Fréttablaðið - 05.05.2010, Page 50

Fréttablaðið - 05.05.2010, Page 50
22 5. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Rúnar Sigtryggsson er hættur sem þjálfari hjá hand- boltaliði Akureyrar og félagið á nú í viðræðum við Atla Hilmars- son um að taka við starfi hans. Þetta staðfesti Hannes Karlsson, formaður handknattleiksdeildar félagsins, við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins ganga viðræður vel við Atla og líklegt að gengið verður frá ráðningu hans í dag. Atli var áður þjálfari kvennaliðs Stjörn- unnar en hætti þar í gær. - esá Þjálfaraskipti hjá Akureyri: Atli í viðræðum við Akureyri FÓTBOLTI Roberto Mancini, knatt- spyrnustjóri Manchester City, segir það rangt að framtíð hans hjá félaginu muni ráðast af leik liðsins gegn Tottenham í kvöld. Um afar mikilvægan leik er að ræða en liðin eiga í harðri bar- áttu um fjórða sæti ensku úrvals- deildarinnar og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tottenham getur tryggt sér fjórða sætið með sigri í kvöld. „Við erum alla vega öruggir með sæti í Evrópudeildinni og það er mikilvægt,“ sagði Mancini. „Við getum náð lengra. Ég hef verið hér í fimm mánuði og get átt góða framtíð hjá City. Við erum að reyna að endurskrifa sögu þessa félags.“ - esá Tottenham og City mætast: Framtíðin ekki undir í leiknum N1-deild karla 3. leikur í úrslitaeinvígi: Haukar - Valur 30-24 (13-11) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 9/2 (15/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 5 (13), Pétur Pálsson 4 (4), Elías Már Halldórsson 4 (5), Freyr Brynjarsson 4 (6), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Einar Örn Jónsson 1 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (2), Gunnar Berg Viktorsson 1 (4/2). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 12 (31/4, 39%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (6/1, 17%). Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 4, Sigurbergur, Elías, Pétur) Fiskuð víti: 5 (Pétur 4, Björgvin) Brottvísanir: 14 mínútur. Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 9/5 (13/5), Sigurður Eggertsson 6 (13), Sigfús Páll Sigfússon 2 (2), Ingvar Árnason 2 (2), Fannar Þór Friðgeirsson 2 (9), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Gunnar Ingi Jóhannsson 1 (2), Elvar Friðriksson 1 (4), Jón Björgvin Pétursson (1) Varin skot: Hlynur Morthens 12 (34/2, 35%), Ingvar Kristinn Guðmundsson 5/2 (13/2, 38%) Hraðaupphlaup: 0 Fiskuð víti: 5 (Fannar 2, Gunnar, Ingvar, Sigurður) Brottvísanir: 10 mínútur. Meistarakeppni KSÍ FH - Breiðablik 1-0 1-0 Viktor Örn Guðmundsson (52.). Þýska úrvalsdeildin Melsungen - Flensburg 27-32 Alexander Petersson skoraði 1 mark fyrir Flensb. Sænska B-deildin Brage - Öster 3-1 Davíð Þór Viðarsson lék allan leikinn fyrir Öster og skoraði mark liðsins í leiknum. ÚRSLIT MANCINI Stýrir City gegn Tottenham í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Barcelona er enn í lykil- stöðu í titilbaráttunni í spænsku úrvalsdeildinni eftir 4-1 sigur á Tenerife á heimavelli í gær. Lion- el Messi skoraði tvö marka liðs- ins og þeir Pedro og Bojan Krkic hin tvö. Barcelona er með fjögurra stiga forystu á Real Madrid sem getur minnkað muninn aftur í eitt stig með sigri á Real Mall- orca á útivelli í kvöld. - esá Spænska úrvalsdeildin: Barcelona vann > FH meistari meistaranna FH varð í gær meistari meistaranna eftir 1-0 sigur á Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ í gær. Viktor Örn Guð- mundsson skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu. Jökull Elísabetarson, leikmaður Breiðabliks, fékk svo að líta beint rautt spjald undir lok leiksins. Keppni í Pepsi-deild karla hefst svo á mánudaginn þegar FH hefur titilvörn sína gegn Val á Vodafone-vellinum. Breiðablik mætir svo Keflavík á þriðjudagskvöldið en þá lýkur fyrstu umferðinni með fimm leikjum. Haukar komust í 2-1 í einvíginu við Val í gær. Eftir að hafa verið talsvert frá sínu besta náði Hafnarfjarðarliðið sér loks almennilega á strik í gær. „Við vorum ákveðnir í að sýna styrk okkar. Í hinum tveimur leikjunum höfum við ekki náð að vera með í byrjun. Nú vorum við hins vegar með frá fyrstu mínútu til hinnar síð- ustu,“ sagði Freyr Brynjarsson, leikmaður Hauka. „Valur er með mjög gott lið og stemningin var þeirra megin í hinum leikjunum en við náðum að seiglast inn í þá báða. Þeir eiga hrós skilið fyrir síðustu leiki en við eigum svo sannarlega hrós skilið fyrir þennan.“ Hvað breyttist frá hinum leikjunum? „Við börðumst vel í vörninni og gáfum ekkert eftir. Þeir áttu ekki eins auðvelt með að skora. Sóknarleikurinn var líka miklu, miklu betri hjá okkur,“ sagði Freyr sem náði sér vel á strik í gær eftir að hafa alls ekki fundið sig í hinum leikjunum. „Ég var bara ekki með hausinn í lagi fyrstu tvo leikina og bara tek það á mig. En nú var ég klár,“ sagði Freyr en Haukar stefna að sjálfsögðu á að tryggja sér titilinn annað kvöld. „Við förum í alla leiki til að sigra og næsti leikur er á Hlíðarenda. Við hljótum að stefna á sigur þar.“ Ingvar Árnason, leikmaður Vals, var ekki eins hress og Freyr. „Við vorum ekki alveg eins klárir í þennan leik eins og í síðustu leikjum. Ég veit ekki alveg hvað veldur. Við þurfum bara að skoða þetta og reyna að laga hlutina fyrir næsta leik,“ sagði Ingvar. „Þeir voru bara betri í dag. Þeir voru með undirtökin í fyrri hálfleik en við ætluðum samt að klára þá og náðum að komast inn í leikinn í seinni hálfleiknum. En svo klúðruðum við þessu og það er bara lélegt. En þetta er langt frá því að vera búið. Nú förum við heim og klárum það bara, þá fáum við hreinan úrslitaleik. Við klikkuðum á því í fyrra en klárum það núna.“ FREYR BRYNJARSSON: ÉG VAR EKKI MEÐ HAUSINN Í LAGI FYRSTU TVO LEIKINA Sýndum af hverju við höfum unnið alla þessa titla HANDBOLTI Haukar geta annað kvöld tryggt sér Íslandsmeistara- titilinn í handbolta þriðja árið í röð. Þetta varð ljóst eftir að liðið vann verðskuldaðan sigur á Val á heimavelli sínum í gær 30-24. Hafnarfjarðarliðið er því komið í 2-1 í einvíginu. „Við vorum virkilega tilbúnir í slaginn í kvöld og menn sýndu hungur og vilja. Það var frábær samstaða í liðinu og það er ekki hægt annað með þennan stuðning á pöllunum,“ sagði Aron Kristjáns- son, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Það var mjög vel mætt á Ásvelli í gær og setið í öllum sætum. „Þetta er ekki bara keppni inni á vellinum heldur líka á pöllunum og það var vel mætt frá báðum liðum.“ Þrátt fyrir að staðan í einvíg- inu hafi verið jöfn 1-1 fyrir leik- inn höfðu Valsmenn leikið betur í báðum leikjunum sem búnir voru. Að þessu sinni voru það þó Haukar sem voru öllu sterkari. „Fundurinn okkar daginn fyrir leik var mikið um hugarfarið. Við einbeittum okkur að því að ná upp stemningu. Í hinum leikjunum var stemning- in meira með Val, bæði á vellin- um og í stúkunni. Menn hugsuðu málið heima og það skilaði sér,“ sagði Aron. „Nú nær maður sér bara niður og fer að einbeita sér að næsta leik. Við erum ekki búnir að taka titilinn enn.“ Haukar höfðu forystuna nær allan fyrri hálfleikinn. Valsmenn náðu að jafna í 3-3 en annars voru Haukar alltaf með nokkuð þægi- legt forskot. Mestur var munurinn fjögur mörk en þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 13-11. Snemma í seinni hálfleiknum náðu Valsmenn að minnka muninn í eitt mark en þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra. Um miðjan hálfleikinn voru þeir komnir með fimm marka forystu og Valsmenn í ansi erfiðri stöðu. Þetta var staða sem gestirnir náðu ekki að vinna sig upp úr og Haukar fögnuðu sigri. Sterkur varnarleikur skóp þennan sigur að miklu leyti og í kjölfarið komu mikilvæg mörk úr hraðaupphlaup- um. Haukar sýndu sitt rétta and- lit í fyrsta sinn í einvíginu. Liðin mætast í fjórða sinn í Vodafone- höllinni á fimmtudagskvöld. elvargeir@frettabladid.is Sýndum hungur og vilja Haukar hafa tekið forystuna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir náðu sér loks almennilega á strik og sigur þeirra í leiknum var í raun aldrei í hættu. LÍFLEGUR ÞJÁLFARI Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.