Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 20
 27. apríl 4 Tennis- og badmin- tonfélag Reykjavík- ur var stofnað 1938. Félagar eru 4.000 tals- ins. Byrjendanámskeið eru á mánudagskvöld- um en um er að ræða 6 vikna námskeið þar sem undirstöður bad- mintoníþróttarinnar eru kenndar. www.tbr.is BÖRN sem fædd eru að hausti eða vetri eru líklegri til að þróa mat- arofnæmi samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Telja rannsakendur að þetta megi skýra með skorti á D-vítamíni sem líkaminn myndar í sólarljósi. www.bbc.co.uk „Okkar litla þjóð grípur svo margt með hraði, útbreiðsla verður mikil og lífsstíll breytist hér ört. Þannig voru íslenskar konur með þeim fyrstu í heimi til að fara að reykja í stórum stíl snemma á síðustu öld, eftir því sem við höfum séð með því að fara aftur í tímann,“ segir Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands, um mögulega skýringu á því hvers vegna íslensk ungmenni eiga Norðurlandamet í fjölda rekkju- nauta. Í norrænni könnun sem Laufey sá um fyrir Íslands hönd meðal ungra, íslenskra kvenna um þætti sem tengjast HPV-veirusýkingum árið 2004, komu í ljós örar breyt- ingar á kynhegðun í samanburði við önnur Norðurlönd og að með- alfjöldi rekkjunauta hefur aukist hraðast á Íslandi með hverjum nýjum fæðingarhópi. Fjórðungur kvenna á aldrinum 18 til 45 ára, hvaðanæva af landinu, svaraði könnuninni. „Uppsafnað nýgengi kynfæra- varta hækkaði með hverjum nýjum fæðingarhópi og var orðið 20% fyrir 26 ára aldur hjá íslensk- um stúlkum fæddum 1979 til 1986. Kynfæravörtur tengdust sterklega fjölda rekkjunauta og var áhætt- an tífalt hærri hjá konum með fimmtán rekkjunauta miðað við einn rekkjunaut. Íslenskar stúlkur höfðu því hæst algengi kynfæra- vörtusmits miðað við Danmörku, Noreg og Svíþjóð, og á Íslandi hefur verið hröðust aukning bæði á smiti og fjölda rekkjunauta,“ segir Laufey sem kallar eftir auk- inni kynfræðslu í umsjá fagfólks. „Aðeins þriðjungur kvenna á Norðurlöndum hefur heyrt um HPV-veirusýkingar og lítil vitn- eskja um hversu hættulegar þær eru. Okkur sýnist allt að ein af hverjum fimm ungum íslenskum stúlkum vera með kynfæravört- ur, og þær eru jafnframt í aukinni hættu á að fá leghálskrabbamein. HPV-vörtuveirur hafa númer- aða undirflokka og valda HPV-16 og -18 krabbameini,“ segir Lauf- ey og bætir við að stúlkur virð- ist því miður ekki hugsa út í for- tíð rekkjunautar síns áður en þær sofa hjá honum. „Til dæmis ef stúlka hefur mök við strák sem hefur sofið hjá tut- tugu stelpum, þá tengist hún allri kynfæraveirusögu hans. Og ef ein af hans fyrrverandi hjásvæfum er búin að sofa hjá fjölda manna þá berst saga hennar með kynfærum stráksins og líkur á smiti eru veru- legar.“ Að sögn Laufeyjar smitast 80 prósent kvenna af HPV-veirum einhvern tímann á lífsleiðinni, en ónæmiskerfið vinnur á flestum þeirra. „HPV-veiran smitast frá manni til manns við kynmök, en við end- urtekið smit minnka líkur á að konan vinni bug á veirunni. Auk þess hefur komið í ljós að reyk- ingafólk vinnur síður á henni en aðrir,“ segir Laufey sem vill sjá allar ungar konur, sem byrjað- ar eru að stunda kynlíf, mæta í krabbameinsleit. „Tíðni forstigs- breytinga hefur aukist meðal ungra kvenna og ef ekkert er að gert geta frumubreytingar þró- ast yfir í leghálskrabbamein, sem er í öðru sæti varðandi nýgengi krabbameina kvenna á heimsvísu og í fimmta sæti varðandi dánar- tíðni. Þetta er því dauðans alvara og mikið öryggi sem felst í því að láta skoða sig.“ Smitleið HPV-veira er langoft- ast við kynmök. Þær geta einnig smitast með beinni snertingu ef húð sem snertir kynfæravörtu er með sárum eða sprungum. Koss- ar geta líka smitað því HPV-vörtur geta brotist út í munni eftir munn- mök og þekkt að HPV-vörtuveirur geti orsakað krabbamein í hálsi og munni. Ragna Leifsdóttir er sérfræð- ingur í húð- og kynsjúkdómum, ásamt því að sitja í Sóttvarnaráði. Hún segir HPV-veirur þrífast best á kynfærasvæði. „HPV-veirur hafa tilhneigingu til að breyta frumum okkar svo úr verði krabbamein og þótt við höfum mestar áhyggjur af legháls- krabbameini geta karlar fengið krabbamein í getnaðarlim af völd- um HPV-veira,“ útskýrir Ragna. Hún segir líkur á vörtusmiti auk- ast til muna þegar svæði umhverf- is kynfæri eru rökuð. „Við rakstur verður rof í húð sem hleypir inn hættulegum veir- um og auðveldar smit milli manna. Við sjáum sjúklinga með ógrynni af vörtum á rakstursvæði því með rakstri hafa vörtur dreifst á stærra svæði. Vörtusmit er algeng- asti kynsjúkdómur okkar og afar þrálátur,“ segir Ragna sem brýn- ir fyrir stúlkum sem fengið hafa kynfæravörtur að láta skoða sig á leitarstöð Krabbameinsfélagsins. „Þótt konur fái ekki köllun- arbréf fyrr en tvítugar er oft ástæða til að fara fyrr. Frumu- breytingar geta hafist löngu áður og ljóst að tíðni leghálskrabba- meins fer hækkandi meðal ungra kvenna. Því er mikilvægt að fara sem allra fyrst hafi þær einhvern tímann fengið kynfæravörtur.“ Umræða um bólusetningu fyrir HPV-veirum sem valda legháls- krabbameini hefur legið niðri eftir bankahrunið, en til stóð að bólusetja allar tólf ára stúlkur. „Bóluefnin eru tvö, Gardasil og Cervarix, og þarf þrjár sprautur til. Þessir þrír skammtar kosta um 100 þúsund krónur, og er miður að almenn bólusetning sé ekki farin af stað, en nú er að aukast að mæður komi með dætur sínar í bólusetningu á eigin vegum.“ Ragna segir líkur á HPV-veiru- smiti aukast eftir fjölda rekkju- nauta, sem geri lauslæti dýr- keypt. „Hver og einn rekkjunautur er rússnesk rúlletta, því veirurnar búa í húðinni þar sem þær dreifa sér og engin leið að skima eftir þeim fyrirfram. Hins vegar höfum við smokkinn og ráðleggjum fólki að nota verjur fyrstu fjóra mán- uðina í nýju sambandi. Þó ber að hafa í huga að smit getur komið fram allt frá þremur vikum og allt að tveimur árum síðar og ekki til nein próf sem staðfesta leynt smit. Með þessu reynum við að draga úr útbreiðslu þegar fólk hefur sofið hjá mörgum, en svo lendir maður líka í að tala við fólk sem fær vört- ur eftir mörg, mörg ár með sama makanum og þá spurning hvort allir séu að segja satt eða hvort veiran leynist svo lengi án ein- kenna í líkamanum.“ thordis@frettabladid.is Ungir Íslendingar eiga Norður- landamet í fjölda rekkjunauta Tíðni leghálskrabbameins fer ört hækkandi hjá ungum konum, en talið er að HPV-vörtuveirusmit sé alltaf undanfari leghálskrabbameins. HPV-veirur smitast við kynmök, en aukinn áhrifavaldur er rakstur umhverfis kynfæri. Almenn bólusetning fór í biðstöðu við bankahrunið. Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við læknadeild HÍ og framkvæmda- stjóri Krabbameins- skrár Íslands. Ragna Leifsdóttir, sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómum. Fjöldi rekkju- nauta skiptir sköpum við útbreiðslu HPV- vörtuveira. Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur teg. 26021 - létt fylltur og sumarlegur í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- teg 810857 - mjúkur og fl ottur í BCD skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Tímapantanir 534 9600Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur -www.heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA Nýju ReSound heyrnartækin endurvekja tilfinningu fyrir hljóðum sem berast úr hvaða átt sem er á svipaðan hátt og þegar skipt er úr einföldum steríótækjum með tveimur hátölurum í kringóma (surround) heimabíó með hátalara til allra átta. Ný tækni . Betra verð . Fagleg þjónusta Frí ráðgjöf í apríl ReSound heyrnartækin setja mann í miðpunkt hljóðheimsins sem maður hrærist í. Þegar maður getur fylgst betur með hljóðum sem berast úr öllum áttum nýtur maður góðs hljóms mun betur. Auðveldara er að átta sig á hvaðan hljóðið berst og maður getur notið þess að tala við fólk þó hávaði sé í umhverfinu. SURROUND KRINGÓMA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.