Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 12
12 27. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR FÍKNIEFNI Fólkið reyndi að koma efnunum eftir þrælskipulögðum krókaleiðum en var tekið. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tvo karlmenn og eina konu, Mindaugas Strimaitis, Tadas Griskevicius og Rima Kavalskyte, fyrir að reyna að smygla inn nær 2,8 kílóum af metamfetamíni til sölu og dreifingar. Fíkniefnin voru falin í rafgeymi BMW-bifreiðar sem Andrej Fedos- iuk og Genrik Karuzel fluttu í far- þegaferjunni Norrænu frá Esbjerg í Danmörku til Þórshafnar í Fær- eyjum þar sem þeir voru hand- teknir 13. nóvember á síðasta ári og hald var lagt á fíkniefnin. Mindaugas skipulagði og fjár- magnaði að hluta innflutning á fíkniefnunum. Hann, ásamt öðrum manni, ráðgerði í Litháen í júlí að flytja fíkniefni til Íslands. Mindaugas lét söluandvirði bif- reiðar sinnar, tæpar 350 þúsund krónur, renna til kaupa á fíkni- efnunum og skipti verkum með Rima og Tadas. Hann fékk Rima til að kaupa farmiða fyrir Andrej og Gernik til Íslands. Tadas fékk hann til að láta í té nafn sitt og símanúmer til að Andrej og Gern- ik gætu gefið hann upp sem tengil- ið sinn á Íslandi yrðu þeir stöðvað- ir af tollyfirvöldum. Þá stóð til að Mindaugas tæki á móti mönnun- um við komu þeirra til Íslands, en lögreglan hafði þá handtekið fólk- ið sem nú eru ákært. Loks sótti Mindaugas landa sinn á Keflavík- urflugvöll hinn 17. nóvember og ók honum til baka 26. nóvember en sá átti að fjarlægja fíkniefnin úr BMW-bifreiðinni. jss@frettabladid.is Földu dóp í rafgeymi bíls Tveir karlmenn og kona hafa verið ákærð af ríkis- saksóknara fyrir tilraun til að smygla nær þremur kílóum af metamfetamíni í bifreið til landsins. VÍSINDI Stjarneðlisfræðingurinn og stærðfræðingurinn Stephen Hawking telur mjög líklegt að geimverur séu til en að okkur mönnunum sé ráðlegast að hafa hægt um okkur og vona að þær taki ekki eftir okkur. Discovery-sjónvarpsstöðin hefur gert fræðsluþáttaröð um Hawking og kenningar hans. Hawking, sem er fjölfatlaður og talar með hjálp gervils, er einn virtasti stjarneðlisfræðingur og hugsuður heims. Í þáttunum fjallar hann meðal annars um líf á öðrum plánetum. Hann telur að það sé að mestu örverur og sýklar. Þróaðri geimverur séu þó að öllum líkindum einnig til og það þurfi aðeins að líta til sögunnar til að sjá hvaða áhrif heimsókn þeirra gæti haft á jarðarbúa. Þegar Kólumbus kom til Amer- íku var það ekki mjög gott fyrir frumbyggjana, segir prófessor- inn. Hann telur líklegt að slíkar verur séu á ferðinni vegna þess að þær hafi þegar þurrausið sína plánetu og ferðist nú um í gríð- arlegum geimskipum til þess að leita að nýlendum til að arð- ræna. Hawking segir að sínum stærð- fræðiheila finnist fullkomlega eðlilegt að hugsa um geimverur. - ót Telur líklegt að geimverur séu í leit að nýlendum: Hawking er hrædd- ur við geimverur SÚDAN Tilkynnt var í gær að Omar al-Basjír forseti, sem eftirlýstur er fyrir stríðsglæpi í Darfúr, hafi orðið hlutskarpastur í forsetakosningum, með um 68 prósent atkvæða. Þetta eru fyrstu kosningarnar í Súdan í 24 ár þar sem fleiri en einn flokkur býður sig fram og voru þær flóknar í framkvæmd. Kosningaeftirlitsstofnanir og stjórnarandstaða fullyrða að svik hafa verið í tafli og um helgina urðu skærur vegna kosninganna milli araba og hermanna úr suður- hluta landsins. Um 55 manns voru drepnir. Fréttaritari BBC, James Copnall, segir að túlka megi end- urkjör al-Basjírs sem svo að kjós- endur hafi viljað snupra Alþjóða- glæpadómstólinn, sem hefur gefið út handtökutilskipun á hendur al-Basjír, vegna meintra stríðs- glæpa. Forsetinn segist enga glæpi hafa framið. Súdan er stærsta land Afríku. Suðurhluti þess er að jafna sig á 21 árs borgarastríði, sem lauk 2005. Al-Basjír framdi valdarán 1989, án blóðsúthellinga, og tók sér þá forsetavald. - kóþ Omar al-Basjír er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi í Darfúr en bar sigur úr býtum: Forseti Súdans heldur völdum OMAR AL-BASJÍR Forsetinn fékk um 68 prósent atkvæða og verður áfram við völd. Í Súdan er gnótt auðæfa, svo sem olíu, en flestir landsmenn lifa við kröpp kjör. NORDICPHOTOS/AFP OSLÓ Málefni Norðurslóða, fisk- veiðiréttindi og yfirráð yfir olíu- og gaslindum á Norðurslóð- um verða í fyrirrúmi í viðræð- um Dimítrí Medvedev við norsk stjórnvöld. Forsetinn kom í opinbera heim- sókn til Óslóar í gærmorgun ásamt eiginkonu sinni. Rússar og Norðmenn hafa lengi deilt um yfirráð í Barentshafi og munu viðræður um það mál setja svip sinn á viðræður þótt ekki sé talið líklegt að lausn sé á næsta leiti. Rússlandsforseti í Ósló: Norðurslóðir í fyrirrúmi ÓDÝR VINNUFATNAÐUR FAGFÉLÖG TÓNLISTARFÓLKS Á ÍSLANDI TILKYNNA HÉRMEÐ AÐ HALDINN VERÐUR OPINN FRÆÐSLU- OG SPJALLFUNDUR í kvöld 27. apríl kl. 20:00 á Kornhlöðuloftinu Bankastræti 2 (aftan við Lækjarbrekku á 2. hæð) Til umræðu verður: 1) Hið nýja fyrirkomulag listamannalauna. Fulltrúar úr stjórn listamanna launa og úthlutunarnefnda tónskáldasjóðs og tónfl ytjendasjóðs mæta, ræða tilhögun, veita tilsögn og taka á móti ábendingum um það sem betur mætti fara. 2) Fyrirkomulag og fl okkar ÍTV, Íslensku tónlistarverðlaunanna. Stjórn ÍTV mætir og tekur þátt í umræðum og veitir móttöku góðum ábendingum. 3) Íslandsstofa - án aðkomu hinna skapandi greina? 3) Önnur mál er varða tónlistarlífi ð á Íslandi. Aðgangur ókeypis og öllum opinn. Fundarstjóri: Jakob Frímann Magnússon Félag íslenskra tónlistarmanna Tónskáldafélag Íslands

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.