Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 38
22 27. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Um 170 manns mættu í kokkteilboð sem Útón hélt í Los Angeles til að kynna íslenska tónlist fyrir Banda- ríkjamönnum. Emilíana Torrini söng þar fimm lög við góðar undirtektir. Boðið var haldið á heimili Lanette Phillips, sem er einn virtasti fram- leiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum. Tilgangurinn var að kynna íslenska tónlist fyrir þeim sem koma tónlist að í kvikmynd- um, auglýsingum og sjónvarpsþátt- um í Bandaríkjunum. Mætingin í boðið var enn betri en í fyrra þegar það var haldið í fyrsta sinn. Þá var Jónsi í Sigur Rós hálfgerður full- trúi íslenskrar tónlistar á svæðinu en í þetta sinn var það Emilíana Torrini og stóð hún sig með mikl- um sóma. Á meðal erlendra gesta var Eric Grunbaum, sem er yfir- maður Media Arts Lab, fyrirtækis sem býr til allar auglýsingar fyrir Apple. Einnig var þar Dilly Gent sem framleiddi Live Earth-verk- efnið sem Al Gore stóð fyrir. Að auki hefur hún unnið með hljóm- sveitinni Radiohead við mynd- bandagerð. freyr@frettabladid.is Vel heppnað kokkteilboð GESTGJAFINN Lanette Pillips ásamt Safta Jaffrey sem uppgötvaði hljómsveitina Muse og rekur umboðsskrifstofu fyrir upptökustjóra. SÖNG FYRIR GESTI Emilíana Torrini söng fyrir gesti með aðstoð gítarleikarans Péturs Hallgrímssonar. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá gengur Emilíana með fyrsta barn sitt. ÁSAMT ERIC OG DILLY Emilíana Torrini ásamt Eric Grunbaum, yfirmanni hjá markaðsfyrirtæki Apple, og framleiðand- anum Dilly Gent. „Þetta er stórglæsilegt að fá svona mikinn fjölda,“ segir Jón Þór Eyþórsson hjá Cod Music. Lokað var fyrir innsendingar á efni í lagakeppnina Þorskastríð- ið 2010 um síðustu helgi og tóku alls 92 flytjendur þátt. Í fyrra tóku 135 flytjendur þátt í keppn- inni en þá mátti syngja á hvaða tungumáli sem er. Rúmlega 30 lög voru þá á íslensku og því er fjölg- unin mikil í ár á íslensku lögunum. „Ég hefði verið sáttur við 40 til 50 lög. Ég bjóst ekki við að fá mikið meira en það,“ segir Jón Þór. Hann bætir við að innsendu lögin séu af ýmsum toga. „Eins og venjulega er þetta öll flóran og allar stefn- ur. Þarna inni eru nýgræðingar og aðrir sem hafa verið í tónlist í mörg, mörg ár.“ Dómnefnd fer nú yfir öll lögin og verður sigurvegari kynntur í beinni útsendingu á Rás 2 á föstu- daginn. Auk Jóns Þórs sitja í dóm- nefndinni Ólafur Páll Gunnarsson og Matthías Már Magnússon frá Rás 2 og Jón Týril, framkvæmda- stjóri G Festival. Í verðlaun eru hljóðverstímar til að fullklára þrjú lög, ársbirgðir af þorskalýsi og svo verður sigurveg- aranum flogið til Færeyja þar sem hann mun koma fram á tónlistar- hátíðinni G festival 15. til 17. júlí. - fb 92 lög keppa í Þorskastríðinu MYSTERIOUS MARTA Mysterious Marta vann síðasta Þorskastríð. Nýr sigurvegari verður kynntur á föstudaginn. > NÁTTÚRULEGA UNG Leikkonan Demi Moore hefur ávallt þrætt fyrir að hafa nokk- urn tímann lagst undir hnífinn til að halda unglegu útliti. Ný- lega sagðist hún aldrei hafa litað á sér hárið, enda væru gráu hárin svo fá að hún gæti plokkað þau burt. Simon Cowell er nú í strangri megrun fyrir væntanlegt brúð- kaup sitt í sumar og fylgist unn- usta hans, förðunarfræðingurinn Mezhgan Hussainy, vel með gangi mála. Samkvæmt heimildarmönn- um er Cowell mjög upptekinn af holdafari sínu og innbyrðir aðeins ávaxtadrykki í öll mál. Nýlega sást til Cowells og unnustu hans þar sem þau deildu með sér litl- um fiskiforrétti á veitingastað en slepptu aðalréttinum. Parið kynntist við tökur á Amer- ican Idol-sjónvarpsþáttunum þar sem Hussainy starfar sem sminka, þau trúlofuðu sig í febrúar á þessu ári. Simon í megrun „Mamma er ansi afkastamikil í saumaskapnum,“ segir tónlistar- maðurinn Skúli mennski. Hann gaf nýlega út sína fyrstu sólóplötu, Skúli mennski og hljóm- sveitin Grjót, og hefur móðir hans hjálpað honum að sauma umslagið, sem er úr gallabuxnaefni. „Hún er alltaf tilbúin að aðstoða son sinn við eitthvað uppbyggilegt. Ég hef verið að sníða ofan í hana. Ég sauma örlít- ið sjálfur og ætla að gera meira ef þörf krefur, sem vonandi verður,“ segir hann. Mæðginin hafa þegar saumað tvö hundruð eintök en geisladiskurinn sjálfur var prentað- ur í eitt þúsund stykkjum. Á útgáfudegi plötunnar spilaði Skúli á fjórtán stöðum í Reykja- vík til að kynna plötuna. Loka- tónleikarnir voru á Rosenberg um kvöldið. „Þetta gekk rosa vel. Það var vel af þessu látið alls staðar sem ég kom,“ segir Skúli. Nýja platan hans hefur að geyma tíu þægileg djass- og blússkotin lög í amerískum þjóð- lagastíl og eru þau öll eftir Skúla. Hann er uppalinn á Ísafirði og heldur tónleika þar 26. maí til að kynna plötuna. Næstu tónleikar hans í Reykjavík verða á Horninu í Hafnarstræti á miðvikudag. Þar kemur einnig fram Gísli Rúnar Harðarson. - fb Mamma saumar umslagið SKÚLI MENNSKI Saumar umslag nýju plötunn- ar, Skúli mennski og hljómsveitin Grjót, með mömmu sinni. MYND/JULIA STAPLES UMSLAGIÐ Umslag plöt- unnar er úr gallabuxna- efni og hefur mikil vinna farið í gerð þess. Aðalfundur Hugarfars verður haldinn í Hátúni 10, 105 Reykjavík, í dag þriðjudaginn 27. apríl kl. 20:00. Dagskrá fundar eru hefðbundin aðalfundarstörf en undir liðnum önnur mál mun Auður Axelsdóttir frá Hugarafl i segja frá sínu félagi og niðurstöður skoðana- könnunar sem Hugarfar stóð fyrir verða kynntar. Stjórnin Félag fólks með heilaskaða og aðstandenda þess 500,- 1.000,- ÚTSÖLU MARKAÐURINN VERÐIÐ Í ALGJÖRU RUGLI! AÐEINS TVÖ VERÐ! LOKADAGAR! VERÐHRUN . VERÐHRUN . VERÐHRUN . Hlíðasmári 14 - Kópavogur Opið 12 - 18 alla daga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.