Fréttablaðið - 05.05.2010, Síða 24

Fréttablaðið - 05.05.2010, Síða 24
FERÐASÝNINGIN Íslandsperlur stendur nú yfir í Perlunni. Þar geta gestir gengið hringinn í kringum landið og fengið smjörþefinn af því besta sem ferða- löngum stendur til boða í sumar. Vikuferðir til Spánar þar sem nýjum og heilsusamlegum lífsstíl er sparkað af stað eru í boði í vetur. Vefurinn www.bilar.is er hugsað- ur sem smáauglýsingavefur fyrir kaupendur og seljendur að bifreið- um og öðrum farartækjum og fyrst um sinn verður ókeypis að auglýsa. Eftir það verður vægt gjald inn- heimt fyrir hverja auglýsingu að sögn aðstandenda vefjarins. Mikil vinna var lögð í að hafa umhverfi vefjarins notendavænt og á vefnum er hægt að birta fleiri og stærri myndir af farartækjun- um en almennt tíðkast. Einnig er hægt að birta auglýs- ingarnar á facebook-síðum þeirra sem auglýsa. Allar aðgerðir er varða það að setja inn auglýsingar og svara þeim á að vera einfalt og þægilegt. - jma Nýr íslensk- ur bílavefur Nýr smáauglýsingavefur fyrir bíla og önnur farartæki var opn- aður á laugardaginn. Smáauglýsingavefurinn bilar.is verður með ókeypis aðstöðu til að auglýsa til að byrja með. Gist er í viku á Alicante á Spáni, á fjögurra stjörnu hóteli, Albit Playa, en það er í fallegri vík. Námskeiðin sem í boði eru munu meðal annars fjalla um ræktun lík- ama og sálar, bættan lífsstíl og jákvæða tjáningu. Mikið er lagt upp úr góðri gist- ingu, mat og dekri með áherslu á hreyf- ingu svo sem jóga, leik- fimi og gönguferðum. Áhugasömum er bent á heimasíðu Úrvals-Útsýnar, www.urvalutsyn. is, fyrir frek- ari upplýsing- ar en meðal þeirra sem í för verða eru Edda Björg- vinsdóttir leik- kona, útvarps- kona n Si r r ý og Bjargey Aðalsteins- dóttir íþrótta- fræðing- ur. - jma Sjálfsrækt og gaman Úrval-Útsýn býður upp á þrjú námskeið á þessu ári sem haldin verða á Spáni í námskeiðaröð sem kallast Ný&Betri. Sirrý verður með í för. Vesturhrauni 1-210 Garðabæ Sími 535 5850-www.framtak.is E F N A V Ö R U R - með náttúruna á hreinu - Örflóra er fyrir haughús, rotþrær, niðurföll, skólp- leiðslur, fituskiljur, fitutanka, úti og inni salerni. SKAÐ LAUS UMHV ERFIN U Gistiheimili í Kaupmannahöfn Herbergi og studioíbúðir í miðbænum sími 0045-2848 8905La Villa Inntökupróf í grunnskóladeild (9–15 ára) fara fram 8. maí kl. 13.00–14.30. Inntökupróf í framhaldsdeild, listdansbraut (16 ára og eldri) fara fram 8. maí kl. 15.00–17.00 Rafræn skráning er hafin fyrir næsta skólaár 2010–2011 á listdans.is Nemendur Listdansskóla Íslands höfnuðu í fimm efstu sætum í klassísku sólódanskeppninni í febrúar síðastliðnum. Þrír þeirra eru á leið til Svíþjóðar til að taka þátt í alþjóðlegri sólódanskeppni. Munið frístundarkortin. Skólaárið 2010–2011 Þekking Reynsla Fagmennska Gæði Úrvalskennarar í klassískum og nútíma listdansi „Það er svo margt sem fólk getur gert sjálft við í bílnum sínum,“ segir Gunnar Valdimarsson, eigandi Sjálfsþjónustunnar Nú - þú í Hafn- arfirði, en þar getur fólk leigt pláss til að dytta að bílum sínum. Þjón- ustuna stofnaði Gunnar í febrúar á þessu ári en með því fetaði hann í fótspor feðranna. „Bæði afi minn og pabbi voru tengdir FÍB og ráku svona sjálfs- þjónustu í kringum 1970 svo ég var alinn upp við þetta. Ég tók síðan upp þráðinn núna. Þetta er kreppuvænt þar sem fólk reynir að bjarga sér með minni peninga milli handanna í dag.“ Nú - þú sjálfsþjónustan er hús- næði með verkfærum og lyftum. Klukkutíminn inni á verkstæð- inu kostar 1.500 krónur og lyfta og verkfæri 2.500 krónur. Eins starfar vélvirki á staðnum og aðstoðar fólk eftir þörfum. „Hér getur fólk skipt um olíu og síur, smurt bílana, skipt um brems- uklossa og stýrisenda. Hægt er að taka úr bremsudiskana og við getum rennt þá fyrir fólk. Við reynum auð- vitað að passa að fólk bjargi sér ekki of mikið og fari að fikta í hlutum sem það hefur ekki þekkingu á en það er mjög mikið sem fólk getur gert sjálft.“ Á döfinni eru námskeið í viðhaldi og viðgerðum á bílum sem haldin verða í húsnæði Nú - þú að Hvaleyr- arbraut 2 í Hafnarfirði. Námskeið- in eru þau fyrstu sinnar tegundar en þau eru byggð upp með það fyrir augum að fólk geti bjargað sér með minni háttar viðhald á bílunum sínum sjálft. „Við fundum fyrir áhuga þar sem fólk kemur mikið hingað og biður okkur um aðstoð við hitt og þetta. Þannig þróaðist það að við settum saman námskeið í samstarfi við til dæmis Vinnumálastofnun og Endurmenntunarskólann,“ segir Gunnar. „Fólk þarf ekki að kunna neitt fyrir sér í bílaviðgerðum til að sækja námskeiðin en við förum yfir öll atriði frá grunni. Sumir eru ekki klárir á hvernig á að skipta um dekk og hvaða kostir eru í stöð- unni ef springur á bílnum, hvort eig að skipta um dekk, nota froðu eða tappa?“ Gunnar mun sjálfur leiðbeina á námskeiðinu, meðal annars um umhirðu bílsins, þrif, bón en hann segir það síst mikilvægara en annað viðhald svo bíllinn endist lengur. Auk Gunnars leiðbeinir Guttormur Sveinsson vélvirki hvernig skipta á um olíu og smyrja bílinn, svo eitt- hvað sé nefnt. Námskeiðin eru áætl- uð nú í maí en nánari upplýsingar má meðal annars nálgast á vef End- urmenntunarskólans, www.tskoli.is. heida@frettabladid.is Mörgu hægt að dytta að Betra er að bíllinn sé í góðu lagi áður en lagt er af stað í ferðalag. Til að spara aurinn í buddunni má sækja námskeið í viðhaldi og viðgerðum á bílum og dytta að bifreiðinni sjálfur. Gunnar Valdimarsson er eigandi Nú - þú sjálfsþjónustunnar í Hafnarfirði en hann hýsir og kennir námskeið um viðhald og við- gerðir á bílum, meðal annars í samvinnu við Endurmenntunarskólann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.