Fréttablaðið - 05.05.2010, Síða 42

Fréttablaðið - 05.05.2010, Síða 42
75,1 18.700 430prósent Íslendinga á vinnualdri, 16 til 74 ára, hefur atvinnu um þessar mundir. milljarðar króna er upphæðin sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að lána Grikkjum á næstu þremur árum. milljarðar er áætlaður kostnaður Evrópusambandsins af eldgosinu í Eyjafjallajökli. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, rifjaði upp drauma manna að stofna hér alþjóðlega fjármála- miðstöð þegar efnahagslífið virt- ist í blóma fyrir hrun á hádegis- fundi um skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis um bankahrun- ið. „Hugmyndin var sumpart að gera Ísland að ríkasta landi í heimi, líkt og var titill á bók. Eða þá kannski það ríkastastasta í heimi, ef við höldum okkur við Besssastaðastigið,“ sagði hann um það sem gæti verið nýjasta og langef- sta stig lýsingar- orða í íslensku. Uppskar Þórólfur mikinn hlátur frá gestum úti í sal. Bessastaðastigið Samtök atvinnulífsins (SA) héldu sinn reglulega ársfund á dögun- um. Fundir SA hafa í gegnum tíðina verið sem hressandi and- blær í hversdagsamstrinu og vakið marga af værum blundi. Á fundinum um daginn var setið í nær hverjum stól og bjuggust gestir eðlilega við miklu. Heldur bráði fljótt af fólki enda virtist sem efnahagshrunið hafi bitnað heldur illa á samtökunum. Í stað kröftugra og innblásinna yfir- lýsinga fetuðu frummælendur þrönga stigu miðju og hlutleys- is. Í heldur þurri tölu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á verkum ríkisstjórnarinnar gáfu augnlok nokkurra gesta endanlega eftir. Þegar síðustu ræðumenn stigu í pontu voru margir farnir og misstu þeir því af bestu bitunum – að sagt er. Sofið hjá SA Athafnamaðurinn Guðmundur Franklín Jónsson fór mikinn í grein í Fréttablaðinu á mánudag og sakaði lífeyrissjóðina um að hafa stundað skipulega markaðs- misnotkun og keyrt upp hluta- bréfaverð Össurar um sextíu pró- sent frá bankahruni. Þá gagnrýndi hann sjóðina fyrir að fjárfesta enn í Össuri þrátt fyrir að fyrirtækið sé með neikvæða eiginfjárstöðu að frádregnum óefnislegum eign- um. Lífeyrissjóðir eru ágæt fórn- arlömb um þessar mundir. Þeir sem til þekkja gagnrýna þvert á móti lífeyrissjóðina fyrir að hafa ekki bætt við hlutafjáreign sína í félaginu þrátt fyrir gjafverð á hlutabréfum Össurar í dýfu á mörkuðum og þeir því misst af góðu tækifæri þegar verðið tók flugið eftir skráningu hlutabréfa stoðtækjafyrirtæk- isins á hlutabréfa- markað í Danmörku en þar sugu erlendir lífeyrissjóðir þau upp með þeim afleiðingum að gefa varð út fleiri hlutabréf til að anna eftirspurn. Misnotkun Skyggnir höfuðstöðvar, Borgartúni 37 , sími 516 1000 Akureyri, Skipagötu 18 , sími 516 1370 Neskaupstað, Nesgötu 4, sími 516 1380 Egilsstöðum, Miðási 1, sími 516 1380 Rent A Prent er umhverfisvæn og hagkvæm prentlausn sem dregur úr pappírsnotkun, lækkar rekstrarkostnað og eykur öryggi. Skyggnir útvegar prentara, rekstrarvörur og sér um innleiðingu og viðhald. Því er hvorki fjárhagsleg skuldbinding á vélbúnaði né rekstrarvöru heldur greiðir þú aðeins fyrir hvert prentað eintak. Með aðgangsstýrðum prenturum er komið í veg fyrir að gögn liggi á glámbekk um leið og dregið er úr óþarfa pappírsnotkun. Hafðu samband við söluráðgjafa Skyggnis til að fá frekari upplýsingar um Rent A Prent. Síminn er 516 1000 og netfangið: sala@skyggnir.is Upplýsingatækni og samskiptalausnir Rent A Prent – Umhverfisvæn lausn frá Skyggni Lækkaðu prentkostnaðinn 25% lækkun prentkostnaðar Enginn stofnkostnaður Aukið öryggi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.