Fréttablaðið - 17.05.2010, Síða 21

Fréttablaðið - 17.05.2010, Síða 21
FASTEIGNIR.IS 17. MAÍ 201020. TBL. Heimili fasteignasala hefur til sölu mikið endur- nýjað 190 fermetra endaraðhús að Látraströnd 28 á Seltjarnarnesi. H úsið er á þremur pöllum en komið er inn á neðsta pallinn. Þar er anddyri með flísum og stórum fataskáp. Gestasnyrting er flísalögð í hólf og gólf með skáp og innréttingu. Hol/gangur með parketi. Tvö barnaherbergi með parketi eru á pallin- um. Gengið er út á lóðina úr öðru herbergi. Þvottahús er með flísum á gólfi, innréttingu og þar má einnig ganga út á lóðina. Miðpallurinn er opin stofa með mik- illi lofthæð, parketi á gólfi og útgangi á lóðina. Falleg- ur arinn er í stofunni. Komið er upp á efsta pallinn úr stofunni. Þar er rúmgóð parketlögð borðstofa. Eldhús með flísum og fallegri innréttingu, hvít og úr eik. Sólskáli tengir á skemmtilegan hátt saman borðstofuna og eldhúsið. Á svefnherbergisgangi er hjónaherbergi með parketi, tvö herbergi með parketi og skápum, stórt baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, sturta og stórt nuddbaðkar. Húsið hefur verið mikið endurnýjað síðastliðin ár. Að sögn eiganda var húsið klætt að utan fyrir um 5 árum og frárennsli endurnýjað. Rafmagnstafla er ný og rafmagn yfirfarið og endurnýjað að mestu. Innfelld lýsing er í hluta hússins. Fyrir 2-3 árum voru nánast öll gólfefni, innréttingar, innihurðir, baðherbergi o.fl. endurnýjað. Ágætt útsýni. Sölusýning verður haldin í dag klukkan 16:30. Mikið endurnýjað enda- raðhús á þremur pöllum Fallegur arinn er í stofunni. Húsið er mikið endurnýjað bæði að innan og utan.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.