Fréttablaðið - 17.05.2010, Qupperneq 10
10 17. maí 2010 MÁNUDAGUR
Sala Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. var auglýst 27.
apríl síðastliðinn, en félagið á og rekur verslunarmiðstöðina
Smáralind í Kópavogi. Þann dag hófst formlegt söluferli sem
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast í umboði eiganda.
Fasteignafélag Íslands ehf., sem er eigandi Eignarhalds-
félagsins Smáralindar ehf., á einnig nærliggjandi lóðir sem
keyptar voru til að þróa verslunarmiðstöðina Smáralind og
næsta umhverfi hennar.
Fasteignafélag Íslands ehf. hefur ákveðið að gefa fjárfestum
kost á að bjóða í viðkomandi lóðir samhliða því að bjóða í
allt hlutafé Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. Lóðirnar
eru sunnan Smáralindar, við Hagasmára og Hæðasmára.
Þessar lóðir verða hvorki seldar sérstaklega sem heild
né heldur stakar, heldur er ætlunin sú að gefa kaupanda
verslunarmiðstöðvarinnar tækifæri til að eignast þær jafn-
hliða kaupum á Smáralindinni.
Nánari upplýsingar eru á vef Landsbankans, www.
landsbankinn.is, en sölugögnum hefur verið breytt með
tilliti til ofangreinds. Lokafrestur til að óska eftir þátttöku í
söluferlinu rennur út þann 25. maí 2010.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
2
19
0
LANDSBANKINN | landsbankinn.is | 410 4000NB
I h
f.
(L
an
d
sb
an
ki
n
n
),
k
t.
4
71
0
0
8
-0
2
8
0
.
Tilkynning vegna sölu
verslunarmiðstöðvarinnar
Smáralindar
DÓMSMÁL Ríkisendurskoðun segir
lítinn hluta sekta vegna skattalaga-
brota innheimtast og megi gera
ráð fyrir að meirihluti þeirra sem
fundnir verði sekir um skattalaga-
brot á næstunni afpláni refsingu
sína í formi samfélagsþjónustu.
Fram kom á vefsíðu Ríkisendur-
skoðunar í vikunni að frá júlí 2008
fram til mars á þessu ári hafi Fang-
elsisstofnun borist mál 44 einstakl-
inga sem dæmdir höfðu verið til að
greiða sektir sem voru níu milljónir
króna eða hærri. Samanlögð sektin
hljóðaði upp á 1,3 milljarða króna.
Samkvæmt upplýsingum sem Ríkis-
endurskoðun hafi aflað sér hafi 81
prósent sekta verið greidd með
samfélagsþjónustu.
„Okkur fannst rétt að vekja
athygli á þessu. Það hefur gengið
mjög illa að innheimta sektir vegna
skattalagabrota,“ segir Sveinn Ara-
son ríkisendurskoðandi. Hann bend-
ir á að samkvæmt íslenskum lögum
felist refsingar ýmist í fésekt eða
fangelsi. Geti maður sem dæmdur
er til sektar ekki greitt hana þurfi
viðkomandi að afplána vararefsingu
í formi fangelsisvistar. Undanfarin
ár hefur vararefsing vegna hvít-
flibbabrota nær ávallt verið afplán-
uð með samfélagsþjónustu vegna
skorts á fangelsisrýmum. Hámark
refsingarinnar er sex mánuðir.
Ríkisendurskoðun bendir jafn-
framt á að þeim hafi fjölgað sem
logið hafi til um greiðslugetu sína
og frekar viljað inna af hendi sam-
félagsþjónustu. Efla verði úrræði
yfirvalda til að kanna fjárhags-
Hertar aðgerðir til
að innheimta sektir
Ríkisendurskoðun segir lítinn hluta sekta vegna skattabrota verða greiddan.
Margir þykist ekki eiga fyrir sektum og geri upp með samfélagsþjónustu. Pláss
eru til fyrir hvítflibbabrot. Það ýtir við mönnum, að sögn dómsmálaráðherra.
GENGUR ILLA AÐ INNHEIMTA Sveinn Arason ríkisendurskoðandi t.v. segir illa
ganga að innheimta sektir vegna skattalagabrota. Ragna Árnadóttir dómsmála-
ráðherra segir fangelsisboðun vegna fésekta hvetja fólk til greiðslu þeirra.
Fyrir skömmu var frá því greint að rúmlega þrjátíu fyrrverandi stjórnendur
hjá Glitni og Kaupþingi hafi fengið bakreikning frá Ríkisskattstjóra vegna
söluréttasamninga. Dæmi séu um að menn hafi hagnast um hálfan milljarð
á þeim. Skattayfirvöld töldu að færa hefði átt söluréttarsamningana sem
launatekjur fremur en fjármagnstekjur.
Þá voru taldar líkur á að fyrrverandi stjórnarmaður og framkvæmdastjóri
Glitnis muni þurfa að greiða tugi milljóna króna í skatt vegna ólögmætra
arðgreiðslna sem þeir fengu í sinn hlut. Glitnir veitti lán til arðgreiðslnanna.
Staðgreiðsluskattur af vaxtatekjum nema nú 18,0 prósentum en skattur á
launatekjur eru á bilinu 37,22 til 46,12 prósent.
Háar sektir fyrrverandi stjórnenda
FÉLAGSMÁL Brýnt er að efla atvinnulíf-
ið og vinna gegn íþyngjandi áhrifum
atvinnuleysis til að draga úr áhrifum
kreppunnar á þá hópa sem verst verða
úti. Þetta er niðurstaða skýrslu Rauða
kross Íslands sem kom út á föstudag.
Í skýrslunni var leitast við að svara
þeirri spurningu hvar þrengir að í
kreppunni. Skýrsluhöfundar telja ungt
fólk og börn verða verst úti.
Fimm hópar verða verst úti í
kreppunni, samkvæmt skýrslunni. Það
eru atvinnulausir, barnafjölskyldur og
einstæðir foreldrar, innlytjendur, öryrkj-
ar, sem og börn og ungt fólk sem skortir
tækifæri.
Ástæða er til að óttast að heil kynslóð
ungs fólks festist í langtímaatvinnuleysi
og týnist í fátækt, að mati skýrsluhöf-
unda.
Fátækt kemur öðruvísi við börn en
fullorðið fólk og því eru börn sérlega
berskjölduð í kreppunni. Fram kemur í
skýrslunni að miklu skipti hversu lengi
kreppan vari. Langvarandi fátækt getur
haft áhrif á börn langt fram á fullorð-
insár. Það getur til dæmis gerst þegar
fátækt dregur úr þátttöku í tómstunda-
starfi, að því er fram kemur í skýrslu
Rauða krossins. Það geti leitt til einangr-
unar, og valdið því að börnin verði utan-
veltu í samfélaginu. - bj
Ungt fólk og börn verða verst úti í kreppunni samkvæmt skýrslu Rauða krossins:
Brýnt að vinna gegn áhrifum atvinnuleysis
KYNNING Skýrsla um áhrif kreppunnar, sem unnin var fyrir Rauða
kross Íslands, var kynnt á málþingi Rauða krossins.
HELLNAR Tíu hús eru seld í nýrri
húsaþyrpingu sem risin er á Helln-
um. Þegar hafa tólf hús verið reist
en grunnar hafa verið lagðir að
sautján húsum og verður lokið við
að byggja þau í sumar, að sögn Búa
Kristjánssonar verkefnastjóra
framkvæmdanna.
Búi segir norska fjárfesta hafa
keypt húsin haustið 2008, skömmu
fyrir hrun. Þau voru þá komin
í eigu Landsbankans sem hafði
eignast þau eftir gjaldþrot fyrri
eigenda.
Uppi voru um miðjan áratuginn
áform um að reisa á Hellnum 200
íbúðahúsa þorp, frístundabyggð
sem átti að heita „Plássið undir
jökli,“ og áttu þar samkvæmt lýs-
ingum að vera lista- og handverks-
gallerí, verslanir og hótel, allt sem
vera þyrfti til staðar í „íbúðar-
vænu þorpi“.
Að sögn Búa eru slíkar stór-
framkvæmdir ekki á dagskrá nú
og munaði meira að segja litlu að
eigendurnir hættu við að ljúka
við húsin í ljósi slæmra efnahags-
aðstæðna. Skriður komst svo á
málin síðasta vor og var afráðið að
ljúka við þau sautján hús sem haf-
ist hafði verið handa við. Síðasta
haust kom svo kippur í sölu hús-
anna sem hafa verið seld á verðbil-
inu 12 til 16 milljónir króna eftir
stærð. „Það er bara þokkaleg-
ur áhugi á þessu,“ segir Búi sem
segir tvo til þrjá vinna að staðaldri
við framkvæmdir og frágang við
húsin en allt að sjö til átta vinni
þarna þegar flestir séu á svæðinu.
- sbt
Norskir fjárfestar selja Íslendingum sumarhús á Snæfellsnesi:
Húsaþyrping risin á Hellnum
HÚSAÞYRPING Á HELLNUM Húsin eru flutt inn frá Noregi og minna frekar á gömul
hús í eldri kaupstöðum landsins en á hefðbundin sumarhús íslensk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Grunur um fíkniefnaakstur
Lögreglan á Blönduósi stöðvaði
bílstjóra fyrir hraðakstur á laugardag.
Ástæða þótti til að kanna hvort öku-
maðurinn væri undir áhrifum fíkniefna
og er beðið eftir niðurstöðum úr blóð-
prufu. Í fórum hans fundust einnig
sterar, sem lögreglan gerði upptæka.
stöðu þeirra sem fundnir eru sekir
um hvítflibbabrot þegar háar sekt-
ir blasi við.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráð-
herra segir unnið að því að fjölga
fangaplássum og vísar til þess að
fangelsið Bitra í Flóahreppi verði
opnað á föstudag. Seint í síðasta
mánuði voru þangað komnir fimm
fangar en nokkur pláss eru frátek-
in fyrir þá sem boðaðir hafa verið
til að afplána vararefsingu vegna
fésekta. „Með því einu að boða fólk
til afplánunar út af fésektum mynd-
ast hvati til að greiða þær,“ segir
hún. jonab@frettabladid.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
SKÓLAMÁL Auður Hrólfsdóttir,
skólastjóri Engidalsskóla, segir
rangt hjá Magnúsi Baldurssyni,
fræðslstjóra Hafnafjarðar, að
hún hafi sent fimm starfsmönn-
um skólans bréf og tengt upp-
sagnir þeirra við fyrirhugaða
sameiningu Engidalsskóla og
Víðistaðaskóla.
„Þessum starfsmönnum voru
aldrei send uppsagnarbréf,“ segir
Auður. „Þeir voru allir ráðnir til
eins árs og var send tilkynning
um breyttar forsendur í skól-
anum vegna sameiningar skól-
anna og að ársráðning þeirra
rynni út.“ Auður bætir við að við
afhendingu bréfanna hafi verið
tekið fram að reynt yrði að finna
starfsmönnunum annað starf
innan sameinaðs skóla. „Þetta
hefur því alls ekkert með upp-
sagnir að gera.“ - bs
Skólastjóri Engidalsskóla:
Sendi engin
uppsagnarbréf
16 drepnir við þingfund
16 óbreyttir borgarar létust í Sómalíu
fyrir helgi þegar ráðist var á fundarstað
þingsins. Þetta var fyrsti þingfundur
ársins en hryðjuverkahótanir hafa
komið í veg fyrir fundi hingað til.
SÓMALÍA
Rafvæðing bíla rannsökuð
Rafbílaleigu fyrir starfsmenn og nem-
endur Háskólans í Reykjavík verður
ýtt úr vör í dag. Rafbílaleigan er hluti
af rannsóknarverkefni HR og er mark-
miðið að kanna forsendur rafvæðing-
ar bílaflota Reykavíkinga.
SAMGÖNGUR
LÖGREGLUFRÉTTIR
GRÍMUKLÆDDUR Margir settu upp
grímur á brúðuhátíð í Bangalore á
Indlandi. Hátíðin var haldin til að vekja
athygli á hefðbundinni indverskri
brúðugerð en hún hefur verið á
undanhaldi. NORDIPHOTOS/AFP