Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 4
4 27. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 26.04.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,9715 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,15 128,77 197,86 198,82 170,69 171,65 22,933 23,067 21,732 21,86 17,821 17,925 1,3603 1,3683 193,8 194,96 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Nýr Nicorette plástur fæst nú 25 mg og hálfgagnsær Nýt t! Nicorette® nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð til að auðvelda reykingafólki að venja sig af tóbaki með því að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt. Nota má forðaplásturinn einan og sér eða samtímis 2mg Nicorette lyfjatyggigúmmíi eða Nicorette innsogslyfi. Hámarksdagskammtur er 1 stk forðaplástur og annað hvort 24 stk lyfjatyggigúmm eða 12 hylki af innsogslyfi.Til að ná sem bestum árangri skal fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan háþrýsting eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicorette í samráði við heilbrigðisstarfsfólk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatún 2, 210 Garðabæ. Nicorette Invisi 25 mg Er að hærri styrkleika en fyrri forðaplástrar frá Nicorette VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 21° 16° 13° 19° 18° 11° 11° 21° 19° 20° 15° 29° 12° 20° 16° 9° Á MORGUN 5-13 m/s. FIMMTUDAGUR 3-8 m/s. 6 7 7 6 5 5 5 5 3 4 4 9 11 17 7 6 6 3 6 5 8 5 8 8 2 34 2 0 0 8 8 MILT Á LANDINU Í DAG en snýst smám saman í norðaustlæga átt á morgun með kóln- andi veðri norðan til en áfram verður nokkuð milt syðra og léttir smám saman til. Svipuð staða á fi mmtudag en dregur heldur úr úrkomu. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Fyrirtaka var í riftun- armáli þrotabús Baugs Group gegn Högum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið varðar riftun á víkjandi láni upp á um milljarð króna frá Baugi Group til Haga sem var á gjalddaga 2011 en var gjaldfellt í fyrra. Þrotabúið telur að Baugur hafi orðið af vaxtagreiðslum vegna gjaldfellingarinnar og vill rifta gjörningnum. Þetta er eitt af fimm riftun- armálum þrotabús Baugs. Um miðjan febrúar gaf það út stefnu vegna sölu á Högum úr búi Baugs Group um mitt ár 2008. Búist er við að hinir stefndu skili greinar- gerð um málið fljótlega. - jab Fimm riftunarmál hjá Baugi: Þrotabúið vill fá vextina GÖMLU BAUGSSTÖÐVAR Þrotabú Baugs Group rekur fimm riftunarmál fyrir dómi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REYKJAVÍK Brýnt er að fram- kvæmdir verði ekki skornar niður í kreppunni heldur þeim haldið áfram, segir í atvinnustefnu Sam- fylkingarinnar sem samþykkt var á Reykjavíkurþingi flokksins um helgina. Lagt er til að tekin verði lán til þess að halda framkvæmda- stiginu uppi. Borgarsjóður ráði við lántökur sem forðað gætu fram- kvæmda- og byggingariðnaði frá algjöru hruni. Þá er lagt til að viðhaldi fast- eigna borgarinnar verði flýtt og að lögð verði fram heildstæð áætlun um endurnýjun eldri hverfa, borg- arumhverfis og útisvæða. Lagt er til að þessar framkvæmdir hefjist í Breiðholti. Verklegar framkvæmd- ir verði einnig tryggðar með því að skikka eigendur niðurníddra húsa til að lagfæra þau auk þess sem atvinnutækifærum hönnuða, arkitekta og iðnaðarmanna verði fjölgað með því að auðvelda breyt- ingar á íbúðarhúsnæði sem geri eldri borgurum kleift að búa leng- ur heima og auðveldi aðgengi fatl- aðra. Til þess að lífskjör og velferð verði óbreytt í Reykjavík þarf að tryggja 3,5 prósenta meðalhagvöxt í borginni næsta kjörtímabil, segir í stefnuskránni, og að stefna eigi að 5 prósenta hagvexti árið 2014. Samfylkingin setur fram tillögur í atvinnumálum í höfuðborginni: Vilja taka lán fyrir framkvæmdum BREIÐHOLT Sinna þarf viðhaldi húsa og borgarumhverfis, segir í atvinnustefnu Samfylkingarinnar sem vill hefja fram- kvæmdir í Breiðholti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavík- ur að taka mál sem Lögreglu- stjórinn á höfuðborgarsvæðinu sækir til efnislegrar meðferðar. Sonur varðstjóra hjá LRH kærði annan pilt fyrir að skalla sig í andlitið. Dómari héraðsdóms vísaði málinu frá, því lögreglustjór- inn væri vanhæfur í því vegna tengsla við varðstjóra. Þessi dómur Hæstaréttar nú er í samræmi við nýgenginn dóm hans þess efnis að Héraðs- dómur Suðurlands skyldi taka brot gegn lögreglumanni á Sel- fossi til efnislegrar meðferðar. Dómurinn hafði vísað því frá þar sem það hefði verið rann- sakað í umdæminu þar sem lög- reglumaðurinn starfaði. - jss Hæstiréttur leggur línur: Héraðsdómur skal dæma SAMFÉLAG Rætt verður um end- urnýjaðar kröfur Hagsmuna- samtaka heimilanna um réttlæti fyrir lántaka á aðalfundi þeirra í kvöld. Í tilkynningu frá samtökun- um segir að einnig verði kynntar hugmyndir samtakanna að lausn húsnæðisvanda heimilanna, auk annarra aðalfundarstarfa. Fund- urinn verður í gamla Sjómanna- skólanum við Háteigsveg. - kóþ Hagsmunasamtök heimila: Ræða réttlæti fyrir lántaka ENGLAND Nick Clegg, formaður Frjálslynda demókrataflokks- ins, segir að næsta ríkisstjórn Bretlands þurfi að breyta kosn- ingakerfi landsins. Núverandi kerfi sé svo ósann- gjarnt að breytingar á því ættu að vera fyrsta verkefni hvaða ríkisstjórnar sem tekur við völdum eftir kosningarnar 6. maí. Breyta eigi kosningakerf- inu í hlutfallskosningar í stað þeirra einmenningskjördæma sem þingmenn eru nú fulltrú- ar fyrir. Kannanir benda til að enginn flokkur fái hreinan meirihluta á þinginu og því verði að mynda samsteypustjórn. Nick Clegg: Breytingar á kosningakerfi fyrsta verk EFNAHAGSMÁL Miklu skiptir að fara strax af stað með markaðsátak til að koma í veg fyrir mikinn sam- drátt í fjölda ferðamanna sem koma hingað til lands, segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Farið var í slíkt átak eftir banka- hrunið haustið 2008, en Erna segir þörf á enn stærra átaki nú. Að því verði íslensk stjórnvöld að koma, ásamt hagsmunaaðilum í ferða- þjónustu. Ómögulegt er að segja til um hversu mikill samdráttur í tekj- um af komu ferðamanna verð- ur vegna eldgossins í Eyjafjalla- jökli, segir Erna. Gjaldeyristekjur af komu ferðamanna hingað til lands í fyrra voru um 155 millj- arðar króna. Margir hafa þegar afpantað ferðir hingað til lands, en Erna segir þrátt fyrir allt ákveðin tæki- færi í gosinu. Þegar stöðugleiki komist á flugferðir til og frá land- inu sé ekkert því til fyrirstöðu að ferðaþjónustan komist á flug. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra segir þegar unnið að kynn- ingaráætlun til að draga úr afbók- unum. Hún segir að starfshópur hafi raunar verið starfandi frá því fljótlega eftir að gos hófst í Eyja- fjallajökli til að reyna að koma réttum upplýsingum á framfæri við erlenda fjölmiðla. „Við erum líka að horfa inn á við. Það er verið að teikna upp sviðsmyndir svo við getum verið tilbúin við öllu í sumar. Ein sviðs- myndin er stórt gos, stærra eða sambærilegt en núverandi gos. Við viljum vita nákvæmlega til hvaða ráða skal gripið við slíkar aðstæður,“ segir Katrín. „Það er engin leið að segja til um á þessari stundu hvort eða hversu mikil fækkun verður á ferðamönnum hér í sumar,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamála- stjóri. „Þrátt fyrir að ástandið sé ekki gott í augnablikinu trúi ég því að okkur takist í sameiningu að tryggja að ferðaþjónustan beri ekki skaða af í sumar.“ Ólöf bendir á að eldgosið hafi vakið gríðarlega athygli og augu heimsins hafi beinst að Íslandi. Gosið gefi því líka tækifæri á því að kynna landið betur. Ótamið eðli landsins laði að sér ferðamenn, og svo lengi sem eldgos trufli ekki flugsamgöngur eigi áframhald- andi hraungos í Eyjafjallajökli ekki að þurfa að hafa slæm áhrif á komu ferðamanna hingað til lands. brjann@frettabladid.is klemens@frettabladid.is Þarf stærra átak en eftir bankahrunið Bregðast verður við vísbendingum um fækkun ferðamanna með öflugu mark- aðsátaki að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Þegar unnið að kynningaráætl- un segir ráðherra. Einnig gerðar áætlanir um viðbrögð við stærra eldgosi. FERÐAMENN Gjaldeyristekjur af ferðamönnum voru um 155 milljarðar króna á síðasta ári. Óttast er að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi slæm áhrif á fjölda ferðamanna sem koma til Íslands í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Applicon A/S, dóttur- félag Nýherja hf. í Danmörku, hefur sem undirverktaki þýska fyrirtækisins Siemens IT Sol ut- ions undirritað samning um að annast innleiðingu á SAP-við- skiptakerfum fyrir sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir í Kaup- mannahöfn og á Norður-Sjálandi. Í tilkynningu segir að heildar- samningurinn sé að fjárhæð um 4 milljarðar króna, þar af er hlut- ur Applicon A/S um 1,8 milljarð- ar króna. Vinnan við uppsetningu kerfisins tekur um þrjú ár. Dótturfélag Nýherja: Gerir 1,8 millj- arða samning

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.