Fréttablaðið - 17.05.2010, Side 6

Fréttablaðið - 17.05.2010, Side 6
6 17. maí 2010 MÁNUDAGUR Ert þú farin(n) að skipuleggja sumarfríið? JÁ 49,9% NEI 50,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu ánægð(ur) með störf sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins? Segðu þína skoðun á visir.is DÓMSMÁL Jón Ásgeir Jóhannes- son á ekki lengur sæti í stjórn Iceland verslunarkeðjunnar í Bretaland, að því er fram kemur í breska dagblaðinu Daily Mail. Þar með er hann genginn úr öllum stjórnum sem hann sat áður í. Brotthvarf Jóns Ásgeirs úr stjórnum tengist stefnu slita- stjórnar og skilanefndar Glitnis, sem og kröfu um kyrrsetningu allra hans eigna. Frestur Jóns til að leggja fram tæmandi lista yfir eignir sínar fyrir breskum dómstóli vegna kyrrsetningarkröfunnar var fyrir helgi framlengdur fram til klukkan 14 í dag. - bj Fær frest til að skila eignalista: Þarf að hætta í stjórn Iceland SVEITASTJÓRNARMÁL Atvinnumál eru forgangsmál hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir komandi borgar- stjórnarkosningar, en flokkurinn kynnti stefnuskrá sína í Kolaport- inu í gær. „Samfylkingin vill binda endi á aðgerðaleysið og hrinda mark- vissum og mikilvægum aðgerðum í framkvæmd í atvinnumálunum,“ segir í stefnuskránni. Átak í nýsköp- un og nýtingu á tómu húsnæði, end- urnýjun í eldri hverfum og auknar verklegar framkvæmdir eru nefnd sem dæmi um þetta. Flokkurinn segist vilja auka sam- starf á höfuðborgarsvæðinu til að tryggja heildaryfirsýn yfir það. Þá vill hann tryggja öllum börnum borgarinnar örugga þjónustu og ódýrari frístundir. Jafnframt segir í stefnuskránni að Samfylkingin hafni öllum hugmyndum um einka- væðingu Orkuveitunnar og leggi áherslu á að unnið verði á skulda- vanda fyrirtækisins. Að mati Samfylkingarinnar hafa borgarmálin verið í kreppu allt kjör- tímabilið. Það sé lykilatriði að end- urvekja traust á borgarstjórninni, það verði aðeins gert með markviss- um umbótum. - þeb Samfylkingin í Reykjavík kynnti stefnuskrá sína í Kolaportinu í gær: Atvinnumálin í forgangi Í KOLAPORTINU Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar kynnti stefnu- skrána ásamt öðrum frambjóðendum. DÓMSMÁL Enginn hinna fjögurra fyrrum forsvarsmanna FL Group ,sem grunaðir eru um brot á lögum um virðisaukaskatt, á nægar eign- ir hér á landi til að greiða mögu- legar sektir vegna málsins. Því gæti tollstjórinn, fyrir hönd skatt- rannsóknarstjóra, krafist þess að fjórmenningarnir verði teknir til gjaldþrotaskipta. Skattrannsóknarstjóri hefur farið fram á að eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Hannes- ar Smárasonar, Jóns Sigurðsson- ar og Skarphéðins Berg Steinars- sonar verði frystar vegna kröfu skattayfirvalda í málinu. Kröfur skattsins eru hins vegar í öllum tilvikum hærri en eignir sem hægt hefur verið að frysta, að því er fram komi í Fréttum Stöðvar 2 í gær. Krafist var kyrrsetningar á eignum að andvirði 245 milljóna króna hjá Jóni Ásgeiri, en aðeins fundust eignir að andvirði tæp- lega 152 milljóna. Hjá Hannesi Smárasyni var krafan 150 millj- ónir en eignir 11,5 milljónir. Eignir að andvirði ríflega 71 milljónar króna voru kyrrsettar hjá Jóni Sigurðssyni. Hjá Skarp- héðni voru kyrrsettar eignir að andvirði 31 milljónar króna. Árangurslaus kyrrsetning hefur svipuð áhrif og árangurs- laust fjárnám. Gerðarbeiðandi, í þessu tilviki tollstjóri fyrir hönd skattayfirvalda, getur í báðum til- vikum óskað eftir gjaldþrotaskipt- um. - bj Hægt að fara fram á gjaldþrotaskipti hjá fyrrum forsvarsmönnum FL Group: Enginn á eignir upp í kröfur HANNES SMÁRASON JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON EFNAHAGSMÁL Aldrei hafa verið gerðir fleiri kaupmálar en strax eftir bankahrunið í október 2008. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Í gögnum Credit Info kemur fram að frá árinu 2004 hafa verið gerðir í kringum 250 kaupmálar á ári. Á síðasta árs- fjórðungi ársins 2008 voru hins vegar gerðir 205 kaupmálar. Við þann gjörning verður til séreign annars maka sem til- heyrir ekki sameiginlegu búi þeirra. Ekki er hægt að ganga að séreign maka skuldarans. Nýverið var lögum breytt þannig að hægt er að rifta færslu eigna til skyldmenna fjögur ár aftur í tímann í stað tveggja. - kóp Sprenging í kaupmálum: 105 kaupmál- ar voru gerðir strax eftir hrun VATÍKANIÐ, AP Rúmlega hundr- að þúsund manns fjölmenntu á Péturstorg í gær til að votta Benedikt XVI páfa stuðning í hneykslismálunum vegna kyn- ferðisafbrota þjóna kaþólsku kirkjunnar, sem skekja Vatík- anið. Benedikt páfi sagðist hrærður yfir trúfestu og samstöðu mann- fjöldans. Hann fordæmdi „synd- ina“ sem hefði flekkað kirkj- una og sagði að hana þyrfti að hreinsa burt. - bs Hneyksli skekur páfagarð: Fjöldi sýndi páf- anum stuðning ELDGOS Þór Þórðarson, eldfjalla- fræðingur við Háskólann í Edin- borg, spáir því að eldfjallaeyjan Ísland sé vöknuð úr dvala og Evr- ópubúar muni finna fyrir því næstu áratugina. Breska dagblaðið Times greindi frá þessu. Í fréttinni kemur fram að þegar vísindamenn hafi tímasett 205 eld- gos á Íslandi undanfarin 1.100 ár, hafi ákveðið mynstur komið í ljós. „Tíðni eldgosa á Íslandi virðist rísa og hníga á 140 ára fresti,“ er haft eftir Þór. „Á seinni hluta 20. aldar var eldvirknin lítil en ýmis- legt bendir til þess að hún sé smám saman að færast í aukana.“ Þór telur að Grímsvötn, Hekla og Askja gætu byrjað að gjósa, áður en langt um líður. Eldfjallafræðingur í Edinborg: Eldfjallaeyjan að vakna úr dvala EYJAFJALLAJÖKULL Þór Þórðarson telur að eldvirkni sé að færast aftur í aukana eftir kyrrlátt skeið. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM EFNAHAGSMÁL Engir þættir í þjón- ustu hins opinbera verða ósnertir í niðurskurði fjárlaga á næsta ári, segir Guðbjartur Hannesson, for- maður fjárlaganefndar Alþingis. Guðbjartur sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær að ríkissjóður hafi tapað um 30- 40% af tekjum sínum við banka- hrunið. Við því þurfi að bregðast. Aðallega hafi verið horft til tekju- hliðarinnar fyrir fjárlög þessa árs. Fyrir fjárlög næsta árs verði horft á útgjaldahliðina. Guðbjartur lagði áherslu á að hagrætt yrði í menntakerfinu. Hann nefndi sem dæmi að ekki væri sjálfgefið að halda úti laga- námi í fimm háskólum eins og verið hefur undanfarin ár. - jhh Formaður fjárlaganefndar: Vill hagræða í menntakerfinu ELDGOS Á annað hundrað fjár af bænum Hrútafelli var flutt af gossvæðinu undir Eyjafjöllum í Mosfellsbæ í gær. Fleiri bænd- ur íhuga einnig að flytja sitt fé í burtu. Ármann Fannar Magnússon og Berglind Bjarnadóttir eru bænd- ur á Hrútafelli og stóðu í ströngu ásamt fleirum við að koma fénu í Mosfellsdalinn, þar sem skyld- fólk þeirra á heima. „Það er ekk- ert útlit fyrir að maður geti sett lambfé út hérna á næstunni, og það skapar bara vandamál og veikindi og dauðsföll að loka lambfé lengi inni,“ sagði Ármann í samtali við Stöð 2 í gær. Mjög þröngt var orðið á fénu vegna þess að sauðburður var langt kominn á bænum. Ármann og Berglind misstu tvö lömb og tvær kindur, mögulega vegna flúoreitrunar. Hann segist trúa því að þau hafi tekið rétta ákvörðun í ljósi ástandsins sem upp er komið. Hann sér ekki fram á að hægt verði að stunda búskap með sauð- fé á svæðinu næstu eitt eða tvö árin. „Enda er ég að fara með féð út fyrir varnarlínu og það fer bara í sláturhús í haust. Þá tek ég bara nýtt fé þegar jörð hefur lag- ast og ástand batnar.“ Ármann og Berglind hafa ekki tekið ákvörðun um að flytja um 100 nautgripi sem þau eru með, en í versta falli munu þau flytja þá í burtu líka. Hluti samráðshóps sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneyt- isins hittist á fundi vegna eld- gossins í gærkvöldi. Þar átti meðal annars að ræða möguleg- ar aðgerðir sem snerta landbún- að á svæðinu. Jón Bjarnason land- búnaðarráðherra útilokar ekki að reglur um flutning sauðfjár yfir varnarlínur verði rýmkað- ar, vegna vandræðanna sem hafa hlotist af öskufallinu. thorunn@frettabladid.is Sauðfé flutt frá gossvæðinu Fé var flutt af fyrsta bænum undir Eyjafjöllum í gær, en það var flutt í Mosfellsdal. Fleiri bændur íhuga að flytja sitt fé. Landbúnaðarráðherra útilokar ekki breytingar á reglum um varnarlínur vegna vandræðanna. FÉNU KOMIÐ FYRIR Á NÝJUM STAÐ Fjölskyldan á Hrútafelli ásamt aðstandendum hjálpuðust að við að koma fénu fyrir í Mosfellsdalnum eftir flutning- inn. Elsti sonurinn varð þó eftir á bænum og sá um búið ásamt afa sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JÓN SIGURÐSSONSKARPHÉÐINN BERG STEINARSSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.