Fréttablaðið - 17.05.2010, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 17. maí 2010 13
VIÐSKIPTI Breska ferðaskrifstofan
Thomas Cook hefur tapað sjötíu
milljónum punda, jafnvirði
tæpra 13,5 milljarða króna,
vegna röskunar á flugi á megin-
landi Evrópu af völdum gossins í
Eyjafjallajökli í síðasta mánuði.
Öskufallið er reyndar ekki
það eina sem setur strik í reikn-
ing ferðaskrifstofunnar. Óeirðir
á götum Aþenu vegna efnahags-
þrenginga þar hafa skilað sér í
fækkun ferðamanna þangað.
Bókanir í Bretlandi hafa dreg-
ist saman um tæpan fjórðung
og mun það skila sér í hækkun
á farmiðaverði, eins og Manny
Fontenla-Novoa, forstjóri ferða-
skrifstofunnar, bendir á í sam-
tali við breska dagblaðið Tele-
graph. - jab
Bretar tapa á Eyjafjallagosinu:
Skilar sér í far-
miðaverðið
ÖSKUSTRÓKUR STÍGUR UPP Ferðaskrif-
stofur og flugfélög víða um heim hafa
tapað háum fjárhæðum vegna röskunar
á millilandaflugi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akur-
eyri hefur upplýst innbrot í níu
bifreiðar á Akureyrarflugvelli
14. apríl síðastliðinn og í fjórar
vinnuvélar við Eyjafjarðar-
braut vestri 4. maí. Í þessum
innbrotum var stolið GPS-tækj-
um, geislaspilurum og ýmsu smá-
dóti. Þá var bensínlykli stolið úr
einni bifreiðinni og hann notaður
til úttektar fyrir um 50 þúsund
krónur. Þó nokkrar skemmdir
voru unnar í þessum innbrotum.
Fjórir piltar 17 til 21 árs viður-
kenndu að hafa verið að verki.
Mörg þjófnaðarmál upplýst:
Fjórir brutust
inn í níu bíla
DÓMSMÁL Matvælastofnun og
íslenska ríkið hafa verið dæmd til
að greiða dýralækni ríflega 660 þús-
und krónur vegna starfa við hrossa-
hóp sem var illa haldinn af salmon-
ellusýkingu í Mosfellsbæ í desember
2008. Gera má ráð fyrir að fleiri
dýralæknar sem önnuðust hrossin
fari í mál gegn Matvælastofnun í
kjölfar dómsins.
Upphaf málsins er að héraðsdýra-
læknir hjá Matvælastofnun hafði
samband við dýralækninn vegna
veikinda sem komin voru upp í
hrossunum. Dýralæknirinn fór á
staðinn til að veita hjálp. Fleiri dýra-
læknar komu svo að störfum á síð-
ari stigum málsins. Þeir sendu Mat-
vælastofnun reikninga, þar sem þeir
litu svo á að fyrirmæli um aðstoð
hefðu borist frá stofnuninni. Mat-
vælastofnun leit hins vegar svo á að
eigendum hrossanna bæri að borga
fyrir dýralæknisþjónustuna.
Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykja-
víkur segir að lagt sé til grund-
vallar að gefin hafi verið fyrir-
mæli af hálfu Matvælastofnunar
þegar dýralæknirinn var kallaður
til. Hann hafi brugðist við eins og
til hafi verið ætlast í framhaldi af
fyrirmælunum. - jss
VIÐBÚNAÐUR Mikill viðbúnaður var í hesthúsum í Mosfellsbæ þar sem sýktu hrossin
voru hýst.
Dýralæknir vinnur mál gegn Matvælastofnun:
Ríkið greiði salmonellureikning vegna hrossa
VERÐLAUN Samtökin Blátt áfram
hlutu í gær Mannréttindaverð-
laun Reykjavíkurborgar en þau
voru veitt á mannréttindadegi
Reykjavíkurborgar. Blátt Áfram
eru sjálfstæð
félagasamtök
sem systurnar
Svava og Sig-
ríður Björns-
dætur stofnuðu
árið 2004. Til-
gangur sam-
takanna er að
efla fræðslu og
forvarnir gegn
kynferðislegu
ofbeldi á börnum á Íslandi.
Sigríður Björnsdóttir formað-
ur samtakanna og Birta Ósk
Friðbertsdóttir, ellefu ára, tóku
við Mannréttindaverðlaununum
fyrir hönd samtakanna úr hendi
borgarstjóra Reykjavíkur Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur. Verðlaun-
in eru listaverk eftir Söru Vil-
bergsdóttur. Í fréttatilkynningu
kemur fram að Sigríður sagði
viðurkenninguna mikilvæga
fyrir samtökin og sönnun þess að
starfið skilaði árangri.
Mannréttindadagur Reykjavíkur:
Blátt áfram fær
Mannréttinda-
verðlaun
SIGRÍÐUR
BJÖRNSDÓTTIR