Fréttablaðið - 02.06.2010, Síða 37

Fréttablaðið - 02.06.2010, Síða 37
MARKAÐURINN H É Ð A N O G Þ A Ð A N 11MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2010 Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bandaríkjun- um (FDIC) tók yfir fimm banka um síðustu helgi. Þrír þeirra eru í Flórída, einn í Nevada og annar í Kaliforníu. Bankarnir höfðu lánað mikið til íbúða- kaupa og fóru því illa út úr hruni á fasteignamark- aðinum. Tryggingasjóðurinn tók yfir rúmlega 140 banka vestanhafs í fyrra og hefur það sem af er ári þurft að grípa inn í rekstur 78 til viðbótar. Þar af eru þret-tán þeirra sem sjóðurinn tók yfir í ár í Flór- ída, en þar var mesta hrunið á fasteignamarkaði. Þá eru sex þeirra í Kaliforníu og tveir í Nevada. Þeir fengu aðvörun frá fjármálayfirvöldum vestra vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Sheila Bair, forstjóri FDIC, sagði í samtali við Bloomberg-fréttastofuna um helgina, að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi 778 bankar í Banda- ríkjunum átt í fjárhagsvandræðum. Búist er við að fleiri bankar fari á hliðina og verði hámarkinu náð síðar á árinu. Svipuðu máli gegnir um bankana fimm og aðra banka sem FDIC hefur tekið yfir en keppinaut- ar keyptu þá nær samstundis í því augnamiði að víkka starfsemi sína út. - jab Næstum hundrað bankar á hliðina FARINN Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bandaríkjunum hefur tekið 78 banka yfir á árinu. MARKAÐURINN/AFP Gert er ráð fyrir að Steve Jobs, forstjóri bandaríska tækniris- ans Apple, kynni nýjustu kyn- slóð iPhone-farsímans á árlegri tækniráðstefnu fyrirtækisins sem hefst í Kaliforníuríki vestanhafs á mánudag í næstu viku. Netmiðillinn Touch Review, sem flytur fréttir af tækjum Apple sem byggjast á snertitækni, segir nýja símann ekki koma sér- staklega á óvart í þetta sinn enda hafi helstu upplýsingar um hann lekið út fyrir nokkru. Á meðal þess helsta sem talið er líklegt að greini þann nýja frá fyrri gerðum er myndupptaka í háskerpu, að- gangur að iBooks-netbókaversl- un Apple og fjölvinnsla (e. multi- tasking). Eftir því sem flestir erlend- ir fjölmiðlar telja, má gera ráð fyrir að farsíminn komi á mark- að í kringum næstu mánaðamót. Lítið hefur spurst út um verðið á nýja símanum en talið er líklegt að það verði sambærilegt við þá iPhone-síma sem eru á markaðn- um. Miðað við það gæti síminn hingað kominn kostað í kringum 150 þúsund krónur. - jab Hulunni svipt af nýjum iPhone eftir viku Bandaríska netverslunin Ama- zon er sögð hafa spýtt í lófana í kjölfar gríðarlegra vinsælda spjaldtölvunnar iPad frá Apple og hyggst setja á markað í Bandaríkjunum síðla sumars nýja kynslóð af Kindle-lestölv- unni. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildum að nýja lestölvan muni verða þynnri en núverandi græja. Til saman- burðar er núverandi Kindle- græjan 0,9 sentimetra þykk en iPad-tölvan 1,3 sentímetrar. Ekki er gert ráð fyrir að breyt- ing verði gerð á skjánum, sem verður eftir sem áður í svart/ hvítu. Þá hermir Bloomberg að borist hafi úr herbúðum Ama- zon að þar sé unnið að því hörð- um höndum að búa til snerti- tölvu. Ekki liggur þó fyrir hvort ný lestölva hafi upp á sl íkt a ð bj ó ð a , a ð s ö g n Bloom- berg. - jab Amazon spýtir í lófana KINDLE-TÖLVAN Lestölvur hafa notið mikilla vinsælda vestanhafs og nota sumir þær frekar en bækur á pappír. IPHONE-SÍMI Reiknað er með að vænt- anleg kynslóð iPhone-síma verði nokkrum skrefum framar en þær sem nú eru á markaðnum. MARKAÐURINN/AFP Ert þú með skýra mynd af þínum viðskiptavinum? Þegar þú tekur ákvörðun um greiðslukjör viðskiptavinar, gjaldfresti, úttektir og upphæð viðskiptareiknings grundvallast hún alltaf á lánstrausti. Við bjóðum þér aðgang að traustum upplýsingum um íslensk og erlend fyrirtæki sem hjálpa þér að taka ábyrgar og farsælar ákvarðanir í viðskiptum hvort sem þú þekkir viðkomandi aðila eða þarft að kynnast honum betur. TRYGGÐU ÞÉR TRAUSTAR UPPLÝSINGAR UM STÖÐU VIÐSKIPTAVINA ÞINNA Höfðabakka 9 110 Reykjavík Sími: 550 9600 Fax: 550 9601 www.creditinfo.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 16 5 3 5.000 umslög af heppilegri stærð. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 2.000 bæklingar með afar djúpum pælingum. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.