Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 36
36 1. maí 2010 LAUGARDAGUR Á RÖKSTÓLUM Við hittumst á krúttlegu kaffihúsi í miðbænum. Helga sest við borðið, eins og kattliðugur jógi, með báðar lappirnar í fléttu í kjöltunni. Fáir geta setið svona sem hafa náð sex ára aldri. Getur Haukur þetta? Haukur: Ég er reyndar þekkt- ur fyrir að sitja vandræðalega við borð. Ég er alltaf með lappirnar út um allt. En nei, ég verð að viður- kenna að ég get þetta ekki. Helga: Ég hef ekki misst liðleikann frá því ég var krakki. Ég þarf ekki að gera neitt til að halda þessu við. Ég er fæddur jógi. Þegar ég var lítil var ég eins og Dalaí Lama, píreyg og dökk og sat alltaf svona. Og ég geri það enn! Haukur: Þetta er líka mjög kúl. En ertu með fótaóróa. Helga: Nei! Ert þú með fótaóeirð, eða? Haukur: Ég held það stundum. Afi minn og alnafni er með þannig. Hjá honum liggja bæklingar og útprent- anir um fótaóróa og ég er alltaf að lesa það og hugsa „ahhhh ég er með svona“. Lappirnar fara stundum á flug. En ég þarf bara að vera nógu fullur þegar ég fer að sofa. Þá er þetta allt í lagi. Kunnuglegir ókunnugir Haukur: Mér finnst ég hafa þekkt þig frá barnæsku! Ég held ég hafi oft vinkað þér þegar ég mæti þér úti á götu. Helga: Vinkaði ég ekki á móti? Ég gæti reyndar sagt það sama um þig. Þú gætir alveg verið í minni fjöl- skyldu. Hvaðan ertu? Haukur: Ég er frá Ísafirði. Helga: Nú, nú. Ég er frá Snæfells- nesi. Föðurfólkið mitt er úr Breiða- fjarðareyjum. Haukur: Vá. Tvöfaldur eyjabúi! Eiga ekki eyjabúar að vera svo argir? Helga: Jaaa, þetta er svolítið sér- stakt fólk. Voða gáfað og viðkvæmt. En þú ert frá Ísafirði segirðu. Hvað heitir aftur ættin? Haukur: Ég er örugglega ekki í henni! Ég hef ekkert svona fínt nafn eins og Blöndal. Geimverurnar koma Urðuð þið smeyk í síðustu viku, þegar Stephen Hawking varaði okkur við að tala við geimverur? Helga: Ég fylgist vel með Stephen Hawking. Og ég er alveg sammála honum. Það eru hundrað milljarðar sólkerfa – ekki hundrað milljónir – hundrað milljarðar! Það væri nátt- úrulega mikill hroki í okkur jarð- arbúum að halda að við séum einu lifandi verurnar í alheiminum. Haukur: Þegar ég las þessa frétt um Hawking varð ég mjög glaður. Ég vil jafna þessu saman við það þegar rannsóknarskýrslan kom út. Þetta er nefnilega það sem ég hef alltaf haldið sjálfur. Þarna er mín trú staðfest af einhverjum æðislega klárum gæja. Helga: Já! Give me five! Mér finnst þetta líka umhugsunarvert út frá því hvernig við erum búin að fara með jörðina. Hugsanlega eru þarna úti einhverjar geimverur sem eru búnar að fullnýta eða ganga frá auð- lindum sinnar plánetu. Og við erum alveg á sömu leið. Tökum dæmi um gosið. Auðvitað hefur maður samúð með bændunum og öllu fólkinu sem ferðirnar röskuðust hjá. En þetta minnkaði samt mengun í heiminum heilmikið. Haukur: Ég segi það fyrir mig að ég hef enga sérstaka samúð með þeim sem töfðust. Ef stærsti harmleikur- inn í þínu lífi er að þurfa að bíða á flugvelli þá hefurðu það bara ansi gott. Konan með kínverska hreiminn Í vikunni bárust fréttir af breskri konu sem fékk mígrenikast og vakn- aði með kínverskan hreim. Hvernig hreim mynduð þið velja ykkur, ef þið þyrftuð að taka upp útlenskan? Haukur: Hvernig getur maður talað með kínverskum hreimi ef maður er ekki kínverskur? Helga: Það er nefnilega það dular- fulla. Eru þetta geimverur? Nú er ég ekki heilaskurðlæknir og get ekki útskýrt þetta líffræðilega. En kannski er þetta eitthvað karma! Ég trúi á karmalögmálið. Haukur: Ég líka! Helga: Já, kannski er hún að fá eitt- hvað til baka, blessuð manneskj- an. Kannski hefur hún verið voða fordómafull gagnvart Kínverjum! Hún á eftir að vinna í þessu, læra af þessu og verða betri á eftir. Haukur: Ef ég mætti velja mér framburð myndi ég velja að skrolla og vera flámæltur. Þá myndu allir örugglega halda að ég væri heimsk- ur. Það er mjög gott ef fólk heldur að maður sé heimskur því þá getur maður gert það sem maður vill. Helga: Og ofsalega skýrmæltur frá Akureyri líka? Ég veit ekki hvað ég myndi velja. En sem leikari get ég auðvitað bara búið hreiminn til ef ég stúdera hann nógu mikið. Ég hef mjög gaman af því að stúdera mismunandi hreim. Haukur: Mig þyrstir í að vita hvort þú stúderir fólk. Lendirðu til dæmis í því að vera í matarboði og fylgist af ákafa með fólki sem þú hittir, ferð kannski að taka glósur? Helga: Já, en ekki bókstaflega, með glósubók og öllu. „It‘s all up here“ (bendir á höfuðið á sér). Ég tek eftir andlitum og hvernig fólk tjáir sig og svona, og gleymi þeim aldrei, þó ég hafi síðast séð þau blindfull í partíi fyrir tuttugu árum. Forseti lýðveldisins Finnst ykkur rétt að setja forsetan- um siðareglur til að fara eftir? Helga: Ég held það veiti ekkert af því að setja þessu embætti, og reyndar ýmsum öðrum, einhverjar siðareglur. Haukur: Finnst þér það? Ekki mér. Mér finnst það ætti ekkert að þurfa siðareglur fyrir forsetann. Segir það sig ekki sjálft að forseti landsins má ekki vera með galgopahátt? Helga: Það er ýmislegt sem manni finnst segja sig sjálft sem virðist samt nauðsynlegt að setja ramma utan um. Forsetinn er diplómat. Mér finnst hann ekki hafa komið fram sem slíkur í viðtölum undan- farið. Hann segir „jú, ég er bara að segja sannleikann“ en verður maður ekki að kunna að segja sannleikann á diplómatískan hátt, svona þegar maður er diplómat?! Haukur: Mér hættir nú til að verja Ólaf Ragnar, af því hann er Ísfirð- ingur. En forseti Íslands er ekki stjórnmálamaður. Þið sjáið ekki Elísabetu Englandsdrottningu vera að tjá sig eitthvað um utan- ríkismál Breta. Þetta eiga að vera skrautverur og punt. Í djúpum ess ká Rökstólaparið er orðið óstöðvandi í eldheitum umræður um hvernig þurfi að stokka spilin upp á nýtt. Haukur: „Hér hefur orðið til stjórn- mála- og valdamannastétt sem er kannski sérfróð í því að ná og halda völdum, en er ekki umhugað um annað en að skara eld að eigin köku. Þetta fólk hefur alltaf eigin hags- muni í fyrirrúmi og hefur engar hugsjónir. Þessi hræbillega leit- næntís framsóknarmennska hefur skotið svo djúpum rótum að stund- um veltir maður í alvöru fyrir sér hvort blóðug bylting sé það eina sem dugir til að ræsta hana út? Ég vona ekki, en við þurfum í það minnsta að losna við þetta lið hið fyrsta.” Helga: Já, en svo er það smæðin. Það verður alltaf þessi frændsemi hérna. Myndi þetta ekki bara vera nákvæmlega eins ef til dæmis þjóð- stjórn kæmi saman? Þetta er bara mjög mikil krísa! Haukur: Skúli Þórðarson, vinur minn, orðaði þetta vandamál ágæt- lega í lagatexta: „Verst er sem best er, hér ríkir klíka, best er sem verst er, þú ert í henni líka.“ Um leið og á að fara að hrófla við hlutunum þarf að fara að skoða sinn eigin rann. Og það er ekkert endilega allt fallegt sem þar leynist. Helga: Þess vegna held ég að við þurfum að setja mörk, eins boring og það er. Við þurfum bara að skil- greina þetta allt saman upp á nýtt. Vegna þess að við erum í djúpum ess ká. Það er eina leiðin. Haukur: Þurfum við bara að búa til reglur um allt? Helga: Já, sorrí, því við erum svo mikil börn í okkur. Annaðhvort það eða bara fullkominn anarkismi. Haukur: Og akkúrat núna hækkar verð á sígarettum og áfengi, þegar menn þurfa hvað mest að drekka sig og reykja frá þessari eymd! Helga: Ég er ekki viss um að það sé rétta leiðin til að vinna sig út úr vandamálunum. Lífið í miðbænum Svo gæti víst farið að Björgólfur Thor missi húsið hans langafa síns að Fríkirkjuvegi 11. Margir vilja sjá þar barnamenningarsetur. Hvernig líst ykkur á það? Helga: Hundrað prósent sammála! Þetta hús er nefnilega svolítil ævin- týrahöll. Haukur: Ég líka. Við eigum ekki að loka fínustu húsin okkar af, þannig að fáir getu notið þeirra og kannski leyft okkur hinum að koma inn af og til, af góðsemi sinni og gæsku hjartans. Þessu húsi á að halda við, garðurinn á að vera opinn, þarna má setja upp barnaleiksýningar og barnabókasafn. Já, og auðvit- að kaffisölu, þar sem maður getur fengið kakó og pönnsur. En í þessu samhengi – hvað finnst þér þá um Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg, sem á nú að verða hótel? Helga: Hótel?! Átti það ekki að verða barnaskóli? Haukur: Jú, en það gleymdist víst að fá leyfi fyrir skólanum. En mér finnst alls ekki það versta sem getur komið fyrir þetta hús að verða hótel. Laugavegurinn neðan Frakkastígs er eiginlega bara dauður. En ef af þessu verður þá mun maður sjá menn þarna á vappi, á leiðinni í sund og á kaffihús og svona. Helga: Já kannski. En það þurfa samt að vera reglur! Það má ekki breyta húsinu of mikið. Er þetta ekki verndað? Haukur: Heyrðu, ég held þú sért alveg alveg búin að selja mér þetta með reglurnar! Kattliðugur jógi án fótaóróa Hauki Magnússyni, ritstjóra Grapevine, finnst hann hafa þekkt Helgu Brögu frá barnæsku og vinkar henni oft ósjálfrátt úti á götu, þótt hann hafi hingað til ekki þekkt hana neitt. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir fékk sér miðbæjarkaffi með málglöðu rökstólapari helgarinnar, sem á það meðal annars sameiginlegt að sitja í undarlegum stellum við borð og trúa á tilvist geimvera. ÞAÐ ÞURFA AÐ VERA REGLUR! Helga Braga leikkona hefur djúpan sannfæringarkraft. Það tók hana ekki því ekki lengri tíma en þann sem það tekur að drekka niður úr tveim- ur kaffibollum að snúa Hauki Magnússyni, ritstjóra Grapevine, á sveif með þeirri hugmynd að íslenskt samfélag skorti átakanlega fleiri reglur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Síðasta manneskjan sem ég heimsótti: Það voru þau amma mín og afi á Kleifarveginum, en þangað (líkt og til ömmu minnar og afa á Ísafirði) þykir mér óbærilega gott að koma. Síðustu góðu kaupin sem ég gerði: Ég er ekki frá því að ég hafi aldrei nokkurn tímann gert góð kaup. En 12” G4 Powerbook-lappinn minn átti fjögurra ára afmæli um dag- inn og virkar enn eins og draumur (reyndar mjög hikstandi, beyglaður, rykugur draumur, en draumur samt). Það hljóta að teljast góð kaup, af fartölvu að vera. Síðasta sundlaugin sem ég fór í: Ég fór í laugina úti á Seltjarnarnesi. Ætlaði að tékka hvort Ólafur Haukur Sím- onar son væri þar, svo ég gæti snapað eiginhandaráritun á Meiri gauragangur-bókina mína (sem ég var að endurlesa á klóinu um daginn og er enn þá frábær) og líka gert upp gamlar sunderjur milli hans og vinar míns. Síðasta loforðið sem ég gaf: „Ég ætla aldrei – aldrei – aldrei – aldrei – aldrei að verða eins og þeir.“ Síðasta bíómyndin sem ég horfði á: MOON, eftir Zowie Bowie. Hún er frábær og ég mæli með henni. Svo eiga allir að vera góðir við ketti, fólk sem er leiðinlegt við ketti er glatað lið. Síðast hjá Hauki Síðasta manneskjan sem ég heimsótti: Josy Zareen vinkona mín og magadansari með meiru. Síðustu góðu kaupin sem ég gerði: Agalega fínir dansskór í „Gula húsinu“ – svakalega fínn afsláttur! Síðasta sundlaugin sem ég fór í: Grafarvogslaugin auðvitað. Síðasta loforðið sem ég gaf: Einn dagur í einu! Síðasta bíómyndin sem ég horfði á: Coco Avant Chanel með Audrey Tautou. Síðast hjá Helgu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.