Fréttablaðið - 17.05.2010, Side 15
MÁNUDAGUR 17. maí 2010 15
Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
verður haldinn mánudaginn 17. maí 2010
kl. 18.15 á Grand Hótel.
Dagskrá fundarins:
Venjuleg ársfundarstörf.•
Önnur mál.•
Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga ré l setu á
ársfundinum. Fundargögn verða a ent á fundarstað.
Reykjavík, 10. apríl 2010
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
www.live.is Sími: 580 4000 | Myndsendir: 580 4099 | skrifstofa@live.is
TÆKNIDAGUR
TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILDAR HR
Gestum og gangandi er boðið að koma og kynna sér afrakstur
verklegra og hagnýtra námskeiða og það öfluga starf sem unnið
er í tækni- og verkfræðideild HR.
DAGSKRÁ:
13:00
Forskot: Rafbíla- og hjólaleigu Háskólans í Reykjavík ýtt úr vör.
Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tekur forskot á sæluna.
Athöfn fer fram fyrir framan V1.02, BETELGÁS.
13:30
Viðurkenningar fyrir bestu lokaverkefni í tæknifræði.
Formaður Tæknifræðingafélags Íslands, Bergþór Þormóðsson,
veitir viðurkenningar fyrir framúrskarandi lokaverkefni.
Lokaverkefni nemenda í tæknifræði og iðnfræði verða til sýnis.
Stofa V1.02, BETELGÁS.
14:15
Uppskeruhátíð 3ja vikna námskeiða
tækni- og verkfræðideildar HR.
Nemendur sýna verkefni sín, innandyra sem utan,
í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík.
Mannvirki í Öskjuhlíð
– samspil arkitektúrs og burðavirkjahönnunar.
Göngutúr um Öskjuhlíð
– unnið í samstarfi við Listaháskóla Íslands.
Sjálfvirkur kafbátur leikur listir sínar í Djúpinu.
Afrakstur námskeiðsins Hönnun X.
Gufuvél – stimpilvél til raforkuframleiðslu.
V1.12, Orkutæknistofa.
Frá bensíni yfir í rafmagn – rafbílaverkefni HR.
V1.12, Orkutæknistofa.
Álagsgreining og prófun stálbita og tölvustudd hönnun í þrívídd.
V1.13, Byggingartæknistofa.
Hönnun og álagsgreining á róbot.
Tölvustudd hönnun í þrívídd. Stofa V1.11, Vélsmiðjan.
Tölvustýrð mótorstýring fyrir jafnstraumsmótora.
Fyrir framan V1.12, Orkutæknistofu.
Hagnýt verkefni í raforkukerfum.
Stofa M1.10.
Burðarvirkjahönnun húsbygginga.
Stofa V1.16.
Landupplýsingakerfi – notkunarmöguleikar.
Stofa M1.03.
ALLIR VELKOMNIR!
Mánudaginn 17. maí í Nauthólsvík
Hafi Jón Ásgeir verið tákngerv-ingur víkinganna sem stund-
uðu skuldsettar yfirtökur og halda
jafnvel enn að vandi sinn snúist
bara um svolitla „endurfjármögn-
un“ þá var Sigurður Einarsson for-
ingi sjálfra bankamannanna: hann
var Kóngurinn af Kaupþing. Hann
var hugsuðurinn, snillingurinn,
„honum gat ekki skjátlast“.
Útlagakóngur í London
Hann býr núna í London. Þar húkir
hann í höll og minnir á umkomu-
lausan útlagakóng með brotinn
veldissprota og laskaða kórónu
– Konstantín Grikkjakóng eða jafn-
vel Alfinn Álfakóng. Hann situr
þarna í London og reynir að hugsa
upp ráð til þess að ganga út úr
Íslandssögunni. Eins og allir kóng-
ar er hann eflaust með hirð í kring-
um sig sem segir honum það sem
hann telur sig þurfa að heyra.
Hans bíður það hlutskipti að vera
útlægur fyrrum íslenskur banka-
stjóri. Það er í sjálfu sér ærin refs-
ing fyrir mann sem „gat ekki skját-
last“. Hann getur kannski keypt
fótboltalið – en hann mun alltaf
njóta svipaðrar virðingar og rúss-
nesku olígarkarnir sem hreiðrað
hafa um sig í London með ránsfeng
sinn; þeir eiga víst allt til alls nema
mannorð. Hans bíður það hlutskipti
að verða talinn maður af svipuðu
sauðahúsi: maður sem rænt hefur
þjóð sína. Hvort sem það er mak-
legt eður ei. Um það get ég ekki
vitað, því ég hef ekki vit á peninga-
málum.
Mig rámar hins vegar í Njálu,
eina af þessum gömlu íslensku
sögum sem eru raunveruleg verð-
mæti sem peningar ná ekki utan-
um. Þar stendur: „Illt er að vera á
ólandi alinn.“ Það þýðir að vont sé
að ala manninn í framandi landi.
En orðið „óland“ þýðir líka stað-
leysa, ímyndað land, útópía. Þetta
snýst um þá hugmynd að sá maður
sé ekki heill sem býr ekki í samfé-
lagi við fólkið sitt, og landið undir
fótum þér er ekki þitt land, menn-
ingin ekki þín, 1. persóna fleirtala
ekki til í orðaforða þínum ...
Ég veit náttúrlega ekki í hvaða
veruleika maður eins og Sigurð-
ur Einarsson lifir og hrærist. Ein-
hvers staðar gerðist það að hann og
félagar hans lyftust upp og svifu
burt til ólands. Þar reikuðu þeir um
í unaðslegu ástandi um hríð, höfðu
ótakmarkaðan aðgang að peningum
sem þeir þurftu aldrei að greiða til
baka en veittu þeim aðgang að alls
kyns gæðum sem þeir töldu eftir-
sóknarverð, en eru það auðvitað
ekki: eða hafið þið, ágætu lesend-
ur, tekið eftir því hvað ofsaríkt fólk
er alltaf í ljótum fötum og með ljótt
drasl hringlandi á sér ...
Komdu heim
Sem sagt: það líður að niðurstign-
ingunni. Senn þarf að koma til
lands, burt frá ólandi. Allt sem fer
upp og hefur ekki vængi eða flug-
mátt af sjálfu sér kemur niður
aftur. Og Sigurður Einarsson hefur
alveg áreiðanlega ekki vængi.
Hann er núna eins og kall í teikni-
mynd sem hlaupið hefur fram af
hengiflugi en veit enn ekki af því
og er enn hangandi í lausu lofti með
lappirnar á fullu.
Illt er að vera á ólandi alinn
hangandi í lausu lofti. Ég hef ekk-
ert vit á peningamálum og æðri
hagfræði á borð við þá þegar Gor-
don Brown hringir í Geir Haarde
um kvöldmatarleyti 5. október 2008
til að kvarta yfir því að Kaupþing
hafi „brotið bresk lög og flutt 1600
milljónir punda úr landi“ (Skýrsl-
an 7, bls 100). Vera kann að þarna
uppi á ólandi hafi þetta allt meik-
að sens og hver snilldin rekið aðra,
og ég skal ekki sverja fyrir að Sig-
urður Einarsson eigi sér málsbæt-
ur. En þá þarf hann í fyrsta lagi
að hætta að láta eins og þessi mál
komi okkur - íslensku þjóðinni
– ekki við. Hann þarf að gera sér
grein fyrir því að hann getur ekki
bara hætt þátttöku sinni í Íslands-
sögunni. Hann þarf að hætta að
hlusta á hirðmenn eða skrípi á borð
við þennan lögmann Amy Wine-
house sem var að röfla með millj-
ónkall á tímann um John Wayne.
Hann á að hætta að gefa skít í rétt
og þar til bær yfirvöld þegar hann
er kvaddur til yfirheyrslu. Hann á
að haga sér eins og maður. Hann
er ekki hærra settur en sérstakur
saksóknari.
Hann er satt að segja ekki hærra
settur en neinn.
Hann er útlægur fyrrverandi
íslenskur bankastjóri.
Jörð kallar Sigurð
Guðmundur Andri
Thorsson
rithöfundur
Í DAG
Í rúmt ár hefur ríkisstjórnin stefnt að fækkun ráðuneyta.
Með slíku má spara fjármuni,
fækka stofnunum, einfalda stjórn-
sýslu og auka fagmennsku.
Á næstu mánuðum þarf rík-
isstjórnin að útfæra niðurskurð
uppá 40-50 milljarða króna. Þetta
eru rúmlega 10% af útgjöldum
ríkissjóðs. Leiðarljós niðurskurð-
ar er að minnka kostnað við yfir-
stjórn til dæmis með sameiningu
stofnana en skerða sem minnst
þjónustu við notendur s.s. börn,
fatlaða og eldra fólk. Fækkun
ráðuneyta og stofnanna er nauð-
synleg til að minnka yfirbygg-
ingu.
Slíkar sameiningar munu líka
bæta vinnubrögð innan stjórnsýsl-
unnar. Í nýlegri skýrslu vinnuhóps
um starfshætti í stjórnsýslunni
segir: „Stærri ráðuneyti og stofn-
anir eru undirstaða í að styrkja
hinn faglega grundvöll stjórnsýsl-
unnar en það kallar á sameiningu
ráðuneyta og stofnanna.“ Það ger-
ist ekki mikið skýrara.
Helstu andstæðingar hagræð-
ingar óttast um stöðu tveggja
atvinnugreina í sameinuðu ráðu-
neyti atvinnumála. Fjármálaráð-
herra svaraði því reyndar skýrt
á Alþingi í síðustu viku og spurði
hvort menn hefðu í raun áhyggjur
af stöðu sjávar- og landbúnaðar-
ráðuneytis með 50 starfsmenn
þegar þeir sameinast 18 starfs-
mönnum iðnaðarráðuneytis.
Ríkið er nú rekið með yfir 300
milljón króna halla á dag og því
mikilvægt að skera niður allan
óþarfa kostnað. Of margir ráðherr-
ar, of mörg ráðuneyti og of margar
stofnanir eru hluti af þeim óþarfa.
Ríkisstjórn hefur nú afgreitt málið
frá sér og það bíður þingsins. Nú
verða ábyrgir þingmenn úr öllum
flokkum að sameinast og gæta að
afturhaldsöflunum sem leynast
víða. Væntingar mínar eru nokkr-
ar um stuðning Sjálfstæðisflokks-
ins við þetta mál en flokkurinn
hefur lengi stært sig af áhuga á
aðhaldi í ríkisrekstri. Athyglivert
verður að fylgjast með því hvern-
ig hann nálgast þetta viðfangsefni
enda mun þá koma í ljós hversu
sterk afturhaldsöflin eru í flokki
„hægrimanna“. Vilja menn í raun
og sann báknið burt?
Báknið burt
Fækkun ráðuneyta
Magnús Orri
Schram
alþingismaður