Fréttablaðið - 17.05.2010, Side 40
24 17. maí 2010 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
25 DAGAR Í HM
Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði
www.sindri.is / sími 575 0000
Verslanir
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
01
16
4
DCD945B2
Öflug 12 V borvél m. höggi
LED-ljós
13 mm patróna
3ja gíra, 0-450/1200/1800
Átak 44 Nm.
2x2,6 Ah Ni-Mh rafhlöður.
12 V hleðsluborvél m. höggi
59.900
Verð með vsk.
Leikmannahópur ÍBV verður á fastalandinu næstu vikuna en Eyja-
menn ákváðu að flýja öskufallið í Vestmannaeyjum. Ekki er útlit fyrir
að hægt verði að æfa utandyra í Eyjum næstu daga.
Á laugardag átti liðið að leika gegn Val en Hásteinsvöllur var ekki
leikfær og munu liðin etja kappi í kvöld á Hlíðarenda. Eftir leikinn
halda Eyjamenn svo til Grindavíkur þar sem þeir munu dveljast.
„Menn eru bara núna hjá frænkum og frændum í bænum og
útlendingarnir á hóteli. Þegar við förum til Grindavíkur verð-
um við á einhverjum gistiheimilum í bænum. Við verðum að
æfa í Grindavík og í Garðinum,“ segir Heimir Hallgrímsson,
þjálfari ÍBV.
„Við erum að spila þrjá leiki á viku og þá er maður ekki
að æfa nein ósköp á milli. Þetta gefur samt meiri tíma
til að fara yfir ákveðin atriði og spjalla saman, við náum
kannski að slípa hópinn hraðar saman en vanalega. Við
ætlum að reyna að nýta okkur þetta ástand okkur í hag,“
segir Heimir en það var talsverð vinna að flytja liðið frá Eyjum.
„Vellirnir eru ekki alveg klárir og skiljanlegt að menn séu
ekki æstir í að fá okkur á vellina sína. Við erum vanir að
ferðast, við fórum nokkuð margar ferðir í vetur og tókum
tvo til þrjá leiki á helgi. Ég er bara rosalega stoltur af því
að strákarnir séu til í að leggja þetta á sig fyrir klúbbinn.
Það er meira en að segja það að fara frá fjölskyldu og
jafnvel börnum og vera í burtu í átta til níu daga.“
Ómögulegt er að æfa í Vestmannaeyjum. „Um
leið og maður fer á grasið þá þyrlast askan upp. Það
er erfitt að vera utandyra þegar það er svona mikil
aska. Það þarf bara að koma góð rigning heima og
þá verður þetta í lagi,“ segir Heimir sem býst við
erfiðum leik gegn Val.
„Ég sá leikinn þeirra á móti FH í sjónvarpinu og
þeir voru mjög góðir þar. Þeir eru greinilega mjög
tilbúnir í þetta og ég býst við hörkuleik sem verður
erfiður fyrir okkur.“
HEIMIR HALLGRÍMSSON ÞJÁLFARI ÍBV: ER STOLTUR AF ÞVÍ HVAÐ HANS MENN LEGGJA Á SIG FYRIR KLÚBBINN
Meira en að segja það að fara frá fjölskyldum
Brasilíumenn hafa ekki tapað opnunarleik sínum á HM
frá því á HM 1934 þegar þeir töpuðu 3-1 á móti Spáni.
Brasilíumenn hafa byrjað síðustu sjö heimsmeistara-
keppnir á sigri en á HM 2006 unnu þeir
Króata 1-0 í fyrsta leik þar sem Kaka
skoraði sigurmarkið á 44. mínútu. Fyrsti
leikur Brasilíumanna á HM 2010 er á
móti Norður-Kóreu 15. júní.
FÓTBOLTI Didier Drogba kórónaði
frábært tímabil sitt og Chelsea-
liðsins með því að tryggja Chel-
sea enska bikarinn á Wembley á
laugardaginn. Drogba vann bæði
meistaratitilinn og markakóngs-
titilinn um síðustu helgi og nú
hélt hann uppi þeirri venju sinni
að skora alltaf þegar hann spilar á
Wembley-leikvanginum.
Drogba skoraði eina markið í
1-0 sigri Chelsea á Portsmouth með
skoti beint úr aukaspyrnu á 58.
mínútu leiksins en aðeins þrem-
ur mínútum áður hafði Peter Cech
varði víti frá Portsmouth mannin-
um Kevin Prince-Boateng.
„Þetta var frábær dagur og frá-
bært tímabil. Það var mjög mikil-
vægt fyrir klúbbinn og fyrir mig
að vinna tvennuna,“ sagði Carlo
Ancelotti, stjóri Chelsea eftir leik-
inn en hann viðurkenndi að mark-
varsla Peter Cech í vítinu hefði
ráðið miklu um úrslit leiksins.
„Það var lykilmóment í leiknum.
Þetta hefði orðið mjög erfitt fyrir
okkur ef Portsmouth hefði skorað,“
sagði ítalski stjórinn sem skilaði
tvennunni á sínu fyrsta tímabili
með Chelsea.
Chelsea-liðið átti fimm skot í tré-
verkið í fyrri hálfleik en inn vildi
boltinn ekki. Besta færið fékk Sal-
omon Kalou þegar hann skaut í
slána úr markteignum fyrir fram-
an opið mark. Didier Drogba átti
einnig frábæra aukaspyrnu sem
David James varði í slána og niður
á marklínuna.
Kevin Prince-Boateng fékk kjör-
ið tækifæri til að koma Portsmouth
í 1-0 á 55. mínútu en hann lét Peter
Cech verja frá sér vítaspyrnu sem
Aruna Dindane fékk eftir brot hjá
Juliano Belletti. „Ég var heppinn,“
sagði Cech en það var þó kannski
meiri heppni þegar hann varði á
ótrúlegan hátt frá Frederic Piqui-
onne í fyrri hálfleiknum en þess-
ar tvær markvörslur Cech sáu til
þess að liðið þurfti bara eitt mark
til að vinna leikinn.
Didier Drogba skoraði markið
mikilvæga aðeins þremur mínút-
um eftir vítið þegar hann skoraði
beint úr aukaspyrnu af rúmlega
20 metra færi en skotið hans fór í
stöngina og inn.
„Ég sá smá pláss til að koma
boltanum framhjá veggnum en ég
hélt að ég hefði hitt stöngina einu
sinni enn. Sem betur fer fór hann
inn í þetta skiptið,“ sagði Drogba
kátur eftir leikinn. Hann hefur
skorað í öllum sex leikjum sínum
á Wembley þar af öllum þremur
bikarúrslitaleikjum sínum.
Frank Lampard fékk möguleika
til að innsigla sigurinn á 88. mín-
útu en hann skaut þá framhjá úr
vítaspyrnu sem hann fékk sjálf-
ur. Það breytti því ekki að bikar-
inn var í höfn annað árið í röð og í
þriðja sinn á síðstu fjórum árum.
Ashley Cole, bakvörður Chel-
sea, setti tvö met með þessum
sigri Chelsea og annað með félaga
sínum Nicolas Anelka. Cole varð
fyrsti leikmaðurinn til að vinna
enska bikarinn sex sinnum en hann
vann bikarinn 2002, 2003 og 2005
með Arsenal og svo 2007, 2009 og
2010 með Chelsea. Cole og Anelka
eru líka tveir fyrstu leikmennirnir
til þess að vinna tvöfalt með tveim-
ur félögum. Cole vann tvöfalt með
Arsenal 2002 og Anelka vann tvö-
falt með Arsenal 1998.
ooj@frettabladid.is
Frábært tímabil Chelsea
Chelsea er tvöfaldur meistari á Englandi í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 1-0
sigur á Portsmouth í bikarúrslitaleiknum. Didier Drogba skorar alltaf á Wemb-
ley og brást ekki á laugardaginn. Met hjá Ashley Cole og Nicolas Anelka.
SKORAR ALLTAF Á WEMBLEY Didier Drogba fagnar bikarnum í leikslok ásamt Frank
Lampard. MYND/AFP
KÖRFUBOLTI Ólafur Rafnsson forseti
ÍSÍ og fyrrum formaður Körfu-
knattleikssambands Íslands var
á laugardaginn kjörinn nýr for-
seti FIBA Europe til næstu fjög-
urra ára á ársþingi sambandsins
sem haldið var í Munchen í Þýska-
landi.
Ólafur keppti um forsetaemb-
ættið við Turgay Demirel forseta
tyrkneska körfuknattleikssam-
bandsins og varaforseta FIBA
Europe og hlaut glæsilega kosn-
ingu. Ólafur fékk 32 atkvæði gegn
19 atkvæðum Demirel eða 62 pró-
sent greiddra atkvæða.
„Ég er þakklátur fyrir þennan
góða stuðning sem ég fékk í þessu
kjöri og þann heiður og það traust
sem forystumenn körfuknattleiks-
sambandanna innan Evrópu sýna
mér. Enn fremur þann stuðning
sem ég hef fundið fyrir á Íslandi.
Ég er meðvitaður um þá miklu
ábyrgð sem falin er í þessu
embætti og hlakka til að tak-
ast á við þau verkefni sem
framundan eru,” sagði Ólaf-
ur Rafnsson nýkjörinn forseti
FIBA Europe í viðtali við
heimasíðu KKÍ.
Hannes S. Jónsson
formaður KKÍ tjáði
sig einnig um kjörið
á heimasíðu KKÍ.
FIBA Europe er
eitt af stærstu
íþróttasambönd-
um í heiminum
og er óhætt að full-
yrða að þetta emb-
ætti er hið stærsta
sem sem íslenskur
forystumaður innan íþrótta-
hreyfingarinnar hefur gegnt
á erlendum vettvangi.
„Þetta er númer eitt mik-
ill persónulegur sigur fyrir
Ólaf að hljóta jafn glæsilega
kosningu og raun varð
en að auki er þetta
að sjálfsögðu sigur
fyrir körfuboltann
á Íslandi og íþrótta-
hreyfinguna alla.
Þetta var barátta
sem við vissum að
Ólafur gæti unnið
því hann nýtur
mikillar virðingar
innan alþjóðakörfu-
boltans og með þessum
sigri Ólafs hefur verið
skrifaður nýr kafli í
íslenska íþróttasögu”
sagði Hannes S.Jónsson
formaður KKÍ. - óój
Ólafur Rafnsson var kosinn forseti FIBA Europe með miklum yfirburðum:
Mikill persónulegur sigur Ólafs
ÓLAFUR RAFNSSON Nýr
forseti FIBA Europe.
FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
FORMÚLAN Ástralinn Mark Webb-
er er kominn í efsta sætið í
baráttu um heimsmeistaratitil
ökumanna eftir sigur í Mónakó-
kappakstrinum í gær.
Það gekk mikið á í braut-
inni í Mónakó og það var mikið
um árekstra auk þess sem að
öryggisbíllinn kom fjórum sinn-
um út. Webber var á ráspól og
kláraði fyrstur en þó aðeins 0,4
sekúndum á undan félaga sínum
hjá Red Bull, Sebastian Vettel,
sem varð annar. Þeir unnu einnig
tvöfaldan sigur í Malasíu-kapp-
akstrinum á dögunum þegar Vett-
el varð fyrstur.
„Þetta er alveg ótrúlegt og
þetta er án nokkurs vafa besti
dagurinn í lífi mínu,“ sagði Mark
Webber eftir sigurinn. „Það er
mjög mjög sérstakt að vinna hér.
Þessi braut er þvílík þrekraun í
tvo tíma,“ sagði Webber. Robert
Kubica hjá Renault varð í 3. sæti í
gær, Felipe Massa hjá Ferrari var
fjórði og fimmti varð Lewis Ham-
ilton hjá McLaren.
Webber vann einnig spænska
kappaksturinn í Barcelona um
síðustu helgi og þeir Red Bull
menn er nú báðir með 78 stig í
keppni ökumanna, fimm stigum
meira en Fernando Alonso sem er
í þriðja sætinu. - óój
Formúla eitt um helgina:
Mark Webber
vann í Mónakó
MARK WEBBER Varð fyrsti Ástralinn
síðan 1959 til að vinna í Mónakó. MYND/AP
FÓTBOLTI Inter Milan tryggði sér
ítalska meistaratitilinn fimmta
árið í röð með 1-0 sigri á Siena í
lokaumferðinni í gær. Það leit þó
lengi út fyrir að titillinn væri að
fara til Roma sem komst í 2-0 á
móti Chievo í fyrri hálfleik.
Argentínumaðurinn Diego Mil-
ito skoraði hins vegar markið
mikilvæga eftir sendingu landa
síns Javier Zanetti á 57. mínútu
og Inter endaði því tveimur stig-
um ofar en Roma sem vann sinn
leik 2-0.
Jose Mourinho er því búinn að
gera Inter að tvöföldum meistur-
um og liðið getur unnið þrenn-
una með því að vinna Bayern í
úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
„Ég hefði kosið að vinna þetta
fyrir fjórum eða fimm leikjum.
Það var eiginlega of mikil spenna
fyrir mig að vinna þetta á loka-
deginum. Ég hef aldrei unnið
titilinn áður í lokaumferðinni,“
sagði Mourinho. - óój
Inter ítalskur meistari í gær:
O f mikil spenna
fyrir Mourinho
FORSETINN Á LOFTI Nýkrýndir meistarar
Inter tolleruðu forseta félagsins Mass-
imo Moratti. MYND/AP