Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 46
30 27. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. sælgæti, 6. tveir eins, 8. fornafn, 9. heiður, 11. leita að, 12. félagi, 14. mjaka, 16. samtök, 17. til viðbótar, 18. hamfletta, 20. tveir eins, 21. færni. LÓÐRÉTT 1. tísku, 3. kringum, 4. gróðrahyggja, 5. af, 7. hindrun, 10. regla, 13. gerast, 15. sál, 16. máttur, 19. hæð. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. tt, 8. mér, 9. æra, 11. gá, 12. lagsi, 14. fikra, 16. aa, 17. enn, 18. flá, 20. dd, 21. list. LÓÐRÉTT: 1. stæl, 3. um, 4. fégirnd, 5. frá, 7. trafali, 10. agi, 13. ske, 15. andi, 16. afl, 19. ás. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Valur. 2 Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson. 3 Í Sjanghæ í Kína. „Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og við höfum fengið góð og mikil viðbrögð,“ segir Þorkell Harðarson en hann frumsýndi ásamt Erni Mar- inó Arnasyni heimildarmyndina Feathered Cocaine á Tribeca- kvikmyndahátíðinni í New York á föstudaginn. Feathered Cocaine fjallar um umfangsmikið smygl á evrópskum fálkum til Mið-Austur- landa en það sem hefur vakið hvað mestu athyglina er að í myndinni kemur fram að einn mest eftir- lýsti maður heims, Osama bin- Laden, er ekki eins vel falinn og vestræn yfirvöld hafa haldið fram. Örn og Þorkell voru til að mynda bara hársbreidd frá því að komast í návígi við hryðjuverkamanninn. Þeir Þorkell og Örn hafa verið bók- aðir í fjölda viðtala, meðal annars við stórblaðið New York Times. Frumsýning myndarinnar á þessari kvikmyndahátíð í New York er engin tilviljun. Stórleik- arinn Robert De Niro stofnaði hana eftir árásirnar á Tvíbura- turnana 2001 sem áðurnefndur Laden og samtök hans, Al-Kaída, eru sögð hafa skipulagt. Þorkell segir myndina því hafa haft sterk áhrif á áhorfendur, þeir hafi verið reiðir og forviða eftir sýninguna. „Fólk hefur rætt árásirnar og sína upplifun á mjög hreinskilinn hátt við okkur. Myndin kemur augljós- lega við kvikuna á fólki,“ útskýrir Þorkell sem vill þó ekki meina að CIA sé farið að fylgjast með ferð- um þeirra um stórborgina. „Nei, enda held ég að þeir séu svo snjall- ir að við myndum aldrei sjá þá ef svo væri.“ Feathered Cocaine hefur verið lengi í vinnslu og þótt stressið fyrir frumsýningu hafi verið mikið segir Þorkell að hann og Örn hafi sofið eins og ungbörn um nóttina. „Ég hef ekki sofið jafn vært í sex ár,“ segir Þorkell en Feathered Cocaine heldur áfram ferðalagi sínu um Norður-Ameríku því hún tekur þátt á Hot Docs-hátíðinni í Toronto. „Þar hefur fólk talað um þessa mynd í þrjú ár, hún var orðin að hálfgerðri goðsögn þannig að það var kominn tími til að koma út úr skápnum með þessa mynd.“ freyrgigja@frettabladid.is ÞORKELL HARÐARSON: BÓKAÐIR Í VIÐTAL HJÁ NEW YORK TIMES Fjaðrafok í New York út af íslensku fálkamyndinni FENGIÐ GÓÐ VIÐBRÖGÐ Örn Marinó og Þorkell Harðarson með fyrrverandi fálkasölumanninum Alan Howell Parrot á frumsýn- ingu Feathered Cocaine sem vakið hefur óskipta athygli á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York. NORDICPHOTOS/GETTY „Ég hef verið að láta nýju plöt- una hennar Erykhu Badu rúlla, Erykah Badu New Amerykah Pt. 2. Frábær plata. Lögin Fall in love og Window seat eru að skara fram úr eins og er.“ Benedikt Freyr Jónsson plötusnúður. Ardís Ólöf Víkingsdóttir, sem lenti í fjórða sæti í fyrstu Idol-þátta- röðinni, útskrifaðist úr söngnámi í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Hún syngur einsöng með Kammerkór Reykjavíkur í Krists- kirkju í kvöld. „Þegar ég var í Idolinu var ég að læra klassískan söng og það blundaði í mér að læra meira. Ég dreif mig út 2006 og var í námi til 2008,“ segir Ardís Ólöf, sem stundaði nám í bænum Princeton í New Jersey. „Þetta var rosalega góð lífsreynsla og það var gaman að prófa að búa annars staðar en á Íslandi. Þetta var hörkuerfitt en mjög skemmtilegt og ég sé ekki eftir því.“ Áður en Ardís fór út í nám var hún af og til í poppinu auk þess sem hún söng í Litlu hryllingsbúð- inni hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún hefur ekki sagt skilið við poppið en klassíski söngurinn á þó hug henn- ar allan þessa dagana. Hún hlakk- ar mikið til tónleikanna í kvöld. „Við erum búin að æfa mjög mikið. Þetta verður rosa gaman. Ég hef aldrei sungið í þessari kirkju og ég hef heyrt að hljómburðurinn sé góður og henti þessari tónlist vel sem við erum að syngja.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og á efnisskránni er íslensk og erlend kirkjutónlist. Stjórnandi Kammerkórs Reykja- víkur, sem hóf aftur störf síðasta haust eftir tveggja ára hlé, er Sig- urður Bragason. - fb Ardís úr Idol syngur einsöng „Þetta var smá flipp bara,“ segir sjónvarps- þulan Katrín Brynja Hermannsdóttir, sem kynnti dagskrá sunnudagskvöldsins með tveggja mánaða son sinn í fanginu. „Ég stóðst ekki mátið. Ég var með hann þarna með mér og þetta er að verða búið. Ég hugsaði bara: „Ókei, þá verð ég bara rekin,“ segir Katrín Brynja, sem fékk ekki leyfi yfirmanna sinna fyrir uppátækinu. Hún segir brátt skilið við Sjónvarpið rétt eins og hinar þulurnar og vill því kveðja með stæl. „Mér finnst þetta svolítið leiðin- legt. Við erum að hverfa af skjánum ein af annarri án þess að það sé neitt sérstakt gert. Það var ekki hægt að sleppa þessu.“ Sonur hennar, sem verður skírður í næsta mánuði, grét aðeins í settinu en stóð sig annars eins og hetja. „Hann var aðeins að tjá sig,“ segir Katrín, sem hefur fengið mjög góð viðbrögð við uppátækinu. Rúm níu ár eru síðan Katrín hóf störf sem þula og segir hún tímann hafa verið æðisleg- an. Hún viðurkennir að erfitt verði að hætta. „Þetta verður mjög skrítið. Það er svo æðis- legt fólk sem er að vinna þarna. Ég hugsa að ég hefði endað þarna með göngugrindina ef þeir hefðu ekki lagt þetta niður.“ - fb Kynnti dagskrána með soninn í fanginu SJÓNVARPSSTJÖRNUR Katrín Brynja Hermannsdóttir ásamt syni sínum sem verður skírður í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ARDÍS ÓLÖF VÍKINGSDÓTTIR Ardís Ólöf syngur einsöng á tónleikunum í kvöld sem verða haldnir í Kristskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu þá er alheimsfeg- urðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir stödd í Kína ásamt fríðu föruneyti sem sér um íslenska básinn á heimssýningunni í Sjanghæ. Unnur og félagar hafa vakið mikla athygli, en tugir frétta og greina um íslenska skálann hafa birst í kínverskum fjölmiðl- um. Ísland er í hópi þjóða sam taka þátt í prufuopnun sýningarinnar og hafa tekið á móti 15.000 gestum á þremur dögum. Gríðarlegar raðir hafa myndast við skálann og stund- um hafa yfir 1.000 manns í einu staðið í röð. Lindsay Lohan var nýlega rekin úr kvikmyndinni The Other Side því framleiðendum myndarinnar leist ekkert á að hafa vandræða- gemsann innanborðs. Meðal annarra leikara í myndinni eru Woody Harrelson og Alanis Morrisette en klippari myndarinnar á imdb.com er sögð vera Val- dís Óskars- dóttir. Uppistandsgrínararnir í Mið-Íslandi gerðu góðan túr til Kaupmanna- hafnar um helgina. Þeir Bergur Ebbi Benediktsson, Dóri DNA, Ari Eldjárn og Jóhann Alfreð tróðu upp á Nordatlantens Brygge og þangað mættu um 150 grín- þyrstir Kaupmannahafnarbúar og nærsveitamenn. Var góður rómur gerður að gríni félaganna og þótti kvöldið vel heppnað. Meðal gesta var Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi, sem hló manna hæst þegar þeir félagar gerðu grín að honum, og veitingamaður- inn Friðrik Weisshappel sem var yfir sig hrifinn af þeim félögum. Svo hrifinn var Friðrik að hann keypti fjölmörg eintök af grínplötu Ara og bauð grínflokknum í „bröns“ á veitinga- húsi sínu daginn eftir. - afb, fgg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI HAFNARFJARÐARKIRKJA.IS SÍÐASTA HJÓNANÁMSKEIÐIÐ Vegna fjölmargra áskorana verður bætt við auka hjóna og sambúðarnám- skeiði í Hafnarfjarðarkirkju 9. og 10. maí næstkomandi. Leiðbeinandi er sem fyrr sr.Þóhallur Heimisson. Á námskeiðunum er nú lögð sérstök áhersla á hvernig hægt er að styrkja innviði fjölskyldunnar og samband hjóna á þeim erfi ðu tímum sem ganga yfi r land og þjóð. Skráning fer fram á thorhallur33@gmail.com. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að fi nna á hafnarfjardarkirkja.is Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.