Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 1. maí 2010 31 Vondar eru tillögur Samgöngu-ráðherra og ríkisstjórnarinnar um niðurskurð á framkvæmdum til vegabóta á Vestfjörðum og mál- flutningur hans gæti verið betri. Átakshópurinn ÁFRAM VEST- UR hefur unnið að því undanfarna mánuði að auka samstöðu Vestfirð- inga í samgöngumálum og stilla saman áherslur fólks á norðanverð- um og sunnanverðum Vestfjörð- um. Það hefur tekist framar öllum vonum. Vestfirðingar eru nær ein- huga um nauðsyn þess að Vest- fjarðavegur 60 frá Bjarkarlundi að Þingeyri verði góður heilsár upp- byggður vegur með bundnu slitlagi. Hvergi annars staðar á landinu býr fólk við jafn slæmar aðstæð- ur. Það eru hagsmunir Vestfirð- inga að allur þessi vegarkafli verði sem fyrst endurbættur. Góðan veg þarf milli byggðarlaga til þess að efla byggðina á Vestfjörðum og ekki síður þarf góðan veg áfram suður eftir Barðastrandarsýslunni. Það er ekki annaðhvort eða og það er ekki fyrst einn kafli á leiðinni og annað ekki á meðan. Það er eins og gildandi samgönguáætlun mælir fyrir um í raun, leiðin Bjarkalund- ur – Þingeyri, og fé veitt til vega- gerðar vestan Bjarkalundar og til Dýrafjarðarganga. Hvergi á landinu er meiri nið- urskurður á fyrirhuguðum fram- kvæmdum en einmitt á þessum versta vegarkafla Íslands. Ekkert nýtt fjármagn er til framkvæmda í veginn um Barðastrandarsýsluna. Það fé sem Alþingi hefur á fyrri árum veitt til verkefnisins hefur aðeins að litlum hluta verið varið til framkvæmda. Skorið er af því sem eftir stendur og engir viðbótarpen- ingar. Árin 2011 og 2012 á að fram- kvæma fyrir sömu peninga og árin 2007-2010. Það myndi ganga hægt að vinna Héðinsfjarðargöngin ef fjár- mögnunin væri svona. En þetta er Vestfirðingum boðið upp á, illa dul- búinn 100% niðurskurð. Hvergi á landinu hafa íbúarn- ir mátt þola jafnmikið sleifarlag, ráðaleysi og viljaleysi stjórnvalda eins og birst hefur í Barðastranda- sýslunni. Á átta árum hefur aðeins tekist að leggja um 55 km af nýjum veg. Enn stefnir í frekari tafir á hverjum nýjum vegarkafla sem taka á fyrir. Engin trygging er því miður fyrir því að unnið verði nokk- uð á næstu tveimur árum. Þetta er meira og minna sjónhverfing til þess að kasta ryki í augu Vest- firðinga. Ríkisstjórnin sýnir Vest- firðingum algert skeytingarleysi og virðingarleysi en hún gefst upp fyrir sérvisku, eintrjáningshætti og öfgasinnuðum umhverfisvernd- arsjónarmiðum. Það mun taka 3-4 áratugi að ljúka vegagerðinni frá Bjarkalundi að Þingeyri með þessi áframhaldi. Ofan í ráðaleysi sitt í Barðastrand- arsýslu bætir ráðherrann því við að slá Dýrafjarðargöngin algerlega út af borðinu. Lagt er til að þurrka út gildandi fjárveitingar til Dýrafjarð- arganga og eftir það verður fram- kvæmdin hvergi til í nokkurri sam- þykktri samgönguáætlun. Þetta er líka 100% niðurskurður. Í vandræðum sínum grípur sam- gönguráðherra til þess að kenna Vestfirðingum sjálfum um þetta. Hann segir að þeir hafi sjálfir valið að henda Dýrafjarðargöngum út. Því hefur þegar verið mótmælt af talsmanni Fjórðungssambandi Vest- firðinga. Þeir ætla ekki að láta bjóða sér svona málflutning. Hvers vegna ætti að skipta upp óloknu verkefni á Vestfjörðum eins og Bjarkalundur – Þingeyri í ótal aðskilin verkefni þegar önnur stór og mikilvæg verk- efni eru tekin sem heild svo sem Hófaskarðsleið í Þingeyjarsýslu og Suðurstrandarvegur, en engu að síður boðin út í mörgum áföng- um? Meðan verkið sækist seint á Vestfjörðum verður meira til skipt- anna fyrir verkefni annars staðar á landinu. Mál er að Vestfirðingar hætti að láta fara svona með sig. Ráðherrann segir að Dýrafjarðar- göngum sé aðeins frestað. Það væri betra ef satt væri. En þetta eru útúr- snúningar. Ráðherrann veit jafnvel og ég að hann getur engu um það svarað hvort Dýrafjarðargöngin verða inn á næstu samgöngutillögu sem lögð verður fram á Alþingi ein- hvern tímann í framtíðinni. Hann veit hvað ríkisstjórnin ætlar sér og ætti að upplýsa það. Hann veit líka eins vel og ég að Dýrafjarðargöngin eru tekin út núna vegna þess að það er ekki nægilegur pólitískur vilji innan ríkisstjórnarflokkanna fyrir framkvæmdinni. Það eru of margir draugar á ferli jafnvel um hábjart- an dag sem Vestfirðingar þurfa að kveða niður. Framkvæmdir við Dýrafjarð- argöng eiga að hefjast á þessu ári og þeim á að ljúka 2012. Svo vill til að framkvæmdir við Norðfjarðar- göng eiga líka að hefjast á þessu ári og þeim á líka að ljúka 2012. Svo vill til að bæði verkefnin eru til þess að stækka atvinnusvæði og bæta samgöngur. Svo vill til að Norðfjarðargöng á áfram að fara í þótt þeim seinki líklega um eitt ár. En Dýrafjarðargöng á að slá út af borðinu. Vestfirðingar skilja fyrr en skellur í tönnum. Í þessu máli dugar það eitt að knýja ríkisstjórnina til þess að ryðja úr vegi öllum hindr- unum fyrir tafarlausri vegagerð á leiðinni Bjarkalundur – Þingeyri og Dýrafjarðargöngin aftur inn á sam- gönguáætlunina á sama stað og þau voru. 100% niðurskurður á stórum framkvæmdum Samgöngur Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður Hvergi á landinu hafa íbúarnir mátt þola jafnmikið sleifarlag, ráðaleysi og viljaleysi stjórnvalda eins og birst hefur í Barðastrandarsýslunni. Á átta árum hefur aðeins tekist að leggja um 55 km af nýjum veg. Ársfundur 2010 Ársfundur sjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 20. maí, kl. 16:30. Verður hann auglýstur nánar síðar. Yfirlit um afkomu 2009 Borgartún 29 · 105 Reykjavík · Sími 510 7400 · Fax 510 7401 · s l@sl . is · www.sl . is Efnahagsreikningur (í flús. kr.) Yfirlit um breytingar á hreinni eign til grei›slu lífeyris Lífeyrisskuldbindingar skv. ni›urstö›u tryggingafræ›ings Kennitölur Ávöxtun séreignardeildar 2009 Sjó›félagar 19.112.061 43.821.329 2.473.021 419.237 1.524.097 18.189 67.367.934 -138.771 67.229.163 2.966.326 -994.887 7.607.673 -61.904 -80.583 9.436.625 57.792.538 67.229.163 -1.372.000 -1,9% -4.391.000 -3,8% 12,7% 3,8% 2,8% 3,3% 7.425 6.181 0,13% 73,8% 26,2% 15.709.032 38.183.476 2.343.348 436.342 1.235.103 19.267 57.926.568 -134.030 57.792.538 2.785.709 -753.462 278.178 -56.648 -78.339 2.175.438 55.617.100 57.792.538 658.000 1,1% -1.792.000 -1,7% 0,3% -13,8% 3,5% 3,7% 7.028 5.113 0,14% 75,5% 24,5% Ver›bréf me› breytilegum tekjum Ver›bréf me› föstum tekjum Ve›lán Bankainnistæ›ur Kröfur A›rar eignir og rekstrarfjármunir Skuldir I›gjöld Lífeyrir Fjárfestingartekjur Fjárfestingargjöld Rekstrarkostna›ur Hækkun á hreinni eign á tímabilinu Hrein eign frá fyrra ári Eignir umfram áfallnar skuldbindingar Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum Eignir umfram heildarskuldbindingar Í hlutfalli af heildarskuldbindingum Tekið er tillit til falls bankanna og afleiðingum þess m.a. með niðurfærslu eigna. Nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal Hrein raunávöxtun 10 ára meðaltal Fjöldi virkra sjóðfélaga Fjöldi lífeyrisþega Rekstrarkostnaður í % af eignum Eignir í íslenskum krónum Eignir í erlendum gjaldmiðlum Nafnávöxtun Söfnunarleiðar I sem er innlánsreikningur var 15,7% eða 6,8% raunávöxtun. Nafnávöxtun Söfnunarleiðar II sem inniheldur ýmis verðbréf nam 13,8% eða 4,7% raunávöxtun. Í uppgjöri er færð út sannanleg töp ásamt því að eignir eru færðar niður til að mæta mögulegum töpum framtíðar. Heildareignir séreignardeildar eru 491,1 milljón króna í árslok 2009 og vaxa um 14%. Sjóðurinn er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi mönnum sem eiga ekki kjarasamnings- bundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur því verið góður kostur fyrir ýmsa aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign. 31.12.2009 31.12.2008 Í stjórn sjó›sins eru Hrafn Magnússon formaður, Arnar Sigurmundsson, Friðbert Traustason, Gunnar Gunnarsson, Þorbjörn Guðmundsson, Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir. Framkvæmdastjóri er Sigurbjörn Sigurbjörnsson Traustur sjóður, trygg framtíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.