Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 34
18 27. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is FERDINAND MAGELLAN (1480 -1521) LÉST ÞENNAN DAG. „Kirkjan segir að jörðin sé flöt, en ég veit að hún er hnöttótt því ég hef séð skugga á tunglinu. Ég hef meiri trú á skugga en kirkj- unni.“ Ferdinand Magellan var portúgalskur landkönnuður sem var drepinn þegar hann var hálfnaður á ferð sinni umhverfis jörðina. „Þetta er búið að blunda með mér í nokkur ár,“ segir Magnús Hávarðarson, tölvu-og kerfisfræðingur á Ísafirði og frum- kvöðull að vestfirsku sönglagakeppninni sem nú er að fara í gang í fyrsta sinn. „Ég tek eftir því að það vantar vestfirsk lög. Oft eru spiluð lög með BG og Ingibjörgu þegar tekið er fram að leikin er vestfirsk tónlist og þau eru auðvitað fín en það mætti fara að heyrast eitthvað nýrra. Keppnin er ekki ætluð Vestfirðingum eingöngu að sögn Magnúsar heldur er verið að sverma fyrir tónlist frá öllu land- inu. Þegar eru komin inn nokkur lög en skilafrestur rennur út á miðnætti 30. apríl. Sérstök valnefnd, skipuð fagfólki, mun velja lög til flutnings á úrslitakvöldunum sem verða tvö, annað á suðursvæði Vestfjarða og hitt á Ísafirði. Magnús segir sér- staka hljómsveit verða setta saman til undirleiks fyrir söngv- ara er valdir verða í samráði við höfund laganna. „Samkvæmt okkar villtustu draumum verður jafnvel gefinn út heill diskur með þeim lögum sem komast í úrslit. Að minnsta kosti verður sigurlagið gefið út í einhverri mynd,“ segir Magnús en segir þó málið aðeins þurfa að þróast. „Við verðum að sjá til hvað kemur af lögum og í hvaða gæðaflokki,“ segir hann. Magnús hefur verið viðriðinn vestfirskar hljómsveitir í ára- tugi en segir þekktasta bandið sem hann hafi spilað í líklega vera Kan sem átti sveitfesti í Bolungarvík. „Ég var gítarleik- ari í Kan og átti einhver lög á plötunni sem við gáfum út 1984,“ rifjar hann upp. „Ég tek þátt í hljómsveitum sem eru settar upp hér fyrir vestan og hef gert alla tíð. Þetta er baktería sem er erfitt að losna við.“ Magnús kveðst hafa samið talsvert í seinni tíð og upplýsir að vera með plötu í vinnslu sjálfur með lögum eftir sig og textum eftir sig og aðra. „Ég er að vinna að þessu í samstarfi við góða aðila hér, þar á meðal Hrólf Vagns- son, sem er mikill músíkant,“ segir hann. Margir þekktir popparar eru að vestan. Má þar nefna Mugi- son og Helga Björns auk þess sem hljómsveitin Grafík var ísfirsk hljómsveit. Magnús nefnir líka Rúnar Þór, Villa Valla og auðvitað Baldur Geirmundsson, sjálfan BG. Býst hann við lögum í keppnina frá þessum kempum? „Það væri auðvitað mjög gaman,“ viðurkennir hann. „Ég hvet að minnsta kosti alla áhugasama lagahöfunda til að senda inn lag. Við erum ekkert með sérstaka músíkstefnu sem við erum að fiska eftir, heldur bara alls konar tónlist. Hún þarf bara að tengjast Vest- fjörðum á einhvern hátt.“ gun@frettabladid.is SÖNGLAGAKEPPNI VESTFJARÐA: HALDIN Í FYRSTA SINN Vestfirsk lög vantar M YN D /Ú R E IN K A SA FN I FRUMKVÖÐULLINN „Ég hvet alla áhugasama lagahöfunda til að senda inn lag. Það þarf bara að tengjast Vestfjörðum á einhvern hátt,“ segir Magnús. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lára Loftsdóttir frá Bólstað í Steingrímsfirði, lést á Hrafnistu Reykjavík 21. apríl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 28. apríl kl. 13.00. Pálfríður Benjamínsdóttir Hákon Örn Halldórsson Sóley B. Frederiksen Lindy Ottosen Jörgen Pétursson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Rósa María Þóra Guðmundsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 23. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 14.00. Guðmundur Vésteinsson Málhildur Traustadóttir Vésteinn Vésteinsson Elínborg Bessadóttir Grétar Vésteinsson Gyða Ólafsdóttir Sigurður Vésteinsson Hafdís Karvelsdóttir Bjarni Vésteinsson Steinunn Sigurðardóttir Viðar Vésteinsson Guðrún Lovísa Víkingsdóttir Auður Vésteinsdóttir Sveinn K. Baldursson Anna Margrét Vésteinsdóttir Höskuldur E. Höskuldsson Guðbjörg Vésteinsdóttir Sveinbjörn M. Njálsson Árni Þór Vésteinsson Ingibjörg Rögnvaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Alda Þórarinsdóttir, Hólum 15, Patreksfirði, sem lést sunnudaginn 18. apríl, verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju, laugardaginn 1. maí kl.14.00. Árni Halldór Jónsson Hrönn Árnadóttir Guðmundur Ólafur Guðmundsson Þór Árnason Sigríður Einarsdóttir Dröfn Árnadóttir Einar Jónsson Jón Bessi Árnason Guðrún Gísladóttir Sævar Árnason Elena Alda Árnason Stefanía Heiðrún Árnadóttir Valgeir Ægir Ingólfsson Brynja Árnadóttir Guðmundur Aðalsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Haukur Hafsteinn Gíslason rakari, Garðavík 3, Borgarnesi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness, þriðjudaginn 20. apríl 2010 og Hanna Þóranna Samúelsdóttir húsmóðir, Garðavík 3, Borgarnesi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness, miðvikudaginn 21. apríl 2010, Okkar ástkæru, dóttir mín og tengda- sonur, foreldrar okkar, tengdaforeldr- ar, afi, amma, langafi og langamma, Margrét Hannesdóttir Bryndís G. Hauksdóttir Hauth Ólafur G. Gunnarsson Ellý Hauksdóttir Hauth Jón Viðar Gunnarsson Gísli Friðrik Hauksson Ragnheiður K. Óladóttir Samúel Smári Hreggviðsson Sigríður Kr. Jóhannsdóttir Ólafur Magnús Hreggviðsson Guðgeir Veigar Hreggviðsson Sigrún Gestsdóttir Margrét Dögg Hreggviðsdóttir Hallgrímur Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. verða jarðsungin frá Langholtskirkju, fimmtudaginn 29. apríl, kl. 13.00. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásdís Andrésdóttir Arnalds, Kleppsvegi 4, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 25. apríl. Sigurður St. Arnalds Sigríður María Sigurðardóttir Andrés Arnalds Guðrún Pálmadóttir Sigrún Jóhannsdóttir Ólafur Arnalds Ása Lovísa Aradóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, Kristjón Pálmarsson, Tobbakoti, Þykkvabæ, lést laugardaginn 24. apríl. Útför auglýst síðar. F. h. aðstandenda, systur hins látna. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Marheiður Viggósdóttir frá Siglufirði, Hverfisgötu 47, Hafnarfirði, lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn 25. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásdís Guðmundsdóttir Birgir Sigmundsson Bjarney Guðmundsdóttir Bjarni Guðjónsson Guðlaug Guðmundsdóttir Jón Alfreðsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, Óttar Kjartanson kerfisfræðingur, lést á líknardeildinni í Kópavogi laugardaginn 17. apríl. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju í dag, þriðjudaginn 27. apríl og hefst athöfnin kl. 15.00. Jóhanna Stefánsdóttir, Oddný Kristín Óttarsdóttir, Kjartan Sævar Óttarsson og Karen Birta Kjartansdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gunnar Árnason, Hallakri 1, Garðabæ, lést á Landspítalanum Hringbraut mánudaginn 26. apríl. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. apríl klukkan 13.00. Guðný Jónasdóttir Hilmir Þór Gunnarsson Steinunn Lund Níelsdóttir Jónína Gunnarsdóttir Guðni Magnús Ingvason Gunnar Már Gunnarsson Laufey Þórarinsdóttir og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.