Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 74
42 1. maí 2010 LAUGARDAGUR E inum sex vikum eftir að Færeyingar buð- ust til að veita Íslend- ingum 300 milljóna kreppulán í dönsk- um krónum, féllst Seðlabankinn á beiðni Kauphall- ar Íslands um að veita undanþágu frá gjaldeyrishöftunum, þannig að versla mætti með erlend bréf í Kauphöllinni. Þetta þýddi að enn mátti kaupa hluti í fjórum færeyskum fyrirtækjum, Færeyjabanka, Eik- banka, Atlantic Airways og Atlant- ic Petroleum. „Þessi fyrirtæki eru gríðarlega mikilvæg fyrir markaðinn og það hefði verið mikið áfall ef þetta hefði ekki orðið,“ segir Kristín Jóhannsdóttir í Kauphöllinni. Fyr- irtækin mynda nú nærri þriðjung af íslenska markaðnum. Kreppan mikla Færeyska hagkerfið er eitt smæsta „sjálfstæða“ hagkerfi í heimi. Þjóðarframleiðsla þar hefur rokkað meira í gegnum tíð- ina heldur en á Íslandi og í Dan- mörku, að minnsta kosti síðustu þrjátíu árin. Árið 1988 var þjóðarframleiðsla Færeyinga á svipuðum slóðum og hjá fyrrnefndum þjóðum, en þá kom hrunið. Botninum var náð fimm til sex árum síðar, en land- ið hefur þó aldrei náð framleiðslu Danmerkur og Íslands aftur. Þetta má að hluta skýra með því að í færeyska hruninu og fylgj- andi atvinnuleysi fór stór hluti unga fólksins af landi brott og sú kynslóð hefur í litlum mæli skil- að sér aftur. Þannig má einnig skýra viðbrögð landsstjórnarinn- ar við núverandi kreppu. Pólitísk ákvörðun var tekin um að breyta rekstri landssjóðsins í hallarekst- ur til að verjast samdrætti eins og hægt var. Lax, lax, lax og aftur lax Rúmlega einn af hverjum tíu Fær- eyingum starfar við frumvinnslu, svo sem við fiskveiðar, miðað við 4,3 prósent á Íslandi og 1,4 prósent í Danmörku. Nær allur útflutning- ur Færeyja er fiskur. Veiðarnar eru svo stór hluti efnahagslífsins að dágóður hluti kynningarefnis Landsbanka Fær- eyja um efnahagsástand og -horf- ur þjóðarinnar fjallar að miklu leyti um þær og hvaða áhrif end- urskipulagning flotans (les: fækk- un skipa og vinnslustöðva) getur haft á framtíðarhorfur. „Áður var rekin hér samfélags- leg fiskveiðistefna sem hafði það að markmiði að veita sem flest- um vinnu og sem víðast um eyj- arnar. Núna erum við komnir yfir í fiskveiðistefnu sem miðast við arðsemi. Við bíðum bara eftir því að pólitíkusarnir stígi skref- ið til fulls,“ segir Sigurd Poulsen, forstjóri Landsbankans. Sam- félagslega stefnan hafi komið landsstjórninni í koll á tíunda ára- tugnum og orsakað kreppuna. En í stuttu máli telur Lands- bankinn að efnahagshorfur séu góðar í Færeyjum, um tveggja prósenta árlegur raunvöxtur á milli 2011 til 2015. Skuldir lands- stjórnarinnar eru ekki miklar og alræmd matsfyrirtæki fara mild- ari höndum um hana en um Ísland; Moody’s gaf Færeyjum einkunn- ina Aa2 í fyrra. Eftir kreppu hefur raunvöxtur þjóðarframleiðslu verið um eitt prósent árlega síðustu 25 ár, eða frá botni kreppunnar. Eitthvað er vöxturinn minni þessi misserin, enda hefur lítið fiskast og heimilin spara frekar en að spenna, í ljósi kreppunnar. Fram til 2015 er búist við verðbólga verði tvö prósent. Framtíð sjávarútvegs Sjávarútvegsráðuneytisstjóri Fær- eyja, Rógvi Reinert, telur að Fær- eyingar, Íslendingar, og Norðmenn eigi að vinna saman að útflutningi fisks. Koma á fót einskonar sam- eiginlegum fiskmarkaði í Evrópu. Honum er ljúft að benda á að „þótt Íslendingar séu með helstu fisk- veiðiþjóðum, veiða Færeyingar tvöfalt á við þá, miðað við höfða- tölu“. Þá má búast má við að efnahags- lífið hressist eitthvað við þegar og ef farið verður í Skálafjarðargöng- in. Þetta eru rúmlega ellefu kíló- metra löng jarðgöng með þrem- ur opum. Hringtorg er í miðju þeirra. Skilyrði til laxeldis eru góð í Færeyjum þar sem hitastig sjáv- ar er nokkuð stöðugt. Í einu slátur- húsi Bakkafrosts, stærsta laxeldis- fyrirtæki Færeyja, fara um áttatíu tonn af laxi í gegn á degi hverjum. Afar blóðugt og skilvirkt. Færeysku dyrnar enn opnar Erlendar fjárfestingar eru að mestu bannaðar á Íslandi, nema í færeyskum fyrirtækjum. Daginn sem rannsóknarskýrslan kom út fór Klemens Ólafur Þrastarson í útrásarferð til Þórshafnar. Þar kynntist hann nokkrum fyrirtækjum og fékk fyrirlestur um færeyskan efnahag. Færeyingarnir nudduðu salti í sárin og kynntu fyrirtæki sín með áherslu á ráðdeild, ábyrgð og varkárni. ÞÓRSHÖFN Á GÓÐUM DEGI Hvergi líður Íslendingi minna sem útlendingi en í Færeyjum, sagði skáldið. Í færeyskum dagblöðum má enn sjá daglegt bandstrik þar sem gengi íslensku krónunnar var áður skráð. Dálknum er ekki breytt sisona. FRÉTTABLAÐIÐ/FRÍÐA SKÁLAFJARÐARGÖNG Jarðgöng eru víða í Færeyjum, en metnaðarfyllstu göngin eru væntanlega þessi, sem verið er að undirbúa. Ellefu kílómetrar, þrjú op og hringtorg. Undarlegt að vera boðið í útrásar- ferð til Færeyja daginn sem skýrsla rannsóknarnefndar kemur út. Að setjast inn í flugvél á Reykja- víkurflugvelli með hátt í fjörutíu íslenskum fjárfestum, bankastrák- um, yfirmönnum lífeyrissjóða og fjölmiðlafólki. Blaðamannafundi rannsóknarnefndar er nýlokið. Miðað við farþegalista eru einir sex hér í skýrslunni góðu, segir far- tölvan. Í sætinu fyrir framan mig er einn af greiningardrengjum gömlu bankanna og blaðar í skýrslunni, kannski að lesa um sjálfan sig. Og þarna er einn sem skuldar milljarð, samkvæmt skýrslunni. Eða fékk hann skuldina fellda niður? Við snæðum síðar í boði banka. Þríréttað og vel, gott ákavíti, ægilega fínt rauðvín. Þjónar úti um allt. Ómægod, sagði Íslendingurinn við hliðina á mér, það er bara eins og 2007 sé komið aftur! Hvað eru lífeyrssjóðsmennirnir að gera hér? Standa þeir svo vel að þeir geti ráðist í nýjar fjárfestingar erlendis? Væri ekki nær að leggja jarðgöng heima? spyr ég einn þeirra, en þá höfðum við verið í kynningu á væntanlegum Skálafjarðargöngum. Hann brosti og sagði að sjóðirnir væru nú ekki að fara að senda peninga til Færeyja að svo stöddu. En það væri gott að geta fylgst með frændum sínum, upp á framtíðina að gera. Það er sífellt talað um skýrsluna í þessari ferð en ekki víst að allir hafi litið í spegil. Bankastrákarnir sýna a.m.k. litla hógværð. Manni finnst að þeir ættu í það minnsta að þegja undir ræðum hinna vingjarnlegu Færeyinga. En þeir voru að segja brandara. Þeir fá samt senda sneiðina í færeysku fyrirtækjunum og við öll. Á annan tug Færeyinga heldur tölu um ágæti fjárfestingatækifæranna. Í minningunni leggur hver einasti þeirra áherslu á ábyrgð og ráðdeild og varkárni. Sjálfbæran vöxt og hófs- emi. Þeir eru að reyna að sannfæra okkur um að fjárfesta í ævintýrum eins og olíuleit eða ellefu kílómetra löngum þriggja akreina neðansjávar- jarðgöngum. Með hringtorgi. Samt geta þeir skotið á okkur. Lesa má meira um Færeyjar, kreppuna þar og fleira í fréttaskýr- ingum Fréttablaðsins, frá 15. til 19. október 2009 á Vísi.is: http://vefmidlar.visir.is/VefBlod/ Atlantic Airways var stofnað 1987 og setti fyrstu vélina á loft ári síðar. Sú flaug milli Færeyja og Kaupmannahafnar. Þriðjungur félagsins er í eigu einkafjárfesta en afgangurinn í eigu færeysku landstjórnarinnar. Það skilaði fyrst hagnaði 1995. Atlantic Airways rekur fjórar þotur og þrjár þyrlur, ein Airbus 319 bætist í flotann 2012. Heimskreppan hefur farið illa með félagið og hefur það síðan reynt að fækka þyrlunum. Fyrir utan farþegaflug til og frá Færeyjum er það einnig í leiguflugi í Evrópu. Þetta er þáttur í útrás félagsins, til að brjótast út úr takmörkunum færeyska markaðarins. Einnig sinnir flugfélagið þyrluflugi í Færeyjum og í Norðursjó. Farþegar voru 317.000 talsins 2009, sem var slæmt ár í sögu félagsins. Þá tapaði það um 6,6 milljónum danskra. Nú hefur verið samþykkt að stækka völlinn í Vogum þannig að félagið getur verið þar með stærri og hagkvæmari vélar. Forsvarsmenn félagsins búast við betri tíð í ár. FLUGFÉLAG Í MEIRIHLUTAEIGU RÍKISINS Færeyski bankinn Eik er stærsti netbanki Danmerkur og viðskipti hans innan Færeyja nema um helmingi heildarviðskipta. Nor- rænir netbankar hafa kannski ekki gott orð á sér þessa dagana í ljósi Icesave og Edge-reikninganna, en Eik hefur á þeim fulla trú. Í netbanka Eikar er níutíu prósentum tölvupósta viðskiptavina svarað innan klukkustundar. Kvörtunum er svo svarað innan sólarhrings og „kvörtunarferli“ tekur aldrei lengri tíma en sjö daga; niðurstaða er fengin í málið innan viku. Bankinn glímir nú við afleiðingar offjárfestinga og er endurreisnin að vissu leyti háð því að húsnæðisverð hækki í Danmörku. Eik tapaði 297 milljónum danskra króna í fyrra, sem er minna tap en 2008, 403 milljónir. Færeysku bankarnir hafa báðir notið góðs af verndarhönd Dana, því þeir hafa verið hluti af „bankapökkum“ dönsku stjórnarinnar, ríkislánum til fjármálastofnana vegna kreppunnar. Eik veitir 331 vinnu og í stjórn Eikar situr fulltrúi starfsmanna. STÆRSTI NETBANKI DANA ER FÆREYSKUR Að morgni tók Janus Petersen, bankastjóri Færeyjabanka, á móti hópnum. Hann fór yfir áherslur á síðasta ári og sagði að dregið hefði verið úr áhættu bankans. Janus leynir því ekki að Færeyjar bjóða upp á takmarkaða möguleika fyrir banka sem vill stækka. Í október í fyrra keypti bankinn íslenska félagið Vörð og í febrúar á þessu ári keypti hann tólf útibú danska Sparbank í Danmörku og á Grænlandi. Við þetta fjölgaði starfsmönnum um fjörutíu prósent. Nú er bankinn með um 81.000 viðskiptavini í fjórum löndum og virði bréfa í bankanum hefur hækkað um 35 prósent á tólf mánuðum. Í ljósi aukinna umsvifa erlendis, þar sem margir geta ekki borið fram „Føroya banki“ hefur nafni bankans erlendis verið breytt í BankNordic. Hann gengst þó við gamla nafninu enn um sinn í Færeyjum. Slagorð BankNordic er „Solid as a Rock“. BANKI BREYTIR UM NAFN FYRIR ÚTRÁSINA Atlantic Petroleum var fyrsta erlenda fyrirtækið skráð á íslenskan markað árið 2005. Það var stofnað 1998 og er með tólf leyfi til olíuleitar. Átta starfsmenn eru hjá fyrir- tækinu og virði þess er um 430 milljónir danskra króna. Atlantic Petroleum er meðal annars með fimmtán prósenta hlutdeild í Chestnut-svæðinu, sem framleiðir 1.275 tunnur af olíu á dag og með um 8,3 prósenta hlut í Ettrick-svæðinu, en þar verða til 1.650 tunnur daglega. Bæði svæðin eru á bresku hafsvæði. Atlantic Petroleum miðar við þrjú stig olíuvinnslu. Fyrsta er leitarstigið, annað er mats- og þróunarstigið, en það þriðja er framleiðslustigið. Svæðin sem minnst er á hér að ofan eru á því þriðja, en færeysku svæðin þrjú, sem fyrirtækið bindur vonir við, eru enn á fyrsta stiginu. ATLANTIC PETROLIUM ÚTRÁSARFERÐ Í SKUGGA SKÝRSLU Þau fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Fjögur af níu eru færeysk. Atlantic Airways (F) Atlantic Petrolium (F) BankNordic/Færeyjabanki (F) Eik Banki (F) Icelandair Marel Nýherji Sláturfélag Suðurlands Össur (Century Aluminium, Grandi og Hamp- iðjan eru skráð á First North-markað- inn). Fyrirtæki í Kauphöllinni voru 75 þegar mest var. HLUTABRÉF TIL SÖLU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.