Fréttablaðið - 17.05.2010, Side 20

Fréttablaðið - 17.05.2010, Side 20
 17. MAÍ 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Þegar vorar fara margir að huga að því að viðar- verja sólpallinn. Gott ráð til þess að komast að því hvort viðarverja þarf pallinn er að sprauta á hann vatni. Seytli vatnið ofan í viðinn þarf að viðarverja hann en fljóti það ofan á pallinum þarf þess ekki þótt gott geti verið að bera pallaolíu á hann. Ef pallurinn er ekki nýr er góð hugmynd að bera á hann hreinsiefni áður en viðarvörnin er borin á. Eftir að hreinsiefnið hefur verið borið á og það síast inn í viðinn er pallurinn hreinsað- ur með vatni. Þá á að leyfa pallinum að þorna í það minnsta tvo daga áður en viðarvörn er borin á hann. Heimild: www.husa.is MIKIÐ ÚRVAL GOTT VERÐ Gildir til 31. maí 2 010 Rauðhellu 11, Hfj. ( 568 2035 Hjallahrauni 4, Hfj. ( 565 2121 Dugguvogi 10 ( 568 2020 GOTT VERÐ OG FRÁBÆR GREIÐSLUKJÖR fyrir þá fjölmörgu sem þurfa að kaupa ný dekk fyrir sumarið. Dekk undir: ■ Fólksbíla ■ Jeppa ■ Mótorhjól ■ Sendibíla ■ Vörubíla ■ Rútur ■ Vinnuvélar ■ Traktora ■ Hjólhýsi ■ Kerrur o.s.frv., o.s.frv. www.pitstop.is VAXT ALAU ST VISA & MAS TE RC A R DGildir til 3 1. m aí 20 10 VA X TA LA US T Í AL LT AÐ 6 MÁNUÐI ● GRILL ÞARFNAST LÍKA VIÐHALDS Það dugar ekki að hafa pallinn í standi ef grillinu er ekki viðhaldið af sömu natni, og auðvelt að missa matarlyst þegar kótelettum er skellt ofan á kámuga grillgrind sem er orðin svört af ösku og gömlum matarleifum frá fyrri grilldög- um. Fylgdu þessum auðveldu leiðbeiningum til að gera grillið eins og nýtt, en hafðu líka hjá þér hreinsunarleiðbeiningar framleiðandans ef einhverjar fylgdu með í kaupunum. Það eina sem þarf eru gömul dag- blöð, hanskar, fata með sápuvatni, ofnhreinsir, vatnsslanga, grillbursti og svampur með grófri hlið. 1. Ef um gasgrill er að ræða skaltu aftengja gaskútinn. 2. Opnaðu grillið og losaðu grillgrindur og brennaralok. Notaðu grill- bursta til að bursta af grindunum lausa ösku og óhreinindi. 3. Skrúbbaðu brennaralok í sápuvatni, skolaðu vel og láttu þorna. 4. Settu grillgrindur á dagblöð þar sem síðan má spúla þær með vatns- slöngu. Farðu eftir leiðbeiningum þegar þú úðar á þær ofnhreinsi báðum megin. Leyfðu hreinsinum að vinna á óhreinindunum, notaðu hanska til verksins og gættu þess að anda ekki úðanum að þér eða láta hann komast í tæri við húð eða augu. 5. Skrúbbaðu af óhreinindi sem ofnhreinsirinn hefur losað og skolaðu grindurnar vel með vatni. 6. Fjarlægðu öskubakkann, ef slíkur er í grillinu, og losaðu ösku í rusla- poka. Skrúbbaðu fyrst, þvoðu svo með sápuvatni og skolaðu á eftir. 7. Ef brennarar virka ekki sem skyldi þarf að fjarlægja þá og hreinsa eftir leiðbeiningum framleiðanda. 8. Settu nú allt á sinn rétta stað í grillinu. Notaðu svamp og sápuvatn til að þvo grillið að utan, og grófari hlið svampsins ef óhreinindin standa á sér, en gættu þess að rispa ekki. Strjúktu af með hreinu vatni og þurrkaðu með þerriklút. 9. Til að fyrirbyggja að óhreinindi hlaðist upp við grilleldamennsku skaltu leyfa því að loga í tíu mínútur eftir eldun. Látið kólna áður en grillburstinn er mundaður á ný. Eldaðu alltaf á hreinu grilli til að koma í veg fyrir að bakteríur hreiðri um sig og láttu það hitna vel áður en matur er settur á grillið. Ef sett er ný viðarvörn yfir gamla er valinn svipaður eða dekkri litur heldur en er fyrir. NORDICPHOTOS/GETTY Sólpallurinn viðarvarinn Eldhús er skemmtilegt að poppa upp með björtum litum, sérstaklega þar sem innréttingar eru að jafnaði í fremur hlutlausum litum, hvítar og svartar eða úr brúnleit- um viði. Auðveldast er að smokra litum inn í eldhúsið í formi fylgi- hluta. Getur það verið allt frá skærgulri sítrónupressu eða eldrauðri ruslafötu. Þegar keypt- ir eru fylgihlutir inn í eldhúsið er gaman að velja sér einn eða tvo liti til að hafa sem megin þemað, til dæmis gulan og rauðan saman, bláan og grænan eða bleik- an og fjólubláan. Það kemur oft betur út en að kaupa alls kyns liti og blanda saman. Hvítar háglansandi inn- réttingar fara vel með flest- um skærum litum og betra að hafa litina skærari til að þeir virki ekki þunglamalegir. Eldrauð- ur er til dæmis betri en vínrauður. Eikarinnréttingar eru sömuleiðis auðveldar til að raða litum saman við en sé innréttingin úr dekkri viði, hnotu, eða tekki, er betra að bera litina saman við. Bjartir litir, svo sem heiðgulur, ljósblár og aðrir pasteltónar eiga til dæmis oft betur við tekkið en skærappel- sínugulur og dökkblár. Veggi eldhússins getur verið gaman að leika sér með, sérstak- lega þar sem veggfletir eru oft litlir vegna innréttinga. Þannig má mála smábút sægrænan eða í grænbláum tón. Í raun er eldhúsið einn skemmtilegasti staðurinn til að leika sér með liti, þar sem það, með öllum sínum fylgihlutum og matarstússi, býður upp á að nota liti fremur en margir aðrir staðir í húsinu. -jma Áhrifamáttur eldhúslita Í hvítum innréttingum má útbúa óvæntar „uppákomur“ með því að hafa vinnuborð, sem toga má út, í eldrauðum lit. NORDICPHOTOS/GETTY Takið eftir veggfletinum ofan við innréttinguna sem málaður er í blágrænum tón og hvað það lífgar upp á eldhúsið í heild. Klassískt eldhús með litabrögðum hér og þar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.