Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 22
 27. APRÍL 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Norræna nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu fór fram í Noregi um helgina. Íslendingar hrepptu silfur í matreiðslu og brons í framreiðslu sem er með betri árangri sem nemar frá Íslandi hafa náð undanfarin ár. Sýnt var beint frá keppninni á slóð- inni http://norcomp.blogspot.com en þar má sjá myndbrot og myndir af réttum keppenda. Keppendur í matreiðslu voru Ari Þór Gunnars- son frá Fiskifélaginu og Ylfa Helgadótt- ir frá Fiskmarkaðinum. Þjálf- ari þeirra var Björn Bragi Bragason, yfirmatreiðslu- maður í Gullhömrum. Keppendur í fram- reiðslu voru Sigrún Þormóðsdóttir frá Humarhúsinu og Stef- anía Höskuldsdóttir frá Vox. Þjálfari þeirra var Tinna Óðinsdóttir, þjónn á Loftleiðum. - ve Saltfisksetur Íslands og félagið Matur-saga-menning héldu upp- skriftakeppni um bestu saltfisk- réttina 2010 á dögunum. Keppnin var í umsjón Sigrúnar Franklín, verkefnastjóra SJF-menningar- miðlunar. Fjöldi uppskrifta barst og völdu Laufey Steingrímsdótt- ir næringarfræðingur og Sigur- vin Gunnarsson matreiðslumeist- ari þær fimm bestu. Í fyrsta sæti varð Saltfiskur Íslands með mysu- ostabyggi frá Elínu Hjaltadóttur. Birt með góðfúslegu leyfi Hrann- ar Kristjánsdóttur hjá Saltfisk- setri Íslands. - ve Saltfiskur Íslands með mysu- ostabyggi fyrir 4 800 g útvatnaður saltfiskur 400 g bankabygg 100 g mysuostur að norðan 1 box Flúðasveppir 100 g rjómi ½ tsk. fiskikraftur Pipar 1 hvítlauksgeiri 1 laukur 4 egg HLEYPT EGG 4 egg 1 l vatn 1 dl borðedik BLÓÐBERGSSMJÖR: 250 g íslenskt smjör Blóðbergsknippi soðið saman þar til brúnast, framreitt heitt. Byggið er soðið eftir leiðbeiningum á pakka og sett til hliðar. Laukurinn, sveppirnir og hvítlaukurinn skorið smátt og léttsteikt í olíu í potti. Bygginu bætt í ásamt rjómanum og mysuostinum. Soðið á vægum hita í 3-4 mín. Kryddað með fiskikrafti og pipar. Eggin eru brot- in varlega út í víðan pott með heitum vökvanum (ekki sjóðandi) tekið upp með gataspaða. Saltfiskurinn er steiktur á vel heitri pönnu mysuostabyggið sett undir fiskinn og eggið ofan á. Nýmulinn pipar á eggið skemmir ekki. Blóðbergs-smjör- inu má sleppa ef vill þar sem eggjarauð- an virkar sem sósa. Í Ísbúðinni Laugalæk fást nú lostætar, íslenskar tröllapylsur að þýskri fyrirmynd. „Ég fékk evrópska kjötmenn- ingu beint í æð þegar ég bjó árum saman í Þýskalandi og á Englandi, og sakna hennar mjög hér heima. Að geta rölt til kjötkaupmanns sem sjálfur útbýr sínar fersku og hollu pylsur, en slíkt fyrirfinnst ekki á Íslandi,“ segir Lóa Bjarnadóttir, kaupmaður í Ísbúðinni Laugalæk, sem nú selur réttnefndar trölla- pylsur eftir eigin uppskrift. „Ég hef lengi gengið með draum um íslenskar bratwurst- pylsur í maganum, en sjálf ann ég grófri, lítt unninni pylsu. Ég fór því að prófa mig áfram í pylsu- gerð heima í eldhúsi, þar sem mér tókst meðal annars að rústa Kit- chen Aid-hrærivél mömmu minn- ar, en loks datt ég ofan á lostæta uppskrift sem inniheldur eingöngu fyrsta flokks svínakjöt og fitu, og dásamlega passandi kryddblöndu,“ segir Lóa sem lengi gekk árang- urslaust milli kjötframleiðenda til samstarfs um framleiðslu á trölla- pylsunum góðu. „Úr því mér tókst að útbúa ljúf- fengar pylsur án þess að nota vatn, bindiefni, rotvarnarefni eða mjöl saman við leitaði ég þess sama hjá kjötfram- leiðendum, en enginn hafði áhuga á slíkri vinnslu nema í þeim yrði vatn, sem áfram kallar á bindiefni. Loks fann ég Kjötpól; litla, fram- úrskarandi kjötvinnslu í Kópa- vogi sem er að gera frábæra hluti í ferskum kjötvörum á gamaldags hátt og án allra aukaefna, og hann framleiðir nú tröllapylsurnar, alveg eftir minni uppskrift, segir Lóa sem fengið hefur frábærar viðtökur við tröllapylsunum í Ís- búðinni Laugalæk. „Ég ákvað að nefna þær trölla- pylsur, því þær eru rammíslensk- ar, unnar úr íslensku kjöti og af ís- lensku fyrirtæki, þótt fyrirmynd- in sé þýskættuð. Bratwurst-pylsur eru enda grófar og tröllslegar, en mínar aðeins minni í sniðum fyrir íslenskan markað, þótt ég gæti vel hugsað mér að bjóða stærri útgáfu seinna. Viðtökur hafa verið ein- róma og besta einkunnin að börn eru sólgin í þær líka,“ segir Lóa um góðgætið sem er bæði eggja- og glútenfrítt. „Með pylsunum býð ég hvítkáls- salat úr íslensku hvítkáli og trölla- sósu sem ég útbý sjálf frá grunni,“ segir Lóa og lýsir bragði trölla- pylsanna: „Þær minna á Bratwurst en eru samt enn betri því Þjóð- verjar framleiða þær í massavís með vatni og aukaefnum. Trölla- pylsurnar bera með sér að vera heimagerðar úr gæðakjöti, grófar og kryddaðar með ferskum krydd- jurtum svo útkoman verður bragð- mikil og góð.“ Tröllapylsur Lóu fást einnig í pökkum á Laugalæknum en þær eru einkar gómsætar á grillið og æðislegar með kartöflumús. - þlg Pylsur fyrir tröll og menn Lóa Bjarnadóttir er frumkvöðull á sviði sælkeramennsku og ber með sér lystaukandi evrópska strauma í nýjustu afurð sinni, tröllapylsum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tröllapylsur Lóu eru bornar fram með íslensku hvítkáls- salati og heima- gerðri tröllasósu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Enginn er svikinn af tröllapylsum heima á grilli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ● ÍSLENSKT UM ALLAN HEIM Netverslunin nammi.is, sem var stofnuð sem póstverslun árið 1998 en breytt í netverslun 2001, kemur útlendingum og brottfluttum Íslendingum til góða enda er þar að finna allt sem heita má íslenskt. Vörurnar er hægt að láta senda til allra heimshorna og eru margir sem taka því fegins hendi að geta fengið harðfisk og mjólkurkex heim að dyrum. Síðan er einnig stórskemmtileg fyrir alla sem vilja glöggva sig á íslenskri fram- leiðslu enda hefur hún að geyma íslenskan mat, drykk, bækur, listmuni, fatnað, snyrti- vörur og nammi af ýmsu tagi. Meðal vöru- tegunda má nefna þorskalýsi, Nóakonfekt, Ópal, skyr, lakkrísrör, reyktan silung, Hraun, Egils appelsín, íslenskar uppskriftabækur, ís- lenskar jurtir og íslenskt vatn svo dæmi séu tekin. Saltfiskur ársins 2010 Góður árangur íslenskra nema Fjöldi uppskrifta barst í keppnina og voru fimm þeirra valdar úr. Fleiri er að finna á www.matarsetur.is. NORDICPHOTOS/GETTY Íslendingar hrepptu silfur í matreiðslu og brons í framreiðslu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.