Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 42
26 27. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR FÓTBOLTI Í kvöld ræðst það hvort þýska liðið Bayern München eða franska liðið Lyon kemst í úrslit Meistaradeildarinnar en liðin mætast þá í seinni undanúrslita- leik sínum á Stade Gerland í Lyon. Bayern München vann fyrri leik- inn 1-0 á heimavelli þrátt fyrir að hafa misst Franck Ribery út af með rautt spjald í fyrri hálfleik. Hollendingurinn Arjen Robben fékk skráð á sig sigurmarkið þegar hann skaut í félaga sinn Thomas Müller og í markið. „Við vorum of varnarsinnað- ir í fyrri leiknum og við verð- um að breyta um taktík ef við ætlum okkur áfram. Við verðum að sækja meira,“ sagði Lisandro Lopez, framherji Lyon, og þjálf- arinn Claude Puel tók undir þetta. „Við vorum með handbremsuna á í München en við eigum enn þá möguleika á að komast áfram,“ sagði Claude Puel. „Við fórum til Real Madrid og komumst áfram. Núna ætlum við að gera það sama á okkar heima- velli. Ég er hrifnastur af þessum kringumstæðum því ég trúi því að maður spili besta fótboltann þegar liðið þarf að ná ákveðnum úrslit- um. Ég er ekki of bjartsýnn en við höfum möguleika á að komast áfram ef við spilum okkar besta leik,“ sagði Puel. Franck Ribery og Danijel Pranj- ic eru í banni hjá München auk þess sem miðverðirnir Martin Demichelis og Daniel van Buyten fengu högg um helgina og miðju- maðurinn Anatoliy Tymoshchuk glímir við magavírus. Lyon-menn fengu hins vegar leik sínum við Mónakó frestað og mæta því fer- skir til leiks. „Við erum ekki þannig lið sem mætir til leiks bara til að halda hreinu. Liðið hefur aldrei spil- að þannig undir minni stjórn og byrjar ekki á því núna. Við erum með marga meidda menn en það verða samt ellefu sem byrja leik- inn,“ sagði Louis van Gaal, þjálf- ari Bayern. „Þegar ég var þjálfari í Hollandi og við þurftum að mæta þýsku liði varaði ég alltaf mína menn við að þeir þyrftu að spila leikinn allt til enda. Okkar lið er byggt upp á þýskum leikmönnum og mönn- um sem hafa verið lengi í landinu. Þetta lið býr því yfir sönnum þýsk- um anda,“ sagði van Gaal. - óój Þjálfari Lyon lofar meiri sóknarleik á móti Bayern í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld: Vorum með handbremsuna á í München MIKILVÆGT MARK Hollendingurinn Arjen Robben fagnar sigurmarkinu í fyrri leiknum á móti Lyon ásamt Bastian Schweinsteiger. MYND/AFP > Júlíus í viðræðum við Val Júlíus Jónasson hefur verið í viðræðum við að taka við liði Vals undanfarna daga. Júlíus sagði við Vísi í gær að viðræður ættu að klárast á allra næstu dögum. „Viðræð- urnar hafa ekki staðið lengi yfir,“ sagði Júlíus en þetta kom fram í dagsljósið sama dag og Valur lék úrslitaleik við Akureyri um laust sæti í úrslitarimmu Íslandsmóts- ins. Óskar Bjarni Óskarsson hefur gefið út að hann hættir með liðið. Júlíus er einnig þjálfari kvennalandsliðs Íslands. Aðspurður hvort viðræðurnar snerust um að finna lendingu í sínum málum hjá HSÍ sagði Júlíus: „Þetta mál er allt í algjörri skoðun.“ sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI „Við vorum ekki að tapa neinu,“ sagði Ingi Þór Stein- þórsson, þjálfari Snæfells, eftir að liðið beið lægri hlut á heima- velli gegn Keflavík í gær 73-82. „Við erum að fara í Keflavík á fimmtudaginn til að vinna.“ Með sigri hefðu Snæfellingar tryggt sér Íslandsmeistaratitil- inn en heimavöllur þeirra hefur ekki reynst þeim mjög happa- drjúgur í úrslitakeppninni. Stað- an í einvíginu er nú orðin jöfn 2-2 og því ljóst að bikarinn fer á loft eftir oddaleik á fimmtudaginn í Keflavík. Fjárhúsið í Stykkishólmi var orðið þétt setið um klukkutíma fyrir leik og áhorfendum komið fyrir á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum í salnum. Stemningin var mikil. Snæfell byrjaði betur, komst strax í 10-2 og var með sjö stiga forystu að loknum fyrsta fjórð- ung. Þar voru þriggja stiga körfur og vítaskot í aðalhlutverki. Sókn- arleikur Keflvíkinga var hikst- andi í upphafi og Nick Bradford litlu að skila. Gestirnir fundu betri takt í öðrum leikhluta og komust í fyrsta sinn yfir þegar fjórar mín- útur voru liðnar af honum. Lyk- ilmenn Snæfellsliðsins voru ekki að finna sig og um tíma virtist þeim illmögulegt að koma bolt- anum ofan í körfuna. Jeb Ivey hélt Snæfellingum á floti á þessum kafla en tvær þriggja stiga körfur Harðar Axels Vilhjálmssonar fyrir Keflavík rétt fyrir hálfleik gerði það að verkum að þeir höfðu sex stiga forystu þegar gengið var til bún- ingsherbergja, staðan 34-40. Þriðji leikhluti einkenndist af mikilli hörku og fengu tveir Snæ- fellingar að finna vel fyrir Herði Axel sem blóðgaði bæði Sigurð Þorvaldsson og Emil Þór Jóhanns- son. Þurftu báðir aðhlynningu og sárabindi um höfuðið. Baráttan var allsráðandi og fékk Hörð- ur sína fjórðu villu fyrir síðasta fjórðunginn. Keflvíkingar náðu mest ellefu stiga forystu snemma í leikhlut- anum en heimamenn voru ekki dauðir úr öllum æðum og þar fóru fremstir í flokki Hlynur Bærings- son ásamt Ivey. Staðan var 57-60 fyrir síðasta fjórðunginn. Gestirnir náðu svo níu stiga forystu 61-70 en þá hitti Jón Ólaf- ur Jónsson niður mögnuðum þristi og kveikti í Snæfellingum á ný. Ivey bætti öðrum þristi við í kjölfarið og munurinn orðinn aðeins þrjú stig en lengra komust heimamenn ekki. Keflavík var með frumkvæðið og lét það ekki af hendi, vann níu stiga sigur. „Harkan var mikil í þessum leik og stundum var þetta aðeins of mikið af því góða,“ sagði Ingi Þór. „Þrátt fyrir að hafa spilað fína vörn í byrjun þá náðum við ekki að skilja þá eftir og fyrir vikið komust þeir á bragðið. Þeir fengu hærri framlög frá fleirum í sínu liði og nú er bara að snúa bökum saman.“ elvargeir@frettabladid.is Keflvíkingar börðu fram oddaleik Það var mikil harka í fjórða leik Snæfells og Keflavíkur sem fram fór í Stykkishólmi í gær. Heimamenn gátu með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en gestirnir mættu baráttuglaðir til leiks. ANNAÐ ÁRIÐ Í RÖÐ Nick Bradford er kominn í oddaleik um titilinn annað árið í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÞAKKAÐ FYRIR STUÐNINGINN Leikmenn Keflavíkur þakka hér áhorfendum sínum fyrir stuðninginn í Hólminum í gær en Keflavík tryggði sér þar hreinan úrslitaleik um titilinn á heimavelli sínum í Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Það var mikið undir í leiknum í Hólminum í gær og hvorugt liðið gaf þumlung eftir. Þrír leikmenn fengu slæm högg í leiknum í Hólminum í gær þannig að fossblæddi úr þeim öllum. Keflvíkingurinn Jón Norðdal Hafsteinsson meiddist fyrst um miðjan annan leikhluta eftir að hafa fengið högg í baráttu um frákast við Hlyn Bæringsson. Jón Norðdal yfirgaf húsið en sneri aftur eftir að seinni hálfleikurinn var byrjaður. Tveir Snæfellingar meiddust síðan með stuttu millibili eftir samskipti við Keflvíkinginn Hörð Axel Vilhjálmsson í þriðja leik- hluta, fyrst Sigurður Þorvalds- son og svo Emil Þór Jóhanns- son. Báðir fengu skurð í kringum auga og um dágóða stund sátu þeir hlið við hlið fyrir aftan Snæ- fellsbekkinn á meðan gert var að sárum þeirra. Sigurður kom aftur inn í leikinn en bæði Jón Norðdal og Emil höfðu lokið leik eftir þessi högg. - óój Hart barist í Hólminum: Fossblæddi úr þremur í gær BORINN ÚT AF Jón Norðdal Hafsteinsson var einn af þeim sem fékk slæmt högg í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Landsliðsmarkvörður- inn Þóra Björg Helgadóttir hefur byrjað ferilinn vel með LdB FC Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þóra hélt marki sínu hreinu í þriðja sinn í fjórum leikjum um helgina og LdB FC Malmö er nú eitt í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga. LdB FC Malmö hefur þriggja stiga forskot á Jitex BK og markatala liðsins er 12- 1. Eina markið sem Þóra hefur fengið á sig var í 6-1 sigri á móti Jitex BK í annarri umferð en hún hefur síðan haldið markinu hreinu í 257 mínútur. Það er ekki eins og það hafi ekkert verið að gera hjá Þóru í leikjunum því hún hefur varið 24 skot í þessum fjór- um leikjum eða 96 prósent þeirra skota sem hafa komið á hana. - óój Byrjun Þóru í Svíþjóð: Með 96 prósent markvörslu EITT MARK Á SIG Þóra Björg Helga- dóttir spilar vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Það kom ekkert annað til greina en að vinna,“ sagði Sverrir Sverris- son, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn í Hólminum. „Við erum búnir að vera skelfilegir og vorum komnir með bakið upp við vegg. Við þurftum að sýna að það er karakter í okkur og að við erum alvöru keppnismenn.“ Það var mjög hart barist í leiknum í gær. „Þetta eru hörð lið, það eru naglar í báðum liðum og þannig er þetta bara gaman. Menn voru grimmir og við vorum að taka slatta af lausum boltum. Vörnin var góð og hún ásamt grimmdinni skilaði þessum sigri. Sóknin var líka þokkaleg en hún kemur með ef hinir tveir þættirnir eru til staðar,“ sagði Sverrir. „Við vitum alveg hvað við þurfum að gera gegn Snæfelli. Þetta er sálrænt, þetta er ekki spurningin um að tala um hlutina heldur framkvæma þá.“ Snæfellingar hefðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri en nú er ljóst að á fimmtudagskvöld verður alvöru oddaleikur í Keflavík. „Við komum ekki hingað til að taka þátt í sigurhátíð sem þeir voru búnir að plana. Við sáum til þess að það þurfti að fresta henni. Það er frábært að komast í oddaleik og verður gaman að taka þátt í honum.“ Sverrir býst við rosalegum leik á fimmtudag. „Þetta eru svaðaleg stuðningslið sem bæði lið eiga og þetta verður líf og fjör,“ sagði Sverrir. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, var virkilega ánægður með varnarleik síns liðs. „Menn voru mjög einbeittir á það sem við þurftum að laga. Við héldum forystunni frá miðjum öðrum leikhluta. Stóru strákarnir stóðu sig vel og dreifingin í liðinu var mjög góð. Það er ekki einn leikmaður sem vinnur svona leiki held- ur lið,“ sagði Guðjón. „Við verðum ánægðir í kvöld en svo förum við að spá í hvað við þurfum að gera til að taka dolluna á fimmtudaginn. Það verður bara gaman.“ KEFLVÍKINGURINN SVERRIR ÞÓR SVERRISSON: ÁTTI FRÁBÆRA INNKOMU AF BEKKNUM Í GÆR Komum ekki til að taka þátt í sigurhátíð hjá þeim

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.