Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 16
16 27. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR Baráttan fyrir fullri atvinnu er hornsteinn jafnaðarstefnunn- ar og forgangsmál við núverandi aðstæður. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er alls staðar undir- staða velferðar og því lítur Sam- fylkingin á það sem eitt mikil- vægasta hlutverk borgarinnar að efla og styrkja atvinnulífið í borg- inni. Avinnuleysi er þjóðarböl og hvert prósentustig í atvinnuleysi kostar borgarsjóð milljarð króna á ári. Alla síðustu öld var Reykja- vík aflvél í efnahags- og atvinnu- lífi landsins. Þrátt fyrir mesta atvinnuleysi í sögu borgarinn- ar er engu síður rekin afskipta- leysisstefna í atvinnumálum í Ráðhúsinu. Þar er þess beðið að markaðurinn leysi úr málum. Samfylkingin vill þvert á móti að Reykjavíkurborg verði miklu virkari í atvinnumálum, beiti afli sínu og leiti allra leiða í víð- tæku samstarfi til að Reykjavík og Ísland komist sem fyrst út úr kreppunni. Nýsköpun og sóknarfæri Samfylkingin vill styðja við nýsköpunarsetur, sprota-hótel og/eða listasmiðjur. Í því skyni verði kortlagt hvaða tækifæri geti falist í auðu og óseldu hús- næði og hvernig tryggja megi notkun þess í þágu atvinnulífs- ins og hverfanna. Einfalda þarf leyfisveitingar og umsóknarferli fyrir þá sem vilja stofna til reksturs í Reykjavíkur- borg. Þeim standi jafnframt til boða leiðsögn og aðstoð við öflun nauðsynlegra leyfa til reksturs sér að kostnaðarlausu. Í þessu skyni vill Samfylkingin endur- reisa þróunar- og nýsköpunarfé- lag Reykjavíkurborgar í atvinnu- málum. Meðal nýrra áherslusviða verði verkefni á sviði þekkingar- iðnaðar, kvikmyndagerðar og annarra skapandi greina. Höfuðborgarstofa, viðburða- og markaðsskrifstofa Reykja- víkurborgar í ferðaþjónustu verði opnuð fyrir aðkomu, fjár- magni og nánara samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í Reykja- vík. Sérstaklega verði kannaður grundvöllur til að fjölga viðburð- um sem styðja við markaðssetn- ingu Reykjavíkur gagnvart ferða- mönnum utan háannatíma. Kannaðir verði möguleikar á eflingu alþjóðlegrar kvikmynda- hátíðar og aðkomu Reykjavíkur- borgar að samstarfi um rekstur kvikmyndahúss í miðborginni sem myndi helga sig sögu og sýn- ingum á íslenskum kvikmyndum. Kanna fýsileika og sóknarfæri fyrir úthlutun lóðar fyrir alhliða kvikmyndaver í borgarlandinu. Samfylkingin vill einnig að stutt verði við uppbyggingu þekk- ingar- og heilbrigðistengdra fyr- irtækja með samstarfi um beina markaðssetningu á háskóla- svæðum í Vatnsmýri í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Landspítalann. Reykjavíkurborg greiði fyrir skipulagi stúdentaíbúða og ann- arra innviða sem stuðla að sömu markmiðum. Viðhald og verklegar framkvæmdir Samfylkingin telur skynsamlegt að taka lán til að halda uppi fram- kvæmdastigi í kreppunni í stað þess að skera framkvæmdir niður um 70% næstu þrjú ár eins og nú er ráðgert. Borgarsjóður ræður við þessar lántökur, hægt er að fá hagstæð tilboð og forða þannig algeru hruni í framkvæmda- og byggingariðnaði. Sérstaka áherslu á að leggja á viðhaldsverkefni. Viðhald skap- ar flest störf og lækkar rekstr- arkostnað. Samfylkingin vill tvöfalda viðhald á fasteignum borgarinnar árin 2011-2012 með því að flýta brýnum viðhaldsverk- efnum sem annars hefðu komið til framkvæmda 2013-2015. Þannig skapast störf þegar mest þarf á þeim að halda. Samfylkingin vill jafnframt setja fram heildstæða áætlun fyrir endurnýjun eldri hverfa að evrópskri fyrirmynd. Í stað þess að hverfin drabbist niður í kreppunni verði efnt til tímabærs viðhalds og endunýjunar á húsum og opinberum byggingum. Vaxtarsamningur fyrir Reykjavík Til að standa undir velferð og lífskjörum þarf að tryggja 3,5% meðalhagvöxt í Reykjavík næsta kjörtímabil. Til þess þarf marg- þættar aðgerðir sem ekki eru allar á færi Reykjavíkur heldur þarf að ná um þær víðtækri sam- stöðu og samstarfi. Þessi tölulegu markmið eiga að vera markmið vaxtarsamnings Reykjavíkur, ríkisstjórnar, verkalýðshreyfing- ar, fyrirtækja, stuðningsstofnana atvinnulífsins og annarra sam- taka í atvinnulífi. Meginmark- mið hans yrðu að styrkja sam- keppnishæfni fyrirtækja í virkri alþjóðlegri samkeppni, auka veltu, verðmætasköpun, útflutn- ingstekjur og skapa þannig grunn fyrir umtalsverða fjölgun starfa á næstu misserum. Fyrsta verk Samfylkingarinn- ar við stjórn borgarinnar verð- ur að skilgreina stöðu, styrk- leika og sóknarfæri atvinnulífs Reykjavíkurborgar til skamms og langs tíma. Samfylkingin flutti tillögu sama efnis þremur vikum eftir hrun en hún hefur verið í frestun af hálfu meiri- hlutans í Ráðhúsinu allar götur síðan. Meðal áherslusviða verk- efnisins og sóknarfæra sem horft verður til verði: Ferðamanna- borgin Reykjavík, hafnarborgin, heilsuborgin, kvikmyndaborgin, orkuborgin og þekkingarborgin Reykjavík. Tækifærin liggja víða ef stefnan er framsýn og verkin látin tala. Fjölmargar fleiri tillögur og áherslur í atvinnumálum eru í atvinnustefnu Samfylkingarinn- ar og kosningastefnuskrá vegna komandi borgarstjórnarkosn- inga. Atvinnumálin eru úrslita- mál í þróun efnahags- og lífsgæða í borginni á næstu árum og því mikilvægt að borgarbúar kynni sér stefnu og tillögur flokkanna í þessum málaflokki. Atvinnumálin eru úrslitamál í þró- un efnahags- og lífsgæða í borginni á næstu árum og því mikilvægt að borgarbúar kynni sér stefnu flokkanna í þessum málaflokki. Efnahagsleg velsæld þjóða ræðst ávallt af því hvernig þær skipu- leggja þjóðarbúskap sinn. Þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð hafa komið sér upp stofnunum sem styðja með ýmsum hætti við frjálsan markaðsbúskap. Þær eiga það jafnframt sammerkt að öflug- ur hlutabréfamarkaður styður við hagkerfi þeirra; ein grunnstofn- ana heilbrigðs markaðsbúskapar sem knýr hagvöxt. Ásýnd öflug- ustu hagkerfa heims væri eflaust önnur ef hlutabréfamarkaðar nyti ekki við. Þetta er brýnt að hafa í huga við endurreisn íslensks efna- hags. Efniviðurinn er góður Nokkur af okkar betri fyrirtækj- um eru nú í fangi bankanna. Mörg þeirra eru í góðum rekstri, þó að sum hver hafi verið skuldsett um of. Í öðrum tilfellum er efnahag- urinn góður en bankarnir eignast fyrirtækin sökum þess að móður- félög þeirra eru illa haldin. Hlut- verk banka er að vera stuðning- ur við öll fyrirtæki í rekstri, þeir eru því ekki heppilegir eignarað- ilar einstakra fyrirtækja. Sjónar- mið samkeppni og gagnsæis verða að vera í forgangi þegar kemur að heilbrigðum markaðsbúskap. Hætt er við að núverandi skipu- lag geti orðið dragbítur á hagvöxt. Því er brýnt að koma fyrirtækjum sem fyrst í eðlilegan rekstur á ný undir stjórn nýrra eigenda, fram- tíðareigenda. Hlutabréfamarkaðurinn getur leikið lykilhlutverk í þessu ferli með skráningu fyrirtækja á mark- að. Það bæði flýtir fyrir nauð- synlegum umskiptum og gefur almenningi tækifæri á því að njóta ávinnings af uppsveiflu í íslensku efnahagslífi. Hugarfarið Því er rétt að hafa í huga að við blasa mörg tækifæri sem við megum ekki láta tímabundna erf- iðleika byrgja okkur sýn á. Sem þjóð höfum við tapað að nokkru því sjálfstrausti sem áður einkenndi okkur. Þótt ýmislegt hafi misfar- ist síðustu 10-15 ár hefur margt verið rétt gert. Samkeppnisstaða atvinnuveganna hefur sjaldan ef nokkru sinni verið betri en nú. Menntunarstig þjóðarinnar hefur stóraukist og er óvíða hærra. Sókn í hreina íslenska orku hefur aukist og erlendir aðilar vilja, þrátt fyrir allt, fjárfesta hér á landi. Innvið- ir og tæknileg þekking eru fyrir hendi. Úrlausn Icesave og afnám gjald- eyrishafta eru vissulega brýn úrlausnarefni en koma ekki í veg fyrir að unnið sé af fullum krafti á heimavelli. Framtíð íslenskrar kauphallar Hvaða forsendur höfum við til að byggja upp öflugan hlutabréfa- markað hér á landi? Í fyrsta lagi er virkur hlutabréfamarkaður ein af grunnforsendum þess að við komum okkur í fremstu röð á nýjan leik. En einnig má benda á: ■ Kauphöllin er hluti af NAS- DAQ OMX, stærstu kaup- hallarsamstæðu í heimi. Hún starfar eftir samevrópskum lögum og reglum um kaup- hallir. Viðskiptaumgjörð er í fremstu röð ■ Viðskiptalífið hefur sett sér nýjar og ítarlegar leiðbeining- ar um stjórnarhætti ■ Fjárfestar munu veita fyrir- tækjunum meira aðhald en áður. Hægt er að rökstyðja að fjárfestar, þar með talið stofnanafjárfestar, hafi ekki nýtt sér að fullu fyrir hrun þá vernd sem felst í skráningu verðbréfa. Þau mistök verða tæplega endurtekin ■ Með áformuðum lögum um fjármálafyrirtæki, hlutafélög o.fl. eru leikreglur hertar og vernd minni hluthafa aukin ■ Nóg af góðum fyrirtækjum sem eru tilbúin á markað ■ Mikið ónotað innlent fjármagn er fyrir hendi og mikil eftir- spurn eftir fjárfestingartæki- færum ■ Almenningi verður gefinn kostur á að taka þátt í upp- sveiflunni í íslensku efnahags- lífi ■ Skipulag banka er með öðrum hætti en fyrir hrun. Með sölu fyrirtækja í þeirra eigu rofna þau óæskilegu tengsl milli banka og viðskiptalífs sem voru viðvarandi fyrir hrun og voru e.t.v. áhrifamesti þáttur- inn í hruninu. Einnig verður ekki litið hjá því að skoða hvernig aðrir valkost- ir líta út í samanburði við end- urreisn hlutabréfamarkaðar. Er líklegt að áframhaldandi eign- arhald banka á fyrirtækjum og sala til valdra fjárfesta stuðli að heilbrigðara viðskipta- og fjár- festingarumhverfi en skráning á markað? Hér er umgjörð verð- bréfamarkaðar í fremstu röð og fjárfestar geta nýtt hana og rétt sinn til upplýsinga og ákvörðun- artöku. Hví skyldum við ekki feta braut gagnsæis og trausts þegar hún stendur til boða? Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær Hlutabréfamarkaður Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar Atvinnumál í Reykjavík og aðgerð- ir gegn atvinnuleysi Atvinnumál Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylking- arinnar í borgarstjórn HugurAx býður t i l morgunverðarfundar um stjórnendalausnir 28. apríl kl. 8:15 - 10:00 í Golfskálanum Grafarholti Nú sem aldrei fyrr vilja fyrirtæki hafa greiðan aðgang að upplýsingum úr rekstrinum. Á það ekki hvað síst við um hvers kyns upplýsingar sem tengjast vörustjórnun, s.s. birgðastöðu, þróun veltuhraða birgða og endingar tíma. Kynntu þér hvernig viðskiptavinir HugarAx nýta sér verkfæri stjórnendalausna í sínum rekstri. Dagskrá 8:15 - 8:45 Morgunverður að hætti hússins 8:45 - 9:00 Inngangur - Microsoft Stjórnendalausnir HugarAx Gunnar Ingimundarson - framkvæmdastjóri HugarAx 9:00 - 9:25 Hentar Microsoft BI stjórnendalausn HugarAx stórfyrirtækjum? Kristján Elvar Guðlaugsson - framkvæmdastjóri fjármálasviðs Ölgerðarinnar 9:25 - 9:45 Ávinningur Fríhafnarinnar af stjórnendalausn HugarAx Hlynur Sigurðsson - framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar 9:45 - 10:00 Spurningar og fundarlok Skráning er með tölvupósti edda@hugurax.is eða í síma 545 1000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.