Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 18
GRILL GRILLRISTINA er gott að pensla létt með olíu áður en grillað er. Það hindrar að maturinn festist við. Þá er gott að snúa kjöti aðeins einu sinni meðan er grillað því annars er hætta á að það verði ofeldað. Steikhúsið var áður bístró-staður en ákveðið var að breyta staðnum í þungavigtarveitingastað og úr varð „fusion“ steikhús, meðal ann- ars undir áhrifum frá japönsku og frönsku eldhúsi. „Þemað er steik og aftur steik, sem allar eru frá Kjötkompaníi og sérmeðhöndlaðar. Þær eru þó með léttari brag en gengur og ger- ist, með skemmtilegu meðlæti. Við erum ekki með þetta týpíska steik- armeðlæti, bakaða kartöflu, kalda sósu og steikt grænmeti heldur alls kyns mauk, grænmeti eldað á ótal mismunandi vegu, og fleira til, þannig að fólk stendur ekki á blístri,“ segir Stefán. Mikið er um blandaða mat- seðla, þriggja til fimm rétta, þar sem sjávarréttir eru í bland við kjöt og svo grænmetismatseðla fyrir þá sem ekki leggja sér kjöt til munns. „Matseðlarnir, svokallaðar óvissuferðir, eru mjög vinsæl- ir enda á góðu verði. Einnig er hægt að fá klassíska rétti sem hver veitingastaður þarf að hafa svo sem humarsúpu og carpaccio og í salötin er hægt að fá humar, keng úrukjöt og alls kyns spenn- andi hráefni. Eftirréttirnir eru svo allir lagaðir af Örvari Birgissyni, meðlimi í kokkalandsliðinu, og er súkkulaði þar ofarlega á lista.“ juliam@frettabladid.is Öðruvísi og létt steikhús Austur Steikhús var opnað fyrir örfáum vikum í Austurstræti. Stefán Magnússon er einn af eigendum stað- arins og segir stefnuna að bjóða upp á öðruvísi matargerð, með léttu ívafi, í bland við klassískar steikur. Sumarsteik með beikongljáa, endívu, sveppamauki og sveppum að hætti Austurs Steikhúss. Stefán Magnússon, einn af eigendum Austurs Steikhúss. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN 4 stk. 300 g ribeye-steikur 100 g beikon 250 g Flúðasveppir 150 g shitake-sveppir 400 g litlar kartöflur 250 ml nautasoð 2-3 greinar af fersku tímjan 1 stk. endíva smjörklípa ½ dl mjólk Kjötkraftur 1 dl rauðvín Salt og pipar eftir smekk Sveppamauk: Skerið Flúðasveppina og helminginn af shitake-sveppun- um í sneiðar. Steik- ið upp úr smjöri á pönnu í 3-4 mínútur. Hellið mjólkinni saman við, sjóðið niður og maukið allt saman í matvinnsluvél. Sósa: Afgangurinn af shitake-sveppunum er steiktur á pönnunni, krydd- að með salti og pipar. Beikon steikt á pönnu og skorið smátt niður. Nautasoð soðið niður í 5 mínútur og rauðvíni bætt út í. Smakkað til með salti og pipar og þykkt með maizena-mjöli. Rétt áður en steikurnar eru tilbúnar er beikonkurlinu bætt út í sósuna. Kartöflur og endíva: Kartöflur soðnar með smá olíu, tímjani, salti og pipar. Settar í smástund í ofn eða á grillið til að brúna þær aðeins. Skerið endívur í stóra bita, penslið með olíu og steikið stutt á pönnu. Steikurnar penslaðar með olíu og kryddaðar með salti og pipar. Grillaðar í 3 mínútur á hvorri hlið, við háan hita, með um 54 gráður í kjarnhita til að hafa þær medium- rare. Bætið 1 mínútu við á hvorri hlið til að fá þær medium eða um 60 gráður í kjarnhita. GRILLUÐ SUMARSTEIK AÐ HÆTTI AUSTURS með sveppamauki, shitake-sveppum og kartöflum FYRIR 4 Ertu með eitthvað gott á prjónunum? Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn, sem kallast Föt sem framlag , mun hittast næst og prjóna í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð, miðvikudaginn 28.apríl kl. 15-18. Á staðnum verða prjónar, garn og gott fólk sem hittist reglulega og lætur gott af sér leiða. Velkomið er að taka með sér eigið prjónadót. Þeir sem vilja gefa garn í verkefnið vinsamlega hafið samband. Kaffi á könn- unni og með því. Allar nánari upplýsingar í síma 554 6626 . Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 opið virka daga kl. 10-16 sími 554 6626 kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur Vinsælar steikur á grillið Kjöthöllin, Skipholti og Háaleitisbraut eru sérverslanir með kjöt sem bjóða upp á mikið úrval af spennandi steikum á grillið. Í kjötborðinu er hægt að velja um nauta, lamba og svínasteikur sem eru sérvaldar og fullmeyrnaðar. Hægt er að velja úr úrvali af kryddi á kjötið að óskum viðskiptavina. Red Roy grillsteikurnar, 200 - 250 gr nautafi lesteikur, hafa verið mjög vinsælar enda henta vel á grillið. Einnig eru Rib eye steikur og T-bone steikur frábærar á grillið. Nautagrillborgararnir hafa slegið í gegn og eru til í nokkrum stærðum frá 80 gr. barnaborgara til 200 gr. risaborgara. Lambagrilllærin eru alltaf vinsæl í sumarveisluna. Lærin eru búin að hanga og meyrna, eru hálfúrbeinuð og krydduð með sérblönduðu kryddi sem gerir steikina einstaklega bragðgóða. Af öðru lambakjöti má nefna lambafi le og lambavöðvasteikur. Boðið er upp á úrval af grillveislum fyrir hópa, þar sem mismunandi steikur eru í boði ásamt meðlæti á mjög hagstæðu verði. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Kjöthallarinnar. www.kjöthöllin.is KYNNING Kjöthöllin • Skipholti 70 • sími 553 1270 • Háaleitisbraut 58-60 • s: 553 8844 Söluaðilar: Húsasmiðjan - Garðheimar www.weber.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.