Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 1. maí 2010 29 ÐHRUNRE Auglýsingin er til að efla Okkar Líf Við lestur skýrslunnar frægu vekur sérstaka athygli nákvæm endurskrift þess sem haft er eftir hinum fjölmörgu, er komu til viðtals eða yfirheyrslu. Ekki eingöngu vegna þess sem þar kemur fram, heldur miklu fremur fyrir þær sakir, að fæst- ir viðmælenda virðast talandi á íslenzka tungu. Sú ákvörðun rannsóknarnefndarinnar að birta svör þeirra óbreytt er eðlileg og sjálfsögð, en þar með gefst tæki- færi til að velta fyrir sér málfari þeirra áhrifamanna í íslenzku þjóðfélagi sem koma við sögu í bankahruninu. Málvillur, ambög- ur, óþarfar enskuslettur og orðið „hérna“ sem kemur fyrir í öðru hverju orði, segir okkur, að þeir tala vart íslenzku, heldur eitthvert skylt hrognamál. Því miður er þetta ekkert eins- dæmi. Það þarf ekki annað en leggja við hlustir, þegar fólk kemur fram í útvarpi eða sjón- varpi. Það er eins og fáir kunni eða nenni lengur að tala móðurmál- ið. Málvillur vaða uppi. Nú fara allir erlendis. Það var lamið inn í okkur krakkana í skóla á Akureyri fyrir 60 árum, að erlendis táknaði dvöl. Þú getur hins vegar farið til útlanda. Fólk verzlar hluti í stað- inn fyrir að kaupa þá. Og eintölu- orðið verð er notað í fleirtölu eins og ekkert sé. Enskuskotið mál sífellt algengara. Allir fókúsera á eitthvað í staðinn fyrir að einbeita sér að einhverju. Ensk þolmynd ryðst fram. Verk er unnið af ein- hverjum í staðinn fyrir, að einhver vinni verkið. Enskur lýsingarhátt- ur nútíðar læðist hratt inn í málið. Fólk segir: Ég er ekki að skilja þetta (I am not understanding this) í staðinn fyrir, ég skil þetta ekki. Það er meira að segja ekki lengur hægt að treysta fréttastofu útvarpsins. En sú var tíð, að frétt- ir hennar voru fluttar á næstum lýtalausri íslenzku. Nýlega heyrð- ist talað um mikið tjón „beggja megin“ landamæranna í umfjöll- un um jarðskjálfta í norðurhluta Mexíkó. Og svona mætti lengi telja. Skólabróðir minn, Njörður P. Njarðvík, deilir áhyggjum mínum og óttast, að eftir eina til tvær kynslóðir verði íslenzkan komin í sama far og hin Norðurlandamál- in, gamla norræna beygingarkerf- ið horfið og einhvers konar ensku- skotin mállýska komin í staðinn. Þó eru skemmtilegar undantekn- ingar á slæmu málfari landans. Það vermdi hjartarætur að hlusta á ungan dreng sem kom fram í sjónvarpsþætti fyrir nokkrum vikum. Hann bjó hjá afa sínum og ömmu rétt fyrir utan Selfoss og sagði frá áhugamálum sínum. Þessi níu eða tíu ára drengur tal- aði fallega íslenzku, eins og hún hljómar bezt. Hverjum er um að kenna, að málið er á leið til fjandans? Menntamálaráðuneytið hlýtur að bera höfuðábyrgð á þessari þróun, ráðherrarnir og forvígis- menn þeirrar menntastefnu sem hér hefur verið við lýði. Verulega hefur verið dregið úr íslenzku- kennslu í skólum og vafasamt, að íslenzkukennarar kunni málið nógu vel til að geta miðlað því til barnanna. Að minnsta kosti hljómaði það ekki vel að hlusta á ungan kennara segja í útvarps- þætti, að henni þætti „ógeðslega“ gaman að kenna. Ég veit að meiri hluti þeirra sem lesa þennan pistil, munu hugsa: „er nú einn málvöndunarfasistinn að nöldra yfir málfari manna.“ Sannleik- urinn er sá, að öllum virðist standa á sama. Málvísindamenn í Háskóla Íslands tala fjálglega um, að málið sé í stöðugri þróun. Þess vegna geri ekkert til, þótt beygingarkerfið sé á hröðu und- anhaldi og alls kyns ambögur haldi innreið sína. Þessari skoð- un deila starfsbræður þeirra í spænskumælandi löndum ekki. Þar er staðinn vörður um tungu- málið og þess til dæmis gætt, að áhrif ensku verði sem minnst. Alltof margir íslenzkir rithöf- undar skrifa bækur sínar á leið- inlegu enskuskotnu máli og leggja sig fram um að nota sem mest ljótt götumál (þeir ættu að taka sig til og lesa barnabæk- urnar Álfinn álfakonung og Dísu ljósálf til að kynnast fallega rit- uðu máli). Spænskir rithöfundar virðast hins vegar leggja metn- að sinn í að skrifa góða texta. Þannig eru til dæmis bækur Isa- bel Allende ritaðar á gullaldar- spænsku. Í heilli bók hennar er varla hægt að finna eitt einasta erlent slanguryrði. Undir lok átjándu aldar var íslenzkan orðin mjög lúin og dönskuskotin, þótt fólk í sveit- um landsins hafi eflaust ennþá kunnað gamla góða málið. Að frumkvæði danska málfræð- ingsins Rasmusar Rasks hófu Fjölnismenn, með skáldið Jónas Hallgrímsson í farabroddi, að hreinsa málið og tókst að endur- reisa það, svo að næstu hundrað árin eða fram yfir 1950 var hér töluð góð íslenzka. Með afnámi zetunnar upp úr 1970 og breyttri menntastefnu, þar sem réttrit- unaræfingar eru taldar af hinu illa, er eins og allt hafi farið úr böndum. Ef enginn tekur sig til, munum við glata íslenzkunni á nokkrum áratugum. Hvar eru nýir Fjölnismenn? Nýja Fjölnismenn Íslenskt mál Júlíus Sólnes prófessor emeritus við Háskóla Íslands Ég biðst afsökunar Ég undirritaður, Tómas Magn-ús Tómasson, bið alla Íslend- inga, nær og fjær og annars staðar, afsökunar á mínum þætti í hljóðritun margra af verstu hljómplötum Íslands, sem leiddu síðar til almennrar hnignunar. Má með töluverðu ímyndunarafli og þó nokkrum skynvillum leiða djúp rök að því að þessi þáttur minn hafi beint eða óbeint leitt til ráðningar Davíðs Oddssonar sem seðlabankastjóra og síðar til hruns íslenzka bankakerfis- ins. Ég bið ykkur afsökunar. Ég fagna útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengda atburði, þykir þó furðu gegna að mitt nafn skuli hvergi að finna í skýrslunni svo himin- hrópandi og áberandi sem minn þáttur í hruninu er. Ég kaus að tjá mig ekki mikið um gang mála á meðan vinna nefndarinn- ar stóð yfir en nú þegar henni er lokið tel ég rétt að gera grein fyrir mínum málum. Ég get sjálfur haldið því fram að ég hafi á hverjum tíma tekið ákvarðanir sem ég taldi skyn- samlegar og réttar og ég tel víst að ég hafi enga falska nótu sleg- ið. En þegar ég lít í kringum mig og sé afleiðingar hrunsins þá get ég ekki varist sjálfsásökun- um. Ég hefði átt að hafa skarp- ari dómgreind og ég hefði átt að hafa einbeittari vilja til að axla ríkari ábyrgð á hvert stefndi í íslenskum tónlistariðnaði. Þegar bókin „100 bestu plötur Íslandssögunnar“ kom út, fyrir ekki svo ýkja löngu, var sem köld hönd gripi um iður mér við lestur hennar, því þar opinber- ast með skýrum hætti hversu ríkur minn þáttur í bankahrun- inu er. Ég biðst afsökunar á því að hafa spilað á öllum þessum plötum. Ég lét stjórnast af taum- lausri græðgi. Engu öðru. Ég tók þátt í hverju vonlausu verkefn- inu á fætur öðru eingöngu með stundarhagsmuni mína, en ekki íslenzku þjóðarinnar, að leið- arljósi. Ég spilaði, ég söng, ég útsetti, ég pródúseraði hugsun- arlaust, aðeins til að þjóna hinni óseðjandi græðgi sem knúði mig áfram, vakti mig á morgnana (ok, um hádegisbil), svæfði mig á kvöldin. Fyrst af öllu vil ég hér og nú gangast við augljósum mistök- um mínum og biðjast afsökun- ar á þeim. Vissulega get ég gert athugasemdir við margt af því sem í skýrslunni stendur og að mér snýr og mun ég gera það á öðrum vettvangi. Ég er eins og að framan greinir, furðu lost- inn að mitt nafn getur hvergi að líta í skýrslunni. Sú staðreynd er rannsóknarnefnd Alþingis til stóbrotins vanza. Því verður ekki með orðum lýst hvernig mér líður vegna mistaka minna og afleiðinga þeirra. Þær yfirsjónir verða ekki aftur teknar. Við það verð ég að lifa. Fjármuni í felum á aflands- eyjum á ég enga, er staurblank- ur eftir góðærispartíið. En ég heiti íslensku þjóðinni því að gera allt sem í mínu valdi stend- ur til að bæta fyrir mistök mín og leggja mitt af mörkum til að byggja Ísland upp að nýju. Kæru landar, það verkefni sem bíður okkar er afgerandi samþætting dómgreindarleys- isuppgjörs og axlasigs vegna ábyrgðarleysisskorts nú á þess- um ögurstundartímum í sögu hinnar íslenzku þjóðar. Minn hlutur í þeirri samþættingar- aðgerðaráætlun er afsökun- arbeiðnisumleitan sem sett er fram í hjartasorgarfælni og hugarvílsástandisleysu. Ég und- irritaður, Tómas Magnús Tóm- asson, lofa því að hvorki spila, syngja, útsetja né pródúsera aftur nokkra einustu af þeim plötum sem ég veit að leiddu íslenzku þjóðina út á glötunar- brautarferlið. Þangað hélt þjóð- in við undirleik minn. Það var ég sem sló taktinn. Það er mín ábyrgð, það er minn harmur, það ör mun ég bera. Að minnsta kosti fram að 17. júní, eða jafn- vel verzlunarmannahelgi. Hrunið Tómas Tómasson tónlistarmaður Ég undirritaður, Tómas Magnús Tómasson, lofa því að hvorki spila, syngja, útsetja né pródúsera aftur nokkra einustu af þeim plötum sem ég veit að leiddu íslenzku þjóð- ina út á glötunarbrautarferlið. Þangað hélt þjóðin við undirleik minn. Það var ég sem sló taktinn. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.