Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 6
6 27. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR Þáttur forsetans og lærdómarnir Í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis er kallað eftir að hlutverk forseta Íslands verði gert skýrara í stjórn- arskrá og að settar verði reglur um hlutverk hans og verkefni. Þá er kallað eftir að embættið setji sér siða- reglur. Forsetinn sjálfur hefur tekið dræmt í þessar tillögur en nokkrir lýst sig sammála þeim. Í þeim hópi er forsætisráðherra sem hefur þegar hafið undirbún- ing að setningu siðareglna. Tveimur dögum eftir að skýrsl- an kom út leitaði Morgunblaðið álits Ólafs Ragnars Grímssonar á þeim tillögum sem þar koma fram. Sagði hann ekki nýtt að sumir vildu skýra stöðu forset- ans í stjórnaskrá en að ekkert í skýrslunni kallaði sérstaklega á slíkt. „Það hefur gætt tilhneiging- ar hjá embættismönnum og ein- staka ráðuneytum að vilja girða forsetann af með regluverki sem er sett af ráðuneytunum. En þá gleyma menn að forsetinn er þjóð- kjörinn og ber ábyrgð gagnvart þjóðinni. Því gengur það ekki að slíkar stofnanir taki sér vald til að setja honum reglur,“ sagði Ólaf- ur. Og um tillöguna um að emb- ættið setji sér siðareglur sagði hann: „Ég held að ekkert embætti á Íslandi sé eins opið og gagnsætt og forsetaembættið er orðið. Við höfum í áraraðir birt á heimasíðu embættisins frásagnir af öllum fundum forsetans. Einnig höfum við birt allar ræður forsetans og ýmsar aðrar upplýsingar. Þannig höfum við reynt með gagnsæi og opnum stjórnunarháttum að bæta siðahætti embættisins.“ Gripið til aðgerða Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra er á öndverðum meiði við Ólaf Ragnar. Hún telur þörf á gagngerum breytingum. Í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylk- ingarinnar á dögunum sagði hún: „Stöðu forsetans þarf að endur- skoða“, og „Í ljósi skýrslunnar þarf einnig að setja embætti for- seta Íslands siðareglur“. Jóhanna vill sumsé ganga lengra en siðferðishópur rann- sóknarnefndarinnar sem sagði æskilegt að forsetaembættið setti sér sjálft siðareglur. Og Jóhanna situr ekki við orðin tóm; undir- búningur að siðareglunum er haf- inn á vegum stjórnarráðsins. Ráðherrarnir og sendiherr- arnir fyrrverandi, Svavar Gests- son og Þorsteinn Pálsson, eru sama sinnis og Jóhanna. Í þætt- inum Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag kváðu báðir nauðsyn- legt að forsetaembættinu verði settar starfs- og siðareglur auk þess sem hlutverk þess verði skýrt í stjórnarskrá. Fátt skráð Fjallað er um forsetaembættið í 28 greinum í stjórnarskránni. Þar er í fáu vikið að hlutverki forseta að frátöldu því er snýr að Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson, sagn- fræðingur og lektor við Háskól- ann í Reykjavík, segir að forset- arnir hafi í gegnum árin mótað embættið eftir sínu höfði. Meira sé um óskráðar reglur en skráð- ar. Hann rekur ekki minni til þess að áður hafi verið rætt um þörf á að setja því sérstakar siðareglur þótt styr hafi staðið um ákveðn- ar aðgerðir eða yfirlýsingar for- seta. „Sumum stjórnmálamönnum þótti til dæmis Sveinn Björnsson alltof ráðríkur og sumum þótti Vigdís Finnbogadóttir tala af sér á fundi í Kína. Það má finna ein- stök slík dæmi en það hefur aldrei verið deilt eins mikið um hlutverk forsetans og í embættistíð Ólafs Ragnars.“ Pólitískt eða táknrænt? Í ljósi sögunnar og krafti stjórn- arskrárinnar má vissulega líta á forsetaembættið á mismunandi vegu, bæði pólitískt og táknrænt. Hvergi er stafkrók að finna í stjórnarskránni um að embætt- ið eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar en á hinn bóginn er kveðið á um að forsetinn eigi að ákveða fjölda ráðherra og skipta með þeim störfum. Þá hefur hann í hendi sér hvort lög öðlast gildi eða þjóðin greiði um þau atkvæði, hann getur lagt fram frumvörp, rofið þing og gert samninga við önnur ríki. Með öðrum orðum er kveðið á um ýmis pólitísk afskipti forsetans. „Þetta hefur farið eftir því hvernig forsetarnir hafa túlkað hlutverk sitt,“ segir Guðni um mótun embættisins hverju sinni. „Vigdís og Kristján Eldjárn voru með það á hreinu að þau væru ekki pólitískir forsetar heldur sameiningartákn.“ Persónan og embættið Ríkisstjórnin hefur á dagskrá að efna til stjórnlagaþings og ligg- ur frumvarp þess efnis fyrir Alþingi. Víst er að á því verði kaflinn um forsetann tekinn til endurskoðunar, hverjar svosem niðurstöðurnar verða. Guðni segir ómögulegt að segja til um hvort gagngerar breyt- ingar verði gerðar á þeim hluta stjórnarskrárinnar sem snýr að forsetaembættinu. Nefnir hann í því sambandi að vinsældir Ólafs Ragnars sveiflist mikið. Líklegt er einmitt að störf Ólafs Ragnars verði einkum höfð til hliðsjónar ef og þegar stjórn- arskráin verður endurskoðuð. Sú var í það minnsta raunin í störf- um síðustu stjórnarskrárnefnd- ar, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Menn staðnæmdust sífellt við persónu Ólafs Ragnars þegar embættið var til umfjöll- lunar. Að mati Guðna er það hins vegar eðlilegt og í samræmi við stjórnarskrá að framkvæmda- valdið setji forsetaembættinu siðareglur. Í stjórnarskrá segir jú að forsetinn láti ráðherra fram- kvæma vald sitt. „Það gæti hins vegar orðið pólitískt bitbein og ef maður þekkir Ólaf Ragnar Gríms- son rétt finnst honum eflaust lítið vit í að pólitíkusarnir setji sig í þær stellingar að segja honum hvað hann má segja hverju sinni og hvað ekki.“ Er á netinu Líkt og sést af tilvitnuninni í Ólaf Ragnar í Morgunblaðinu virðist hann telja heimasíðu embættis- ins, forseti.is, þjóna á einhvern hátt hlutverki siðareglna. Með því að birta þar ræður, frásagnir af fundum og ýmsar aðrar upp- lýsingar sé reynt með gagnsæi og opnum stjórnunarháttum að bæta siðahætti embættisins. Guðni telur þessa skoðun sam- ræmast illa raunveruleikanum. „Í huga fólks snýst þessi umræða ekki um að hafa flotta heimasíðu, þetta snýst um að það séu fastar reglur um hvernig forsetinn eigi að sinna störfum sínum, hverja hann eigi að hitta að máli, fyrir hverja hann eigi að skrifa bréf og þar fram eftir götunum.“ bjorn@frettabladid.is Áratuga gamalt forseta- embættið enn í mótun Á BESSASTÖÐUM Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti frá 1996. Framganga hans í aðdraganda bankahrunsins varð til þess að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sett af stað vinnu við setningu siðareglna fyrir forsetaembættið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rannsóknar- Samfylkingarfélagi í Reykjavík hélt fyrsta félagsfundinn af remur um sk rslu rannsóknarnefndar Al ingis mi vikudaginn 14. apríl. Fjölmenni var á fundinum og voru gó ar umræ ur me al félagsmanna a loknum áhugaver um framsögum eirra Sigur ar Líndals, lagaprófessors og Jóhanns Haukssonar, bla amanns. Annar fundurinn var haldinn sl. mi vikudag, ann 21. apríl. Frummælendur voru Valger ur Bjarnadóttir, ingkona og Jóhann Ársælsson, fyrrverandi ingma ur en fundurinn bar yfirskriftina "Hva a lærdóm má Samfylkingin draga af sk rslunni?" Sem fyrr voru gó ar og skapandi umræ ur a loknum framsöguerindum. Næsta mi vikudag, ann 28. apríl, mun umræ an um rannsóknarsk rsluna halda áfram á vettvangi félagsins. ri ji fundurinn ver ur á Hallveigarstíg 1, hefst kl. 20.30 og nú er komi a félagsmönnum a segja sko un sína á sk rslunni. ______________________________________________ Mi vikudagur 28. apríl Hva finnst ér um sk rsluna? Á ri ja fundinum ver a engir frummælendur heldur munu flokksfélagar eiga svi i . Haldin ver ur opin hugmyndasmi ja ar sem félagsmenn fjalla um sk rsluna, spyrja spurninga og deila hugsunum sem kvikna hafa eftir vi bur i sí ustu vikna. Umræ um stjórnar Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri. ______________________________________________ Vi hvetjum félagsmenn og a ra sem hafa áhuga á a ræ a og kynna sér efni sk rslunnar a fjölmenna á mi vikudagsfundi félagsins og taka átt í mótun samfélagsins. Allir velkomnir! Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík sk rslan Félag um hugræna atferlismeðferð og Sálfræðideild Háskóla Íslands kynna fyrirlestur norska sálfræðingsins Torkil Berge: Bætt aðgengi að sálfræðilegri meðferð Torkil Berge er formaður norska félagsins um hugræna atferlismeðferð og fyrrum ritstjóri norska tímaritsins um sálfræði. Hann hefur ritað bækur um þunglyndi og kvíða fyrir fagmenn og almenning og verið í framvarðarsveit að innleiða gagnreyndar aðferðir í meðferð þunglyndis í Noregi. Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 28. apríl klukkan 12:00-13:00 í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands og er öllum opinn. Fjallað er um hlut forseta Íslands á níu blaðsíðum í skýrslunni, í sérstökum kafla vinnuhóps um siðferði. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að forsetinn hafi gengið hart fram í þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem fremstir voru í flokki. Hann, ásamt öðrum, beri siðferðilega ábyrgð á því leik- riti sem leikið var í kringum foringja útrásarinnar og fyrirtæki þeirra og hafi gengið mjög langt í þjónustu við einstök fyrirtæki og einstaklinga. Bent er á að ábyrgð forsetans liggi í því sem hann segi á opinberum vettvangi og við hverja hann tali. „Í ljósi sögunnar hefði þurft mun meiri aga og reglufestu við ákvarðanatöku, hófsemi í framkvæmdagleðinni, reglur um skráningu fundargerða sem og óæskileg tengsl milli einstaklinga“, segir í skýrslunni. Lærdómarnir eru eftirfarandi: ■ Skýra þarf hlutverk forseta Íslands mun betur í stjórnarskránni. ■ Setja þarf reglur um hlutverk og verkefni forseta Íslands og samskipti hans við önnur ríki. ■ Æskilegt væri að forsetaembættið setti sér siðareglur þar sem meðal annars yrðu ákvæði um það með hvaða hætti er eðlilegt að hann veiti viðskiptalífinu stuðning. FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.