Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 27. apríl 2010 21 Leikhús Nei, Dorrit! Mánudagsleikhúsið á sunnudags- kvöldi í Iðnó Stuttur leikþáttur byggður á viðtali forsetahjónanna sem Joshua Hammer tók fyrir Condé Nast Portfolio. Leik- gerð: Þórarinn Leifsson. Leikarar: Ás- dís Sif Gunnarsdóttir, Snorri Ásmunds- son, Davíð Þór Jónsson, Kristín Anna Valtýsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir. Hljóðmynd: Ragnar Kjartansson og Davíð Þór Jónsson. Aðstoðarleik- stjóri: Þorsteinn Bachman. Leikstjóri: Auður Jónsdóttir. Að sviðsetja viðtal er frábær hug- mynd. Umgjörðin er myndlistarverk sem gott er að hvíla augun á. Orðin sem sögð eru hríslast niður í kokið á áhorfendum sem geta ekki annað en hlegið þótt hálf skömmustuleg til- finning fylgi þar með. Þau sitja við borð og viðtalið virðist hafa tekið þó nokkuð marga klukkutíma því af og til dottar hinn ráðvillti forseti og á meðan spjalla frúin og blaðamað- urinn um þessa þjóð og þennan for- seta og þetta bankahrun og það líf sem hún lifir í þessu landi sem hún hafði aldrei séð fyrr en hún fylgdi Ólafi þangað. Snorri Ásmundsson, sem er gjörningalistamaður, fer með hlutverk Ólafs í leiknum og þó svo að hann sé svolítið óskýrmæltur er stirðbusa- hættinum og vélrænunni vel komið til skila. Guðrún Ásmundsdóttir læðist af og til inn og hellir víni í glös Dorritar og blaðamannsins meðan skýrt er sýnt að for- seti vor drekkur aðeins vatn. En þótt hann drekki vatn er hann samt eins og ölv- aður. Meðhlæjendur geta orðið hífaðir og stund- in verður áfeng eins og vín eins og stendur í kvæðinu. Ásdís Sif Gunnarsdóttir er eins ólík Dorrit eins og hugsast getur og það var gott, það gerði fáránleikann stærri. Hér er um myndbrot úr raunveruleikan- um að ræða. Davíð Þór Jónsson fer með hlutverk blaðamanns- ins. Hann heldur ætlun sinni allan tímann og hundurinn litli sem talar mannamál í meðförum Kristínar Önnu Valsdóttur undir- strikar orð Dorritar á skemmti- legan hátt. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Ótrúlega góð hug- mynd, en ekki eins gott leikrit. Já, Dorrit Í kvöld verða tónleikar í Krists- kirkju í Landakoti og hefjast kl. 20. Þeir bera yfirskriftina „María drottning, mild og skær“ og þar kemur fram Kammerkór Reykja- víkur undir stjórn Sigurðar Braga- sonar. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Á efnisskránni er íslensk og erlend kirkjutónlist. Elsta íslenska verkið sem er á efnisskránni er álitið vera frá 1524 og tengist því kaþólskri trú á Íslandi. Einnig verða frumflutt tvö verk eftir stjórnanda kórsins við ljóð eftir Jón Arason, bisk- up á Hólum. Þá eru verk eftir Pál Ísólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Jakob Hall- grímsson og fl. Á efnisskránni er einnig alþjóðleg kirkjutónlist m.a. eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Franz Liszt. Efnisskráin teng- ir að vissu leyti saman íslenska og erlenda kirkjutónlist sem samin er í kaþólskum og lúterskum sið. Kammerkór Reykjavíkur var stofnaður 27. febrúar 2002. Kórinn hefur haldið tónleika í Reykjavík og víða um land. Hann starfaði til ársins 2006 undir stjórn Sigurðar Bragasonar. Veturinn 2006-2007 stjórnaði Björn Thorarensen kórn- um. Eftir tveggja ára hlé hóf kór- inn aftur starfsemi haustið 2009 undir stjórn Sigurðar Bragasonar. - pbb Kammerkór í Kristskirkju TÓNLIST Kristskirkja í Landakoti er rómuð fyrir hljómburð sinn til söngs. Í dag verða hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju. Þeir hefjast kl. 12.15-12.45. Douglas Brotchie, organisti Háteigskirkju í Reykja- vík, flytur fjölbreytta og fagra barokktónlist á Wegscheider- orgel kirkjunnar. Á efnisskrá eru verk eftir Otto Olsson (1879-1964), Johann Pachelbel (1653-1706), : Georg F Kaufmann (1679-1735), Johann Caspar Kerll (1627-1693), og Georg Muffat (1653-1704): Tón- leikunum var aflýst í mars vegna veikinda. Listamaðurinn hefur sérstaklega valið efnisskrána með tilliti til hljóms þessa einstaka hljóðfæris sem er í upprunalegum þýskum mið-átjándu aldar stíl. Orgelsmiðurinn Kristian Wegs- cheider í Dresden þykir fremsti sérfræðingur heims um þessar mundir í smíði og endurgerð upp- runahljóðfæra af þessari gerð. Dr. Douglas Brotchie er fædd- ur í Skotlandi, orðinn Íslend- ingur eftir meira en 25 ára dvöl hér á landi og býr í Mosfellsbæ. Hann er organisti og kórstjóri Háteigs- kirkju, hefur komið fram sem einleikari á tónleikum víða um Ísland, í Skot- landi, Ungverjalandi og í Þýzkalandi og hefur spilað inn á fjölda geisla- diska. - pbb Hádegi í Hafnarfirði TÓNLEIKAR Douglas Brotchie leikur síðbarokk í hádeginu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.