Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 28
 27. APRÍL 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt VANDAÐAR ÍSLENSKAR INNRÉTTINGAR Smiðjuvegi 9 200 Kópavogi Sími: 535-4300 Fax: 535-4301 Netfang: axis@axis.is Eldhús- og baðinnréttingar, fataskápar og fleira ÍS LE N S K H Ö N N U N O G F R A M LE IÐ S LA Í 7 5 Á R w w w . a x i s . i s Teiknum og gerum föst verðtilboð í allar innréttingar útfærðar eftir þörfum hvers og eins. ● MIKIÐ UM AÐ VERA HJÁ PROMENS Fyrirtækið Promens Dal- vík ehf. hannar og framleiðir hverfissteypt einangruð ker sem nota má undir allar tegundir matvæla sem framleiddar eru í veröldinni. Þar eru einnig framleiddar Sæplast rotþrær og brunnar til fráveitulagna ásamt ýmsum öðrum tegundum af plasttönkum úr pólýetýlen. Á vef Samtaka atvinnulífsins er greint frá því að mikið sé um að vera hjá Promens þessa dagana. Þar sé unnið allan sólarhringinn og um helgar líka. Þar er haft eftir Daða Valdimarssyni, framkvæmdastjóra fyrir- tækisins, að þrátt fyrir alþjóðlegu efnahagskreppuna gangi salan erlendis vel en innlend eftirspurn hafi minnkað, meðal annars vegna óvissu í sjávarútvegi sem hafi skapast vegna áforma ríkisstjórnarinnar. Hann segir ekki útilokað að starfsemin á Dalvík verði aukin og verk- smiðjan stækkuð en fyrst um sinn verði þó horft til þess að nýta til fulls þann búnað sem er til staðar. Nánar á www.sa.is. ● LEIÐSÖGUNÁM Á HÁ- SKÓLASTIGI er námsbraut fyrir þá sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi. Námsbrautin hefst í ágúst 2010 og lýkur í lok júní 2011. Námið býðst hvort sem er í staðnámi eða fjarnámi. Námið er viðurkennt sem aukagrein með ferðamálafræði svo og á hugvísindasviði Háskóla Íslands. Megináhersla er lögð á hagnýta þekkingu á sviði leið- sagnar með ferðamenn. Námið er 60 eininga nám (ECTS) á grunnstigi háskóla og er kennt á tveimur misserum. Kennd er ein námsgrein í senn sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en sú næsta hefst. Í lok náms fá þeir nemendur sem lokið hafa öllum námskeið- um skírteini sem vottar þátttöku og frammistöðu í náminu. Leiðsögupróf frá Endurmenntun Háskóla Íslands veitir rétt á fagfé- lagsaðild í Félagi leiðsögumanna. Inntökuskilyrði í námið eru: ■ Stúdentspróf eða sambærileg menntun. ■ Gott vald á íslensku. ■ Fullt vald á því tungumáli sem umsækjandi hyggst nota í leiðsögn. Standast þarf inn- tökupróf í tungumálinu. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2010 Draugasafnið verður opnað 1. maí næstkomandi og verður haft opið um helgar frá klukkan 13-18 þar til sumaropnun gengur í garð og opið verður á virkum dögum. Miklar endurbætur voru gerðar á safninu þannig að kunnugir safn- gestir ættu að taka eftir talsverðum breytingum. Það verður óvenjumik- ill draugagangur á laugardögum og er því talið betra að börn yngri en 14 ára komi frekar á sunnudögum og svo á virkum dögum í sumar. Álfa- og tröllasafnið, sem er á neðri hæð safnsins, verður einnig opnað með endurbótum 1. júní. Draugasetrið er 1.000 fermetra völundarhús og á ferð um safnið er hlýtt á 24 draugasögur, sem hægt er að fá á ýmsum tungumálum. - jma Meiri drauga- gangur í sumar Draugarnir verða sérstaklega fyrirferð- armiklir á laugardögum í sumar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.