Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 78
46 1. maí 2010 LAUGARDAGUR HLÝJAN SKÍN Í GEGN Þessa mynd tók Gunnar V. Andrésson af Vigdísi en hlýjan og sjálfsöryggið geislar af fyrrverandi forseta íslenska lýðveldisins. Vigdís er í hópi mynd- rænustu Íslendinganna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA B laða- og tímaritaljós- myndarar landsins eiga að baki margra ára reynslu í því að mynda þjóðþekkta Íslendinga og þekkja það manna og kvenna best að menn geta komið misjafnlega vel út á ljósmynd, og skiptir þá ekki máli hvort eða hversu fallegt við- fangsefnið þykir. Þessi könnun er því ekki miðuð út frá því hvern- ig fyrirsæturnar líta út, heldur hversu auðvelt er að ná góðum myndum af viðkomandi og þar hefur útlitið ekki alltaf allt að segja. Viðkomandi getur ein- hverra hluta vegna myndast betur en aðrir og gefið mikinn karakt- er í myndina. Margir voru nefnd- ir til sögunnar þegar ljósmyndarar voru beðnir að nefna þau viðfangs- efni sem kæmu best út á mynd. Þrír fengu langflestar tilnefn- ingar. 1. Daníel Ágúst Haraldsson „Það er alveg sama hvað maður fær langan tíma með honum, manni nægir stundum bara ein mynd og hún er flott,“ segir einn ljósmyndar- anna um Daníel Ágúst Haraldsson tónlistar- mann. Daníel hefur lengi verið í fremstu röð tón- listarmanna og er í sér- stöku uppáhaldi hjá ljós- myndurum sem finnst hreinlega eins og mynd með söngvaranum geti ekki mistekist. Ekki sakar það að Daníel er að þeirra sögn vanur myndatökum og þægilegur í umgengni, aldrei með vesen, heldur mætir á tökustað og setur sig í réttu stellingarnar. „Hann er töff náungi og veit hvað hann er að gera,“ sagði annar um lista- manninn sem fékk flest atkvæði ljósmyndara yfir Íslendinga sem festast hvað best á filmu. 2. Vigdís Finnbogadóttir „Leikhúskonan Vigdís er meðvit- uð um nærveru ljósmyndara sem er til mikilla þæginda. Vinna ljós- myndarans er að höndla stemn- ingu í ljósmyndinni og þá þarf maður oft að sæta lagi og við- fangsefnið skynja hvar það pass- ar inn. Þar mættist heimur ljós- myndarans og leikhúsreynsla Vigdísar,“ segir Gunnar V. Andr- ésson ljósmyndari sem oft hefur myndað Vigdísi um árin. Ljós- myndararnir voru flestir sam- mála um að hafa aldrei séð vonda mynd af Vigdísi. 3. Thor Vilhjálmsson „Thor hefur þetta sérstaka yfir- bragð sem gefur ljósmyndum allt- af mikinn karakter. Það er svo sterkur svipur í andlitsfallinu og myndirnar verða oft mjög áhrifa- ríkar,“ segir einn ljósmyndarinn um Thor Vilhjálmsson rithöfund. Thor var eftirlætisviðfangsefni margra ljósmyndara sem sögðu að hægt væri að vera eins og fluga á vegg nærri honum. „Stórmennsk- an og viskan skilar sér í myndirn- ar án mikillar fyrirhafnar.“ Ljósmyndarar er greiddu atkvæði voru: Myndrænasti Íslendingurinn Blaða- og tímaritaljósmyndarar vita gerst hvaða þjóðþekktu Íslendingar myndast best. Júlía Margrét Alexandersdóttir fékk tuttugu íslenska ljósmynd- ara til að velja myndrænustu viðfangsefnin. MYNDRÆNN FAGMAÐUR Daníel Ágúst Haraldsson er myndrænasti Íslending- urinn að mati íslenskra ljósmyndara. Menn þurfa fáar tökur og lítinn tíma til að ná góðum myndum af söngvaranum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON VISKAN SKILAR SÉR Stefán Karlsson tók þessa mynd af Thor Vilhjálms- syni. Ljósmyndarar voru sammála um að viskan og stórmennskan skilaði sér alltaf þegar Thor væri festur á mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Baltasar Kormákur: „Alveg sama hvar maður kemur að honum, formlega eða óformlega, hann myndast alltaf vel.“ Björn Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri NTC: „Kemur alltaf vel út á myndum; eins og að mynda súpermódel.“ Dóra María Lárusdóttir knattspyrnukona: „Einn fárra íþrótta- manna sem myndast vel úti á velli.“ Friðrik Þór Friðriksson: „Það er enginn sem er eins geggjað- ur karakter og Friðrik, auk þess sem hann er svo skemmti- legur að maður þarf að passa sig á að gleyma ekki að mynda hann.“ Gyrðir Elíasson: „Ég get verið í kjörstöðu ljósmyndarans nærri þeim manni, fluga á vegg.“ Ómar Ragnarsson: „Ómar er hlýr og tekur sig ekki hátíð- lega. Því myndast hann vel.” Páll Óskar Hjálmtýsson: „Hefur svo skemmtilega mörg andlit, hægt að ná mörgum ólíkum myndum af honum.“ Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir: „Myndast vel á hvaða tíma dags sem er, hvar sem er, í hvernig fötum sem er.“ Sverrir Guðjónsson kontra- tenór: „Myndirnar af Sverri eru kyngimagnaðar.“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir: „Alltaf hægt að ná góðri mynd af Þorbjörgu, og hún er eini stjórnmálamað- urinn sem fer ekki í stellingar þegar ljósmyndari nálgast.“ Þráinn Bertels- son: „Auðvelt að ná góðri mynd af Þráni, þá sérstaklega þegar hann var með skeggið.“ Þessir voru líka nefndir: Anton Brink Arnþór Birkisson Áslaug Snorradóttir Björn Blöndal Einar Falur Ingólfsson Emilía Björg Björnsdóttir Gunnar V. Andrésson Gunnar Þór Nilsen Haraldur Jónasson Hreinn Hreinsson Jónatan Grétarsson Kjartan Þorbjörnsson, Golli Kristinn Ingvarsson Pjetur Sigurðsson Sigtryggur Ari Jóhannsson Sigurþór Hallbjörnsson, Spessi Teitur Jónasson Valgarður Gíslason Vera Pálsdóttir Vilhelm Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.