Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 4
4 1. maí 2010 LAUGARDAGUR LEIÐRÉTTING HEILBRIGÐISMÁL Vafi leikur á um að ríkið hafi beitt sér í samræmi við meginreglur um jafnræði og meðalhóf í aðgerðum til þess að beina notkun lyfja í átt að ódýr- ari lyfjum, segir í nýju áliti á vef Félags atvinnurekenda. Þá hafi skort á að hið opinbera hafi farið eftir formreglum sem tilgreindar eru í nýjum dómi Evr- ópudómstólsins þar sem tekist var á um aðferðir til að lækka lyfjakostnað hins opinbera. Félagið telur hins vegar líklegt að bragarbót verði gerð á. - óká Evrópudómur snýr að ríkinu: Aðgerðir virð- ast lögmætar ALÞINGI Utanríkisráðherra telur að efnahagserfiðleikar Grikk- lands og fleiri ESB-ríkja breyti því ekki að aðild Íslands að sam- bandinu sé einn af lyklunum að endurreisn Íslands. Vigdís Hauksdóttir, Framsókn- arflokki, spurði Össur Skarphéð- insson á Alþingi í gær hvort hann teldi enn að það hefði verið rétt að sækja um aðild að ESB og sækj- ast eftir evrunni sem gjaldmiðli. Grikkland er gjaldþrota, sagði Vigdís, fleiri ESB-ríki ramba á barminum og ESB sjálft stefn- ir í allsherjargjaldþrot. „Það eru fréttir fyrir mig að ESB sé á leið í gjaldþrot,“ sagði Össur. -pg Segir ESB stefna í gjaldþrot: Aðild enn lykill að endurreisn BANDARÍKIN Fjórtán prósent full- orðinna Bandaríkjamanna hafa orðið fyrir áhrifum af eldgosinu í Eyjafjallajökli með einum eða öðrum hætti. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem Gallup gerði fyrir dagblaðið USA Today um síðustu helgi. Tíu prósent svarenda sögðu ferðaáætlanir vina sinna eða ættingja hafa raskast af völdum eldgossins. Fimm prósent sögðu starfsemi fyrirtækis sem þau starfa hjá hafa raskast. Eitt prósent sagði eigin ferðaáætl- anir hafa raskast, en þrjú pró- sent sögðu gosið hafa haft önnur áhrif á líf þeirra sjálfra. - gb Eldgosið raskar lífi vestan hafs: Fjórtán prósent fundu áhrifin Flugumferðarstjórar semja Félagsmenn í Félagi íslenskra flugum- ferðarstjóra hafa samþykkt kjara- samning félagsins við Flugstoðir ohf. og Keflavíkurflugvöll ohf. Alls sam- þykktu 57 prósent samningana en 43 prósent höfnuðu þeim. Atkvæði greiddu 75 prósent félagsmanna. KJARAMÁL DÓMSMÁL Nítján ára piltur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ógna tveimur ungum drengjum á Selfossi í fyrra. Pilturinn beindi hnífi í átt að hálsi ellefu ára gamals drengs. Skömmu síðar tók hann tólf ára dreng föstu hálstaki og lyfti honum frá jörðinni með þeim afleiðing- um að hann missti meðvitund og hlaut ýmsa áverka. Ungu dreng- irnir voru að stríða piltinum, sem er greindur með hegðunarröskun, þegar hann ógnaði þeim. - jss Ógnaði tveimur drengjum: Lagði hníf að hálsi ungs pilts Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, oft kölluð Viðeyjar- stjórnin, tók við völdum 30. apríl 1991. LÖGREGLUMÁL Tveir menn voru handteknir í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær eftir átök við lögreglu. Þar var tekið fyrir mál níu mótmæl- enda sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi í Búsáhaldabyltingunni. Þar sem ekki var nægur fjöldi sæta í dómsalnum fyrir áhorfendur var þeim sem ekki höfðu sæti gert að víkja þaðan. Þegar sumir viðstaddra neituðu að hlíða fyrirmælunum voru þeir fjarlægðir með valdi. Þingverðir óskuðu eftir því að lögregla mætti á staðinn vegna mannfjöldans sem mættur var í Héraðsdóm. Þeim sem mótmæltu því að víkja úr salnum lenti saman við lögreglu og voru í kjölfarið flutt- ir á lögreglustöð. Þeim var sleppt að loknum yfir- heyrslum. Þá kastaði óþekktur aðili reyksprengju inn í anddyri Héraðsdóms í gær á meðan á réttarhöldun- um stóð. Engin hætta stafaði af sprengjunni, að sögn lögreglu. Ragnar Aðal- steinsson, einn verjenda, mótmæl- ir aðförum lögreglunnar harðlega í bréfi sem hann hefur sent dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, með afriti á dómsmálaráðherra, dómarann í málinu, ráðuneytisstjóra dómsmála- ráðuneytisins og lögmannafélagið. Hann segir að mannréttindi hafi verið brotin með því að takmarka aðgang að réttarsalnum. „Lögreglumenn voru við dyr dómsalarins og stjórnuðu allri umferð inn í salinn og leiddi það m.a. til þess að einn hinna ákærðu sem var í dómhúsinu komst ekki í réttarhaldið þar sem lögreglan meinaði henni aðgang að salnum,“ segir Ragnar. „Slík- ir atburðir sem að framan er lýst hafa ekki orðið fyrr í réttarsal á Íslandi,“ segir Ragnar, sem bend- ir á að fyrr í mánuðinum hafi 60 manns fylgst með réttarhaldi í sama máli án þess að komið hefði til átaka eða að takmarka hefði þurft aðganginn. Ragnar bendir á að rétturinn til aðgangs að opnum dómþing- um njóti verndar stjórnarskrár Íslands, mannréttindasáttmála Evrópu og alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg rétt- indi. Hann krefst þess að tryggt verði að svona nokkuð endur- taki sig ekki og að lögregluvörð- ur verði framvegis ekki við dóm- sali. „Að lokum legg ég áherslu á að ekkert hald er í því fyrir dóm- stólana að bera fyrir sig skort á fjármunum. Peningaleysi getur aldrei réttlætt mannréttindabrot.“ - jss, sh Segir mannréttindi brotin í héraðsdómi Tveir voru handteknir í dómsal í gær eftir átök við lögreglu. Verjandi segir rétt- arhaldið fordæmislaust og að mannréttindabrot hafi verið að takmarka aðgang að því. Einum hinna ákærðu hafi ekki verið hleypt inn í dómsalinn af lögreglu. RAGNAR AÐALSTEINSSON BORINN ÚT Mennirnir sem ekki hlýðnuðust fyrirmælum dómarans voru fjarlægðir úr dómshúsinu með valdi. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI ELDGOSIÐ Í EYJAFJALLAJÖKLI Öskuspýj- an setti strik í líf margra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 30.04.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 226,3981 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,37 127,97 195,25 196,19 169,57 170,51 22,779 22,913 21,587 21,715 17,633 17,737 1,3464 1,3542 192,35 193,49 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 24° 18° 18° 11° 18° 14° 13° 13° 21° 15° 20° 30° 32° 7° 18° 18° 12° Á MORGUN Hæg SV-læg átt. MÁNUDAGUR 3-10 m/s. 7 7 6 6 6 6 2 5 4 4 6 6 5 5 6 5 4 6 3 4 5 2 9 7 7 7 8 11 8 8 9 8 HLÝNANDI VEÐUR Það mun viðra vel til útifundar á Austurvelli í dag en það verður bjart yfi r borginni og vindur mjög hægur af vestri. Hitastigið verður á uppleið um helgina og á morgun má búast við að hitinn nái allt að átta til tíu stigum í fl estum landshlutum. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is NÝJAR VÖRUR SKIPULAG Landsvirkjun mun óska eftir því bréflega að breytingar á aðalskipulagi verði teknar upp að nýju af hálfu Skeiða- og Gnúp- verjahrepps. Þetta var niðurstaða óformlegs vinnufundar sem verk- efnisstjóri Landsvirkjunar átti með fulltrúum hreppsins á miðvikudag, að sögn Rögnu Söru Jónsdóttur, fjöl- miðlafulltrúi Landsvirkjunar. Þá verði samningi hreppsnefndar og Landsvirkjunar breytt þannig að fyrirtækið taki ekki þátt í kostnaði við gerð aðalskipulagsins. Hrepps- nefndin muni svo taka málið fyrir, þegar þetta fer formlega í ferli. Þetta er gert vegna úrskurðar umhverfisráðherra, sem synjaði skipulaginu staðfestingar í janúar, með vísan til kostnaðarþátttöku Landsvirkjunar. Ragna Sara vill ekki ræða um hvort krafist verði endurgreiðslu fyrir gamla skipu- lagið. Gunnar Örn Marteinsson, oddviti hreppsins, leggur áherslu á að ekk- ert hafi verið ákveðið á fundinum. Landsvirkjun hafi ekki farið fram á það formlega að aðalskipulagið verði auglýst að nýju né beðið um endurgreiðslu. Þetta hafi „aðeins komið til tals“, en hreppurinn bíði erindis fyrirtækisins. Að hans áliti þurfi hreppurinn ekki að endur- greiða féð. - kóþ Landsvirkjun hitti að máli fulltrúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps: Aðalskipulag verði tekið upp að nýju ÞJÓRSÁ Málið snýst um skipulagsbreyt- ingar vegna hugsanlegra virkjana í neðri hluta Þjórsár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.