Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2010, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 05.05.2010, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 11 Náðu utan um verkefnin! Umbætur í flæðisstýringu sjúklinga – góður árangur á LSH www.mpm.is PI PA R \T B W A \ SÍ A 1 0 1 1 4 0 MPM, meistaranám í verkefnastjórnunHádegisfundur í Námu, Endurmenntun HÍ, fimmtudaginn 6. maí kl. 12.00–13.00 Á undanförnum árum hefur verið unnið sleitulaust að bættu flæði sjúklinga innan Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH). Verkefnið er gríðarflókið og nær til margra ólíkra deilda og starfstétta innan spítalans. Hildur Helgadóttir MPM og innlagnastjóri LSH flytur hádegiserindi um þetta málefni. Fullyrða má að efni fyrirlestursins eigi sér skírskotun í mörg önnur flæðisverkefni. Spennandi kostur fyrir þá sem hafa áhuga á mjög hagnýtu stjórnunarnámi. Alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun í umboði alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). Skemmtilegir nemendur og heimsþekktir kennarar. Opnar starfsvettvang víða í íslensku samfélagi og um allan heim. Tveggja ára nám samhliða starfi. Umsóknarfrestur er til 17. maí Vor í íslenskri verkefnastjórnun Ráðstefna um verkefnastjórnun verður haldin á Hótel Sögu föstudaginn 21. maí kl. 13–17. STJÓRNMÁL Kosið verður til sveitar- stjórna 76 sveitarfélaga í kosning- unum 29. maí. Kosið var til 79 sveitarstjórna fyrir fjórum árum en á yfirstand- andi kjörtímabili hefur sveitar- félögum fækkað um þrjú. Samein- ingar urðu milli Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar, Akureyrarbæjar og Grímseyjarhrepps og Arnarnes- hrepps og Hörgárbyggðar. Frestur til að skila framboðslist- um til yfirkjörstjórna viðkomandi sveitarfélaga rennur út klukkan tólf á hádegi á laugardag. Sveitar- stjórnarmenn sem hyggjast skor- ast undan endurkjöri hafa frest til sama tíma til að tilkynna þá ákvörðun. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sendiráðum og hjá aðalræðis- mönnum og kjörræðismönnum hefur staðið í nokkrar vikur. Hægt er að kjósa á um 235 stöðum í 84 löndum. Fljótsdalshérað er stærsta sveitar- félag landsins, tæpir níu þúsund ferkílómetrar, en Seltjarnar nes það minnsta, tveir ferkílómetrar að stærð. Reykjavík er fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega 120 þúsund íbúa en Árneshreppur fámennastur með 50 íbúa. - bþs Framboðsfrestur rennur út á hádegi á laugardag: Sveitarfélögum hefur fækkað um þrjú AKUREYRI Sveitarfélagið Akureyri stækk- aði á kjörtímabilinu og íbúum þess fjölgaði eftir sameiningu Akureyrar og Grímseyjar. FRÉTTABLAÐIÐ/KK SÖFNUN 12,3 milljónir króna hafa safnast í páskasöfnun Hjálpar- starfs kirkjunnar fyrir Haítí en stofnunin hefur þá samanlagt safnað tæplega 21 milljón króna til uppbyggingar á Haítí. Féð rennur til hjálpar- og upp- byggingarstarfa á vegum ACT Alliance, Alþjóðahjálparstarfs kirkna, en þau samtök voru að störfum á Haítí fyrir skjálftann og því í „einstakri aðstöðu til að sinna þar neyðar- og uppbygging- arstarfi,“ eins og fram kemur í fréttatilkynningu. ACT Alliance segir 90 prósent af 1,5 milljónum heimilislausra í landinu hafa fengið nauðsynlegt byggingarefni til að koma sér upp húsnæði til bráðabirgða. Auk þess hefur ýmsum nauðsynjavör- um verið dreift til tugþúsunda fjölskyldna og vatni er dreift daglega. - sbt Fórnarlömb jarðskjálfta: Alls tæp 21 milljón til Haíti BÖRNUM HJÁLPAÐ Leikir og mynd- mennt eru notuð til að hjálpa börnum á Haítí að tjá erfiða reynslu sína og vinna úr henni. FRAMKVÆMDIR Mælingar Vega- gerðarinnar sýna að nokkuð vel er staðið að merkingum vinnustaða. Þetta kemur fram í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Alls var gerð 101 úttekt á vinnustaðamerkingum og var meðaleinkunn 8,3. Það er hækk- un um 0,1 frá í fyrra. Fimm verk fengu þó lægri meðaleinkunn en 6. Árið 2010 voru gerðar breyt- ingar á kröfum varðandi vinnu- staðamerkingar og teknar upp hertar reglur og leiðbeiningar endurbættar. - kóp Vinnustaðamerkingar: Ágætlega staðið að merkingum ELDGOS Sérfræðingar miðla upp- lýsingum til íbúa á áhrifasvæði Eyjafjallajökuls þessa dagana. Fundirnir með sérfræðingum fara fram í hádeginu í þjónustu- miðstöðinni í Heimalandi. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri verður til viðtals í hádeginu í dag; á morgun verður Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, til við- tals og á föstudag mætir Har- aldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Þjónustumiðstöðin í Heima- landi er opin alla daga frá 11 til 15. Íbúar eru hvattir til að koma við og afla sér upplýsinga um mál sem tengjast eldgosinu. Hádegisfundir í Heimalandi: Landgræðslu- stjóri ræðir við heimamenn EKIÐ INN Í ÖSKU Landgræðslustjóri verður til viðtals í Heimalandi í dag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.