Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 40
24 27. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR Kvikmyndir ★★★ Black Dynamite Leikstjóri: Scott Sanders Aðalhlutverk: Michael Jai White, Salli Richardson-Whitfield, Tommy Davidson. Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins. Í kringum 1970 gerðist fólk af afr- ískum uppruna frekt til fjörsins í Hollywood og í kjölfarið spratt upp ansi hreint skemmtileg kvik- myndagrein sem kennd er við „blaxploitation“. Myndir eyrna- merktar hugtakinu skörtuðu hör- undsdökkum leikurum í öllum helstu hlutverkum auk þess sem tónlist, talsmáti og flest annað var sótt beint í menningarheim afr- ísk ættaðra Ameríkana. Þeldökku diskókempurnar voru ægilegir töffarar sem stóðu flest- um bleiknefja bíóhetjum framar. Þeir voru harðari, betri elskhug- ar, rifu kjaft helmingi hraðar og slógust og munduðu frethólka sem ofurmenni væru. Þekktasti „blaxploitation“- kappinn er ofurlöggan Shaft sem fór mikinn í síða leðurjakkanum sínum og gekk milli bols og höf- uðs rumpulýðs, í nokkrum mynd- um, allt frá Harlem til Afríku. Í Black Dynamite er brugðið hress- i lega á leik og gömlu „blaxploita- tion“-myndunum er sunginn fynd- inn óður um leið og góðlátlegt grín er gert að kvikmyndagreininni. Black Dynamite er einhver sá ægilegasti harðhaus sem sögur fara af. Hann er skjótari en skugg- inn að skjóta eða lemja menn í spað, getur fullnægt heilu kvenna- búri í einni lotu og er mikill kung- fu-meistari. Hann er líka fyrrver- andi CIA-maður en virðist helst hafa í sig og á með handrukkunum þegar hér er komið við sögu. Þegar bróðir hans er drepinn hrekkur kallinn í gamla gírinn, fær aftur leyfi frá CIA til að drepa og hreinsar til í undirheimunum um leið og hann sópar öllu dópi af götunum. Allt er þetta gert með ægilegum ýkjum og yfirgengileg- um töffaraskap og á slíkum hraða að varla finnst dauður punktur í myndinni sem er þar fyrir utan ansi hreint fyndin. Undir þessum ósköpum dunar geggjuð tónlist áttunda áratug- arins og myndin er öll löðrandi í dásamlegri „seventís“ stemningu með tilheyrandi klikkuðum hár- greiðslum, rúllukragapeysum, berbrjósta píum og mögnuðum leðurjökkum. Maður getur eiginlega ekki beðið um mikið meira og ég er illa svikinn ef þessi mynd kveikir ekki löngun hjá einhverjum eftir því að finna gömlu Shaft-myndirn- ar með Richard Roundtree og elta Pam Grier og fleira gott fólk uppi á meðan það var í toppformi. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Bráðskemmtilegur og eitursvalur snúningur í léttum dúr á blökkumannamyndunum sem gerðu garðinn frægan upp úr 1970. Hröð keyrsla og magnaðar ýkjur í stíl og slagsmálum gera þetta að fyrirtaks skemmtun. Dúndrandi diskóbolti 650 650 Gildir ekki í Lúxus 650 SÍMI 564 0000 12 12 L 10 12 L 10 7 SÍMI 462 3500 12 10 L SHE´S OUT OF MY LEAGUE kl. 6 - 8 - 10 DATE NIGHT kl. 10 THE SPY NEXT DOOR kl. 6 - 8 SÍMI 530 1919 16 L L 16 12 12 L L 10 BLACK DYNAMITE kl. 10.15 íslenskur texti HACHIKO: A DOGS STORY kl. 10 íslenskur texti CRAZY HEART kl. 5.45 - 8 íslenskur texti UN PROPHÉTE kl. 6 - 9 enskur texti ONDINE kl. 5.50 íslenskur texti IMAGINARIUM OF DR. P... kl. 5.45 íslenskur texti DIALOG kl. 8 íslenskur texti THE LIVING MATRIX kl. 10 íslenskur texti MOON kl. 8 íslenskur texti SÝNINGARTÍMA BÍÓDAGA ER AÐ FINNA Á MIDI.IS SÍMI 551 9000 .com/smarabio 14 16 12 L 10 14 SHE´S OUT OF MY LEAGUE kl. 5.40 - 8 - 10.20 SHE´S OUT OF MY LEAGUE LÚX kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE SPY NEXT DOOR kl. 3.40 - 5.50 - 8 DATE NIGHT kl. 6 - 8 - 10 I LOVE YOU PHILLIP MORRIS kl.5.40 - 8 - 10.20 AÐ TEMJA DREKANN SINN 3D kl.3.40 NANNY MCPHEE kl.3.40 BOUNTY HUNTER kl. 10.15 NÝTT Í BÍÓ! 16. APRÍL - 6. MAÍ Í REGNBOGANUM 24 GÆÐAMYNDIR FRÁ ÖLLUM HEIMSHORNUM DAS WEISSE BAND kl. 5.20 - 8 THE CRAZIES kl. 10.20 CLASH OF THE TITANS 3D kl. 10.30 DEAR JOHN kl. 5.40 - 8 KÓNGAVEGUR kl. 5.45 - 8 - 10.15 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 6 - 9 DAS WEISSE BAND ER Á BÍÓDÖGUM GRÆNA LJÓSSINS 650 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI 650 650 - bara lúxus Sími: 553 2075 SHE´S OUT OF MY LEAGUE 8 og 10.10 12 THE CRAZIES 10 16 THE SPY NEXT DOOR 6 L DATE NIGHT 8 10 I LOVE YOU PHILLIP MORRIS 8 og 10 12 AÐ TEMJA DREKANN SINN 3D 6 L NANNY MCPHEE THE BIG BANG 5.50 L ÍSLENSKT TAL 900 KR. Í 3D 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr.600 kr. ÞRIÐJUDAGAR ERU TILBOÐSDAGAR ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSSI 12 12 12 12 12 12 12 12 12 14 14 14 L L L L L L L L L 10 10DATE NIGHT kl. 8 - 10 HOT TUB TIME MACHINE kl. 8 - 10 OFURSTRÁKURINN M/ ísl. Tali kl. 6 INVICTUS kl. 5.30 HOW TO TRAIN YOUR DRAGON 3D ísl. kl. 6 CLASH OF THE TITANS - 3D kl. 8 OFURSTRÁKURINN M/ ísl. Tali kl. 6 KICK ASS kl. 8 - 10:20 MEN WHO STARE AT GOATS kl. 10:20 SVALASTA MYND ÁRSINS ER KOMIN!  EMPIRE - Chris Hewitt Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna Með Íslensku tali SHE´S OUT OF MY LEAGUE kl. 5:40 - 8 - 10:20 OFURSTRÁKURINN M/ ísl. Tali kl. 5:50 KICK ASS kl. 5:40 - 8 - 10:30 KICK ASS kl. 8 - 10:30 CLASH OF THE TITANS kl. 8 - 10:30 CLASH OF THE TITANS kl. 5:40 AÐ TEMJA DREKANN SINN 3D M/ ísl. Tali kl. 5:50(3D) AÐ TEMJA DREKANN SINN M/ ísl. Tali kl. 5:50 HOT TUB TIME MACHINE kl. 8 - 10:30 THE BLIND SIDE kl. 8 MEN WHO STARE AT GOATS kl. 10:30 KICK ASS kl. 5:50 - 8:10D - 10:40D OFURSTRÁKURINN M/ ísl. Tali kl. 6 CLASH OF THE TITANS 3D kl. 8:10(3D) - 10:30(3D) HOT TUB TIME MACHINE kl. 8:10 - 10:30 HOW TO TRAIN YOUR DRAGON 3D ensku. Tali kl. 6(3D) *GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í 3D OG BEINAR ÚTSENDINGAR ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG KR. 600*

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.