu. Oj, oj, oj, oj! Ég verð að skoða dagsetningu á ávaxtagrautnum mínum! Draumarnir mínir verða bara sjúkari og sjúkari! Nei sko, hver fann bangs- ann sinn! Hvar fannstu hann? Við vorum búin að leita úti um allt! Shhh! Hvar eigum við að geyma 100 kílóa páskaegg? Hvað með bílskúrinn? Og skilja bílinn eftir í innkeyrslunni? Einmitt! Skilja næststærstu fjárfestinguna okkar eftir úti til að passa upp á hundrað kíló af súkkulaði! Hvað er að því? Þarna er maður sem þarf að endurskoða for- gangsröðunina. Gamall tónleika- bolur? Já, pabbi gaf mér heilan kassa af þeim. Hann sagði að bolirnir væru honum mjög kærir, en hann vill frekar sjá mig í þeim en að láta þá rotna uppi á lofti. Vá. Það er óvenjulegt að foreldrar séu svona skynsamir. Ég gæti trúað því að þetta sé liður í því að koma manni að heiman. Með undarlegri tímabilum fremur áhyggjulausrar barnæsku minnar var sumarið þegar ég var ellefu ára. Á þess- um tíma var yfirvofandi Suðurlandsskjálfti í umræðunni. Sjónvarpið sýndi almanna- varnamyndbönd um hvernig bregðast skyldi við ef jörðin tæki að skjálfa undir fótum manns og gáfulegir vísindamenn komu fram í fréttum og sögðu „það er ekki spurning hvort, heldur hvenær hann kemur“. SUÐURLANDSSKJÁLFTINN breyttist í skrímsli í höfðinu á mér. Og þetta skrímsli tók sér bólfestu á heilanum á mér. Heilu næturnar lá ég andvaka, svitnaði köldum svita við að hugsa um hvernig ég og allt mitt fólk myndum kremjast undir húsarúst- um og týna lífinu. OG ég fékk martraðir í vöku á meðan ég passaði litla óvitann hana systur mína á daginn. Ég spurði mömmu ítrekað hvern- ig ég ætti að bregðast við þegar skjálftinn riði yfir. Hvað ef ég væri úti í garði? En úti á leikvelli? Og kannski ofan í sand- kassanum með litlu systur með mér? Mamma svaraði mér samviskusamlega en grunaði ekki hvaða hugsanir bærðust innra með mér. Ég hélt þeim fyrir mig, eins og ég óttaðist að þær yrðu að veru- leika ef ég hleypti orðunum út. Í minningunni varði þetta ástand í heilt sumar. Sennilega er vika nærri lagi. En óttinn var ekta, næstum áþreifanlegur. Ég hef aldrei fundið svona sterkt fyrir honum síðan. ÞEGAR Suðurlandsskjálftinn svo reið yfir, mörgum árum seinna og svo miklu vægari en hann hafði verið í martröðum mínum, vissi ég ekki alveg hvernig mér átti að líða. Það eina sem ég upplifði var að hávaxinn kaktus dúaði fyrir augunum á mér, svolítið eins og mig svimaði. Svo var það búið. HVER kynslóð hefur sína ógn til að lifa með. En ég er hrædd um að börn í dag hafi alltof margar til að velja úr. Nú keppast allir við að minna á Kötlu. Það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær hún gjósi. Það verði sko svakalegt! Ef náttúru- öflin duga ekki til að hræða líftóruna úr krökkunum getur tal um ævilangt skulda- fangelsi og fátækt gert sama gagn. FORELDRAR ættu að sleppa því að taka blöðin úr lúgunni á morgnana og láta krakk- ana sína frekar lesa Andrésblað yfir morg- unmatnum. Skipta svo sjónvarpsfréttunum út fyrir rólega dinnertónlist undir kvöld- matnum. Og ekki segja börnum kreppu- brandara! Ég hef heyrt nokkra pabba gera það og hlæja tryllingslega sjálfir. Börnin hlæja ekki með en verða skrýtin í framan og fá fjarrænt blik í auga. Þetta blik þekki ég vel. Það boðar ekki gott. Æskan og óttinn Sótthreinsandi virkni sem drepur 99.9% af bakteríum og vírusum meðal annars svínaflensu H1N1 vírusinn. Tea Tree ilmur nýtt REYKJANESBÆ SELFOSSI HÚSAVÍK AKUREYRI REYKJAVÍK VORTILBOÐ FULLT VERÐ 12.995 9.995 Tea Tree hylki fylgir frítt með! SÖGUSLÓÐIR 2010 sögumaður og/eða sýndarveruleiki? Þjóðmenningarhúsinu, 29. apríl kl. 13.00-17.00 Málþing Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu (SSF) í samvinnu við Nýsköpunar- miðstöð Íslands. Fjallað verður um mögulegt samspil lifandi sagnamennsku og margmiðlunartækni við þróun menningar- og söguferðaþjónustu á Íslandi. Belgískum gestafyrirlesara, með mikla reynslu af stórum Evrópuverkefnum á sviði menningar- ferðaþjónustu og sérfræðingur í margmiðlunarþróun, er boðið til ráðstefnunnar. Auk þess munu úrvalsfyrirlesarar frá Íslandi taka þátt. Félagar í Samtökum um sögutengda ferðaþjónustu kynna starfsemi sína frá kl. 12.00 og í hléum. DAGSKRÁ 13.00 Ávarp. Berglind Hallgrímsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 13.10 Segðu mér sögu. Rögnvaldur Guðmundsson, formaður SSF. 13.20 The Interactive Storytelling and Virtual Reality for Heritage Tourism. Daniel Pletinckx, margmiðlunarfyrirtækinu Visual Dimensions, Belgíu. 14.00 Kaffihlé 14.30 Margmiðlunartækni í menningarferðaþjónustu á Íslandi. Hringur Hafsteinsson, Gagarín ehf. 14.50 Snjallsögumaðurinn. Sálfvirk leiðsögn fyrir snjallsíma. Leifur Björn Björnsson, Locatify ehf. 15.10 Let´s talk storytellingAnna Bergljót Thorarensen, leikhópnum Kraðak. 15.30 Kaffi og með því 16.10 Sagnamennska í leikskóla og grunnskóla. Berglind Ósk Agnarsdóttir, leikskólakennari og sagnaþulur. 16.30 Sagan um Auði. Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur. 16.50 Samantekt. Skúli Björn Gunnarsson, Skriðuklaustri. Fundarstjóri: Þorbjörg Arnórsdóttir, Þórbergssetri. Málþingsgjald: 4.000 kr. Gjald fyrir nemendur og félaga í SSF: 2.000 kr Skráning: Ásborg Arnþórsdóttir, ritari SSF asborg@ismennt.is www.soguslodir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.