Fréttablaðið - 17.05.2010, Qupperneq 43
MÁNUDAGUR 17. maí 2010 27
FÓTBOLTI „Það var miklu meira í húfi
en þessi þrjú stig, það var Hafnar-
fjarðarstoltið,“ sagði Jörundur Áki
Sveinsson, aðstoðarþjálfari FH,
eftir sigur liðsins gegn Haukum í
gær. „Við vissum að þetta yrði erf-
iður leikur og eiga Haukarnir hrós
skilið fyrir góða frammistöðu.“
Beðið var með mikilli eftir-
væntingu eftir þessum granna-
slag Hauka og FH en leikurinn
hefur væntanlega valdið mörgum
vonbrigðum. Aðeins eitt mark var
skorað í leiknum og baráttan inni
á vellinum var mun minni en búist
var við.
Haukar voru síst lakari aðil-
inn og áttu tvívegis sláarskot.
Fyrst var það Hilmar Geir Eiðs-
son í fyrri hálfleiknum og svo átti
Arnar Gunnlaugsson skot í slá úr
aukaspyrnu í seinni hálfleiknum og
hefði þá getað jafnað metin.
En heppnin var með FH-ingum
og kom eina mark leiksins á 83.
mínútu þegar boltinn barst út til
Bjarnar Daníels Sverrissonar sem
kláraði færið virkilega vel. FH-
ingar í stúkunni fögnuðu gífurlega
og snéru sér í átt að Haukastuðn-
ingsmönnum þegar þeir gerðu
það.
Það var enginn meistarabragur
á spilamennsku FH. „Nei það er
kannski ekki við því að búast þegar
það er svona mikið í húfi, þá eru
menn kannski hátt uppi og stress-
aðir á boltanum. Það var ekki mikið
að sjá af góðum fótbolta í dag. Leik-
urinn var í járnum og fullt af fólki
að horfa, ég held að það hafi skipt
sköpum,“ sagði Jörundur.
Hann viðurkennir að hann og
Heimir hafi verið hræddir um að
markið myndi ekki koma. „Við
vorum alveg skíthræddir um það.
Bjössi kláraði þetta vel á góðum
tíma og við héldum þetta út. Von-
andi erum við komnir núna á beinu
brautina,“ sagði Jörundur.
Margir leikmenn FH voru langt
frá sínu besta en Gunnleifur Gunn-
leifsson var gríðarlega öruggur
í rammanum og varði vel þegar
á þurfti að halda. Norðmaðurinn
Torger Motland hefur lítið fram
að færa og segir sitt að hann var
tekinn af velli fyrir bakvörð þegar
staðan var enn markalaus.
Haukar stóðu vel í FH-ingum og
eru líklega sársvekktir með að fá
ekkert úr þessum leik. Hilmar Geir
var gríðarlega öflugur á vængnum
og skapaði mikla hættu hvað eftir
annað. Markvörðurinn Daði Lárus-
son var flottur gegn sínum fyrrum
samherjum og Arnar Gunnlaugs-
son er gríðarlega mikilvægur sókn-
arlega.
Daði sagði að tilfinningin hefði
ekki verið neitt sérstaklega öðru-
vísi þrátt fyrir að hann hafi verið
að leika gegn FH. „Það er mikið
sjálfstraust í liðinu og menn eru
mjög einbeittir á þetta þrátt fyrir
allt það umtal sem á sér stað. Við
vorum að leika vel og vorum í raun
óheppnir að fá ekkert úr leiknum,“
sagði Daði.
Haukar náðu í stig á KR-vellin-
um í fyrstu umferð og voru veru-
lega óheppnir að fá ekkert úr leikn-
HAUKAR 0-1 FH
0-1 Björn Daníel Sverrisson (83.)
Vodafonevöllur, áhorf.: 2200
Jóhannes Valgeirsson (7)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 14–11 (4–3)
Varin skot Daði 3 – Gunnleifur 4
Horn 3–5
Aukaspyrnur fengnar 13–9
Rangstöður 1–4
Haukar 4–5–1 Daði Lárusson 7 - Pétur Sæmundsson
5, Kristján Ómar Björnsson 5, Daníel Einarsson 6, Gunn-
ar Ásgeirsson 4 (87., Úlfar Pálsson -) - Hilmar Trausti
Arnarsson 6, Sam Manton 4, Hilmar Rafn Emilsson 4 (87.
Kristján Óli Sigurðsson -), Guðjón Lýðsson 5, *Hilmar
Geir Eiðsson 7 - Arnar Gunnlaugsson 7.
FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnleifsson 7 - Guðmundur
Sævarsson 4, Tommy Nielsen 6, Hafþór Þrastarson
5, Pétur Viðarsson 4 - Gunnar Már Guðmundsson 5
(38., Jacob Neestrup 5), Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5,
Björn Daníel Sverrisson 7 - Ólafur Páll Snorrason 6, Atli
Viðar Björnsson 6, Torger Motland 3 (70, Hjörtur Logi
Valgarðsson 6).
Ómissandi
Hrein íslensk náttúruafurð
ms.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
18
5
0
Kópavogsvöllur, Áhorf: 1186
Breiðablik Fram
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 8–10 (7–6)
Varin skot Ingvar 4 – Hannes 4
Horn 2–4
Aukaspyrnur fengnar 19–17
Rangstöður 0–3
FRAM 4–5–1
Hannes Þór Halldórs. 7
Daði Guðmundsson 6
Samuel Tillen 6
Kristján Hauksson 6
Jón Guðni Fjóluson 6
Halldór Herm. Jónss. 5
Jón Gunnar Eysteinss. 5
Almarr Ormarrson 6
Tómas Leifsson 7
(86. Joe Tillen -)
Ívar Björnsson 7
Hjálmar Þórarinsson 7
(54., Guðm. Magnús 7)
*Maður leiksins
BREIÐAB.4–3–3
Ingvar Þór Kale 6
Árni Kr. Gunnarsson 5
Elfar Freyr Helgason 6
Kári Ársælsson 5
*Kristinn Jónsson 7
Kristinn Steindórss. 7
(63., Guðm. Kristj. 6)
Jökull Elísarbetarson 6
Finnur Orri Margeirs. 5
Haukur Baldvins. 7
(83., Olgeir Sig. -)
Alfreð Finnbogason 6
Guðmundur Péturs. 6
1-0 Guðmundur Pétursson (33.)
2-0 Alfreð Finnbogason (47.)
2-1 Guðmundur Magnússon (65.)
2-2 Ívar Björnsson (78.)
2-2
Gunnar Jarl Jónsson (7)
KR-völlur, Áhorf.: 2.194
KR Selfoss
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 13–8 (6–6)
Varin skot Lars 0, Þórður 3 – Jóhann 6
Horn 4–7
Aukaspyrnur fengnar 12–15
Rangstöður 5–1
SELFOSS 4–5–1
Jóhann Ólafur Sig. 7
Sigurður Guðlaugss. 6
Arilíus Marteinsson 6
Agnar Bragi Mag. 5
Andri Freyr Björnsson x
(88., Jón Sveinsson -)
Ingólfur Þórarinsson 7
*Sævar Þór Gíslas. 7
(75., Kjartan Sig. 6)
Guðmundur Þórarins. 7
Stefán Guðlaugsson 6
Jón Daði Böðvarsson 7
Jón Guðbrandsson 6
*Maður leiksins
KR 4–4–2
Lars Ivar Moldsked -
Bjarni Guðjónsson 6
Skúli Jón Friðgeirss. 6
Baldur Sigurðsson 6
Óskar Örn Haukss. –
(13., Þórður Ingas. 6)
Björgólfur Takefusa 6
Viktor Bjarki Arnars. 5
(65., Guðm.Reynir 6)
Mark Rutgers 6
(46., Kjartan Henry 5)
Gunnar Örn Jónsson 6
Guðjón Baldvinsson 6
Jordao Diogo 5
0-1 Ingólfur Þórarinsson, víti (13.)
0-2 Jón Daði Böðvarsson (53.)
2-1 Baldur Sigurðsson (86.)
1-2
Þorvaldur Árnason (7)
Montrétturinn er hjá þeim hvítu
Það var enginn meistarabragur á FH-ingum á móti nýliðum Hauka á Vodafone-vellinum í gær en Björn
Daníel Sverrisson tryggði þeim öll þrjú stigin þremur mínútum fyrir leikslok.
um í gær. Í næstu umferð er síðan
komið að öðruvísi prófi, leik gegn
hinum nýliðum deildarinnar. FH-
ingar eru með fjögur stig þó lítill
meistarabragur hafi verið í fyrstu
tveimur leikjunum og ljóst að liðið
á enn mikið inni.
elvargeir@frettabladid.is
FÓTBOLTI Breiðablik tók á móti Fram í annarri
umferð Pepsi deildarinnar . Fyrir fram var búist
við jöfnum og spennandi leik og sú varð raunin.
Lokatölur urðu 2-2.
Fyrri hálfleikur var vægast sagt daufur en
öllu meira líf var í þeim síðari. Leikurinn
var að mestu tíðindalaus fram að 33 mín-
útu en þá skallaði Guðmundur Pétursson
boltann í netið eftir góðan undirbúning
Hauks Baldvinssonar. 1-0 í hálfleik fyrir
heimamenn.
Alfreð Finnbogason skoraði stórglæsi-
legt mark á 47. mínútu og leikurinn
virtist eign Blika. Framarar gáfust
ekki upp og minnkuðu muninn á 65.
mínútu, þar var að verki varamað-
urinn Guðmundur Magnússon.
Við það lögðust Blikar allt-
of mikið aftur á völlinn og loks
jafnaði Ívar Björnsson leikinn á
78. mínútu og þar við sat. Kári
Ársælsson fyrirliði Breiðabliks
var vonsvikinn í leikslok
„Það er alveg hrikalega dap-
urt hjá okkur að missa 2-0
forystu niður í 2-2 og þetta
hefur komið fyrir áður hjá
okkur gegn Fram og ég skil
ekki hvernig þeir nenna að
gera alltaf jafntefli við okkur.
Við föllum bara alltof mikið
niður eftir að hafa komist í 2-0
og hleypum þeim þar af leiðandi
inn í leikinn“.
Blikarnir gerðu þó nokkrar breyt-
ingar frá tapleiknum gegn Keflavík
og virtist það að einhverju leyti skila
sér í betri sóknarleik. Haukur Baldvinsson
sem kom nýr inn í liðið var með sprækari
mönnum framan af en dró af honum í þeim síðari.
Kristinn Jónsson var traustur í bakverðinum og
gerði vel í aðdraganda seinna marks Breiðabliks.
Alfreð og Guðmundur Pétursson hafa oft verið
aðsópsmeiri í framlínunni en kláruðu þó mörkin
sín vel. Alfreð getur nagað sig í bæði handar-
bökin eftir að hafa klúðrað besta færi leiksins á
91. mínútu og misst þar af tækifærinu til þess
að tryggja stigin 3.
Framarar virtust hálf þróttlitlir framan
af leik og það var ekki fyrr en hinn ungi
framherji Guðmundur Magnússon kom
inn á sem eitthvað fór að gerast fram á
við. Guðmundur er stór, sterkur og lætur
finna fyrir sér og hann var réttur maður
á réttum stað er hann minnkaði muninn
og kom Frömurum inn í leikinn að nýju.
Sam Tillen átti
sína spretti og
skapa horn og
aukaspyrnur
hans oft hættu.
Tómas Leifsson var einn-
ig drjúgur og greinilegt á öllu að
hann hefur aðlagast Framliðinu vel.
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram-
ara var ánægður með stigið úr því
sem komið var. „Það var svo sem
margt gott í þessu hjá okkur en
eftir að hafa lent 2-0 undir þá
sættir maður sig við stigið
þó maður vilji auðvitað
alltaf vinna.“ - ari
Framarar lentu 0-2 undir í Kópavogi en náðu að tryggja sér 2-2 jafntefli í lokin:
Blikar misstu frá sér sigurinn
ALFREÐ FINNBOGASON
Stórglæsilegt mark
hans dugði ekki til.
FRÉTTBLAÐIÐ/VALLI
FR
ÉT
TB
LA
Ð
IÐ
/V
A
LL
I
BARIST UM BOLTANN FH-ingurinn
Tommy Nielsen og Haukamaðurinn
Arnar Gunnlaugsson sjást hér í barátt-
unni í gær en þeir léku áður saman í
FH-liðinu.