Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 10
10 27. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Rannsókn lögreglunnar á þjófnaði á verkfærakistu leiddi til þess að hún komst á spor manna sem svipt höfðu mann í Reykjanesbæ frelsinu, haldið honum nauðugum og þvingað hann til að stela kistunni vegna fíkniefnaskuldar. LÖGREGLUMÁL Einn þeirra manna sem grunaðir eru um að hafa numið karlmann á brott frá heim- ili sínu í Reykjanesbæ, haldið honum nauðugum yfir nótt, hótað honum og meitt, hefur að minnsta kosti þrisvar hlotið dóma fyrir lík- amsárásir. Hinir sem taldir eru eiga aðild að þessu alvarlega máli eru allir þekktir brotamenn bæði í fíkniefna,- ofbeldis- og auðgun- arbrotum. Mennirnir eru allir á þrítugsaldri, bæði fórnarlambið og gerendur. Lögreglan á Suðurnesjum rann- sakar nú málið sem varðar ætlaða frelsissviptingu mannsins, lík- amsmeiðingar, hótanir og þjófn- aði. Rannsókn þess hófst 9. apríl. Þá var lögregla kvödd á vettvang vegna þjófnaðar á verkfærakistu sem eigandinn hafði lagt frá sér á bílastæði við leikskóla í Reykja- nesbæ. Það sást til þjófanna og bifreiðar þeirra og tókst lögreglu að finna bifreiðina skömmu síðar ásamt þýfinu. Við rannsókn málsins komu fram upplýsingar um að maður hefði verið numinn á brott með valdi frá heimili sínu nóttina áður, haldið nauðugum í heima- húsi eins ofbeldismannanna og sætt þar hótunum, ýmsum lík- amsmeiðingum og pyntingum af hálfu fimm manna. Manninum var haldið nauðugum fram eftir degi og mun meðal annars hafa verið þvingaður til að stela verk- færakistunni. Ástæða verknaðarins mun hafa verið innheimta á fíkniefnaskuld, sem nam fáeinum tugum þúsunda króna samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fórnarlambið mun ekki hafa hlotið alvarlega áverka af völdum mannanna, en lögreglan lítur frelsissviptinguna og nauðungarvist mannsins mjög alvarlegum augum. Sex menn voru handteknir vegna rannsóknar málsins og húsleitir gerðar á nokkrum stöð- um. Við húsleitirnar fannst meðal annars ætlað þýfi. Þrír mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 16. apríl, en þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum. Gæslu- varðhald var síðan framlengt um viku yfir einum mannanna, en sá sem hlotið hefur líkamsárásar- dómana, Ólafur Darri, er kominn í afplánun á tólf mánaða refsingu sem hann var dæmdur til í lok febrúar síðastliðinn. Þá var hann dæmdur fyrir að ráðast inn til karlmanns og kýla hann ítrekað í andlit og líkama með mótorhjóla- hanska með harðri brynju. jss@frettabladid.is Þekktir brota- menn sviptu mann frelsi Þekktir brotamenn eru grunaðir um að hafa svipt karlmann á þrítugsaldri frelsinu í Reykjanesbæ fyrr í mánuðinum og haldið honum nauðugum klukku- stundum saman. Voru að innheimta fíkniefnaskuld. VIÐSKIPTI Íslenska hugbúnaðar- fyrirtækið Betware skilaði 181 milljónar króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins, sem er með höfuð- stöðvar í Kópavogi og skrifstof- ur í Danmörku, Kanada, á Spáni og í Póllandi. Í tilkynningu segir að tekjur félagsins hafi numið 1.230 millj- ónum króna og aukist um meira en 50 prósent frá fyrra ári. Betware er frumkvöðull í þróun og framleiðslu á hugbún- aði og netlausnum fyrir innlend og erlend ríkislottó og getraunir og á rætur í fyrirtækinu Marg- miðlun. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 100 talsins, þar af um 60 hér- lendis. Íslenska fyrirtækið Betware: Skilar 181 millj- ónar hagnaði BANDARÍKIN Talið er að um 160 þúsund lítrar af olíu leki í hafið á degi hverjum frá olíu- borpallinum sem sökk til botns á Mexíkó- flóa í síðustu viku. Til að reyna að draga úr umhverfisspjöllum vegna olíunnar hafa vél- menni verið send á dýpið og eiga að gangsetja búnað sem gæti stöðvað lekann. Borpallurinn var í eigu breska olíufélagsins, BP, og lögðu talsmenn hans áherslu á að aðgerðin væri svo flókin að ekki væri víst að hún tækist. Leif- arnar af pallinum eru á rúmlega 1.500 metra dýpi. Óttast er að nái olían til bandarískr- ar strandar verði meiri háttar umhverfis- slys. Borpallurinn var einungis 112 kíló- metra undan Bandaríkjaströnd en í innan við 50 kílómetra fjarlægð er eyjaklasi sem er áfangastaður farfugla. Sérfræðingar ótt- ast mjög áhrifin sem olían gæti haft á lífríki stranda, eyja og votlendis berist hún að landi. Vindar hafa verið hagstæðir til þessa og olíu- straumurinn legið frá landi. Nú þegar hefur olíubrákin breitt sig yfir svæði sem eru 1.550 ferkílómetrar að stærð. Alls 30 skip eru á vettvangi og vinna að hreinsun hennar. Stefnt er að því að loka olíulindinni sem borpallurinn var yfir, en það getur tekið frá nokkrum tímum til margra mánaða. Borpall- urinn var 121 metra langur og 78 metra breið- ur. Ellefu manns úr áhöfn hans er enn saknað. - sbt 160 þúsund lítrar leka í hafið á degi hverjum frá olíuborpallinum sem sökk: Vélmenni stöðvi gríðarlegan olíuleka OLÍUBRÁKIN Nær nú þegar yfir 1.550 ferkílómetra. NORDICPHOTOS/AFP LÚXEMBORG, AP Auka þarf sam- vinnu Evrópusambandsins (ESB) og Atlantshafsbandalags- ins (NATO) við þjálfun lögreglu í Afganistan. Þetta segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda- stjóri NATO. Hann ávarpaði fund 27 utanríkis- og varnarmálaráð- herra ESB í gær. Eftir fundinn sagði Fogh Rasm- ussen að tillagan hefði fengið „jákvæðar undirtektir. Engum andmælum var hreyft“. Rasmussen lagði til verkaskipt- ingu þar sem ESB annaðist upp- byggingu og þjálfun lögreglu- liðs Afganistan. Núna reka bæði ESB og NATO samhliða áætlan- ir í málaflokknum sem báðar líða fyrir skort á leiðbeinendum. Að sögn Rasmussens þyrfti NATO eitt að ráða 450 leiðbeinendur í viðbót. - óká Aukið samstarf í Afganistan: Evrópusamband sjái um þjálfun lögreglu ANDERS FOGH RASMUSSEN Fram- kvæmdastjóri NATO vill auka samstarf við Evrópusambandið. Hópur fólks hefur ákveðið að efna til framboðs í Reykjavík, í borgarstjórnar- kosningunum 29. maí næstkomandi, undir nafninu Reykjavíkurframboðið. Innan fjórflokksins svokallaða er vonlaust að vinna að mörgum helstu verkefnum í borginni með hagsmuni Reykvíkinga að leiðarljósi. Augljósasta dæmið er flugvöll- urinn, sem Reykvíkingar kusu burt úr Vatnsmýri. Ekki er möguleiki fyrir forystu- fólk flokkanna að framkvæma vilja borgar- búa því hagsmunir þeirra á landsvísu eru öndverðir borgarhagsmunum. Það sama má segja um mörg önnur mál: Tekjur af umferð í Reykjavík renna að mestum hluta í vega- framkvæmdir utan borgarinnar. Sundabraut er dottin út af áætlun, Skerjabraut er ekki á blaði og nú skal reisa flugstöð í Reykjavík við flugvöllinn, sem við kusum burt fyrir 9 árum. Það hefur verið Reykvíkingum dýrt að geta ekki nýtt sitt besta og verðmætasta bygg- ingarland öll þessi ár. Við vonumst til að sem flestir mæti til að kynna sér stefnu framboðsins og taka þátt í að móta framtíðina, stefnuna og framboðs- listann. Dagskrá: Ástæður fyrir óháðu framboði í borginni Friðrik Hansen Guðmundsson Kostir þéttrar byggðar Örn Sigurðsson Auðæfin í Vatnsmýri Baldvin Jónsson Fyrirspurnir og umræður að loknum stuttum framsöguerindum. Fundarstjóri: Páll Ásgeir Davíðsson lögfræðingur. Reykjavíkur- framboðið – óháð framboð um hagsmuni Reykvíkinga Reykjavíkurframboðið heldur framhaldsstofnfund í kvöld, 27. apríl, kl. 20.00 í Iðnó, 2. hæð. Mætum og höfum áhrif á framtíðina! Undirbúningshópur um Reykjavíkurframboðið Í JEMEN Sérfræðingar lögreglu í Jemen rannsaka vettvang þar sem sjálfs- morðssprengjuárás var gerð á bílalest breska sendiherrans í gær. Sendi- herrann slapp naumlega, en að sögn lögreglu meiddust tveir vegfarendur. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.