Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 22
22 1. maí 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Njörður P. Njarðvík hefur verið einn skeleggasti og róttækasti talsmað-ur þess að ráðist verði í heildarendurskoðun stjórnar- skrárinnar. Hann hefur jafnframt verið talsmaður þess að stofna til stjórnlagaþings. Ríkisstjórnin er með hugmynd- ir á prjónunum um ráðgefandi stjórnlagaþing. Gild rök hafa verið færð gegn þeirri leið. Fullvíst má því telja að sú aðferð muni valda verulegum deilum á Alþingi. Heildarendurskoðun stjórnar- skrárinnar er brýnt málefni. Þar eru mörg álitamál uppi. Hætt er hins vegar við að verkefnið lendi í útideyfu ef þrefið um hvernig það skuli rætt verður langvinnt. Í þessu ljósi er ærin ástæða ti l að virða maklega grein sem Njörður P. Njarðvík skrif- aði í vikunni um þetta efni. Þar setti hann fram hugmynd í þeim tilgangi að leysa þá pattstöðu sem málið er komið í. Hugmyndin tekur mið af vel- heppnaðri skipan rannsóknar- nefndar Alþingis vegna banka- hrunsins. Hún gerir einfaldlega ráð fyrir að þingið skipi stjórn- laganefnd sjö til níu utanþings- manna er fái það verkefni að koma fram með nýja stjórnarskrártil- lögu að tólf til sextán mánuðum liðnum. Þegar þar verður komið sögu getur Alþingi tekið tillögurnar til umfjöllunar og afgreiðslu. Rétti- lega er á það bent að Alþingi getur látið endanleg úrslit málsins ráð- ast í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir sem nú ráða för þessa máls í þingnefnd ættu að hugleiða að hér er greinilega sett fram hugmynd til sátta um málsmeð- ferð sem hefur það eitt að mark- miði að koma í veg fyrir að málið sjálft strandi. Hér búa hyggindi og heilindi að baki. Það væri misráð- ið að skella skollaeyrum við þegar þannig er talað til Alþingis utan úr þjóðfélaginu. SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Stjórnlaganefnd? Sérstakur vinnuhópur rann-sóknarnefndar Alþingis fékk það verkefni að kanna hvort leita mætti siðfræði- legra skýringa á því sem úrskeið- is fór. Sú vinna er afar merkilegt framlag til þeirrar umræðu sem fram þarf að fara um þessi efni, þótt þar megi finna rökfræðilega veikleika. Framkvæmd á embættisskyld- um forseta Íslands þykir hafa verið með þeim hætti að draga verði af því lærdóm. Nefnd- in leggur því til endurskoðun á þeim kafla stjórnarskrárinnar sem kveður á um hlutverk forseta Íslands. Jafnframt telur hún rétt að settar verði almennar réttar- reglur um hlutverk og verkefni forseta Íslands og samskipti hans við önnur ríki. Loks telur nefnd- in æskilegt að forsetaembættinu verði settar siðareglur. Engum kemur á óvart að þessi mikla rannsókn á stjórnsýslu og siðferði dragi stjórnmálamenn fram í það ljós. Hitt er þyngra en tárum taki að sjá að þeir siðferði- legu þverbrestir sem starfshóp- urinn greinir skuli hafa náð til þjóðhöfðingjaembættisins, ein- ingartákns þjóðarinnar. Nú er það svo að reglur tryggja ekki gott siðferði. Siðareglur breyta ekki öllu ef mönnum eru ekki góðir siðir eiginlegir. Hvað sem því líður er óhjákvæmilegt að taka tillögur siðfræðistarfshóps- ins alvarlega. Það getur auðveld- að mönnum að endurreisa traust þessa æðsta embættis þjóðar- innar ef bæði stjórnskipunar- og almennar lagareglur um það eru skýrar. Siðfræðin og forsetaembættið Hafa verður í huga að eftir stjórnarskránni eru það ráðherrar sem bera ábyrgð á athöfn- um forseta Íslands. Lögformlega beinist gagnrýni siðfræðivinnu- hóps rannsóknarnefndarinnar því að ráðherrum núverandi og undan- genginna ríkisstjórna hvort sem mönnum þykir það súrt í brotið eða ekki. Þessi lagalega hlið getur hjálp- að mönnum að glöggva sig á því hvar á að byrja. Ekki verður séð að brýnast sé að setja forsetaemb- ættinu siðareglur. Það sem raun- verulega fór úrskeiðis lýtur miklu fremur að hinu að mjög lítið er um formlegar reglur sem mæla fyrir um hvernig ráðherrar eiga að fara með vald forseta Íslands og bera ábyrgð á athöfnum hans eins og stjórnarskráin mælir fyrir um; ekki síst eftir að ólögbundin verk- efni embættisins margfölduðust. Í þessu ljósi sýnist því eðlilegast að settar verði lagareglur um þetta efni. Þær myndu eftir eðli máls einnig vera leiðbeinandi um hvern- ig haga á samskiptum forseta við erlend ríki. Í samræmi við form- fasta og opna stjórnsýslu þarf laga- reglur um að ágreiningsmál forseta og ráðherra eigi að staðreyna, skrá og útkljá í ríkisráði. Siðareglur ætti síðan að vera næsta mál á dagskrá. Þær eiga að taka mið af þeim almennu réttar- reglum sem settar verða um ábyrgð ráðherra á athöfnum forseta. Valdsviði forseta og hlutverki verður hins vegar ekki raskað nema með breytingu á stjórnar- skrá. Vinnuhópur rannsóknar- nefndar bendir réttilega á að í það verk þarf að ráðast. Það er vanda- samast og hangir saman við heild- arendurskoðun stjórnarskrárinn- ar sem vinnuhópurinn telur einnig nauðsynlega í sérstöku áliti sínu um stjórnmálamenningu. Þessu verki þarf að ljúka fyrir næstu for- setakosningar. Það snýr að framtíð en ekki fortíð. Hvað á að gera? Á kærur á hendur níu nafnkenndum einstaklingum sem tóku sannarlega þátt í andófi almennra borgara við alþingishúsið þegar ríkisstjórn landsins var sett af hafa kallað á viðbrögð fleiri sem þar voru. Hundruð hafa stigið fram og lagt nafn sitt við yfirlýsingu sem stíluð er á Lýðveldið: „Við vorum þar líka en nöfn okkar gleymdust í ákæruskjali saksóknarans. Við viljum vera með.“ Vísast vildu enn fleiri vera á þeim lista gæfist þess kostur. Skjalleg játning þúsunda gæti gert saksóknara ríkisins erfitt fyrir. Nýjar játningar um brot á þeirri grein almennra hegningarlaga sem saksóknari hyggst nota til að koma lögum yfir nímenningana ætti að kalla þegar í stað á viðbrögð hans, nýjar ákærur. Saksóknarinn hefur reynst býsna vanmáttugur í hrunsmál- um. Árásarmenn á þingið voru mun fleiri en skipuðu fjöldann sem stóð utan þinghússins og freistaði þess að komast inn á palla þingsins til að heyra þar umræður. Í sætum þingmanna var stór hópur þegna lýðveldis- ins sem eiðsvarinn hafði grafið skipulega undan lögum og rétti í landinu, í mörgu með vísvitandi aðgerðum, sinnuleysi og svo sannað hefur verið stefnt almanna- hag í bráða hættu og nú orðinn stórskaða með ábyrgðarleysi, óvandaðri lagasetningu, gáleysi af ásetningi. Sumt af því fólki hefur hrökklast úr sölum þingsins en situr eftir með ábyrgð sína ævilangt. Ekki kærir saksóknari það, ekki heldur sérskipaður saksóknari sökum vanhæfis og getuleysis hins fyrrnefnda. Það er lítil von til þess að það verði dæmt af Landsdómi, enda umkringt skjaldborg félaga sinna úr stjórnmálaflokkunum. Einn dóm getur Alþingi sem þá sat ekki umflúið: dóm sögunnar. Sá dómur mun líka varða aðra: umsátursliðið var ekki eitt. Um þingið sat um árabil hópur varða, embættismenn þings og ráðuneyta, stór hópur í almannaþjónustu sem fljótt missti sjónar á hlutverki sínu og tók að þjóna framkvæmdarvaldi sem í nær tvo áratugi var keyrt áfram af einum stjórnmálaflokki fyrst og fremst. Alþingi var umsetið af flugumönnum sem höfðu í vörnum sínum fyrir þingið og lögin annað erindi en verja almannahag. Þegar múgamenn, fræðingar og rannsóknarnefndir kveða einum rómi upp þann dóm að stjórnsýslan hafi brugðist ætti að hrikta í sætaröðum hins opinbera. En það gerist ekki. Engan þeirra ætlar saksóknari að sækja að lögum. Ákærur saksóknara á hendur nímenningunum og þeim hundr- uðum sem munu vilja setjast á sama sakamannabekk, sýna með eftirtektarverðum hætti að Valdið lærir ekkert af ríflega tvö hundruð ára sögu borgaralegra mótmæla sem þó megnuðu að skapa það samfélag sem við nú búum við. Hinn helgi réttur almennings til friðsamlegra en ákafra mótmæla gegn misvitru og vanheilu valdi verður ekki frá fjöldanum tekinn hvað sem líður lagagreinum sem beitt er gegn fáum til fróunar þeim sem tapaði slagnum: „kátt þeim bræðin brennur / sem girnist bíta en hefur engar tennur“. Það vinnur enginn sitt dauðastríð. Saksóknari ríkisins gegn þúsundum þegna: Árás á Alþingi SKOÐUN Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettabladid.is Ársfundur 2010 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar verður haldinn þriðjudaginn 18. maí nk., kl. 11:00 í fundarsal BSRB á 1. hæð að Grettisgötu 89, 101 Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 2. Önnur mál löglega upp borin. Allir sjóðfélagar sem og fulltrúar aðildarfélaga BSRB, BHM og KÍ svo og launagreiðendur eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Reykjavík, 1. maí 2010 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.